Opið bréf til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra Haraldur Reynisson skrifar 5. febrúar 2014 06:00 Komdu sæll, Illugi. Ég á erindi við þig þar sem þú ert menntamálaráðherra og ráðuneyti þitt veitir kennurum starfsleyfi. Leyfisbréf eru gefin út og veitt þeim sem hafa uppfyllt ákveðnar lögbundnar kröfur. Árið 2008 tóku gildi ný lög um kennaramenntun og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem ætla sér að starfa sem kennarar auknar. Í stað þriggja ára náms áður sem veitir B.Ed.-gráðu þarf nú að taka tveggja ára mastersnám til viðbótar til þess að fá að nota starfsheitið grunnskólakennari. Lögunum hefur tvívegis verið breytt síðan. Þessi námsleið fékk nafnið Finnska leiðin. Þetta veistu en ég þarf samt sem áður að nefna þetta hér áður en ég kem að sjálfu erindinu. Þannig er að ég hóf nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands haustið 2009 og útskrifaðist í júní 2012. Hið nýja nám var ekki orðið að veruleika og því nutum hvorki ég né samnemendur mínir góðs af því. Það eitt og sér er til háborinnar skammar. En það er þó ekki það sem ég ætla að ræða við þig. Það sem ég ætla að ræða við þig er sú mismunun sem þú lætur viðgangast hjá þínu ráðuneyti. Að minnsta kosti 20 samnemendur mínir hafa fengið útgefið starfsleyfi frá ráðuneytinu þínu, aðilar sem voru á sama tíma og ég í námi. Við uppfylltum sömu námskröfur. Við lukum sama námi með 1. einkunn. Við borguðum sömu skólagjöld. Við gerðum allt eins, en ráðuneytið mismunar okkur gróflega. Ég, ásamt stórum hópi nemenda, sendi þér bréf síðastliðinn nóvember þar sem þetta mál var rakið með mjög nákvæmum hætti. Það tók ráðuneytið þitt meira en tvo mánuði að senda okkur þau svör að einhver mistök hefðu átt sér stað, en að ráðuneytið þitt ætlaði sér ekki að bæta úr þeim mistökum á neinn hátt, eða gera neitt yfirhöfuð. Ég spyr þig því hér og krefst þess að þú svarir mér.1. Af hverju þarf ég að ljúka mastersnámi en ekki þeir 20 aðilar (a.m.k.) sem luku sama námi og ég og útskrifuðust á sama tíma og ég með B.Ed.-gráðu og hafa nú fengið leyfisbréf?2. Telurðu þér heimilt að mismuna fólki í þínum störfum, án þess að slíkt hafi nokkrar afleiðingar? Telurðu að þú sért hafinn yfir jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga? Ég sætti mig ekki við þau svör að hér hafi verið gerð mistök. Ef um væri að ræða einn nemanda sem fengið hefði starfsleyfi væri ég ekki að skrifa þetta bréf. Við erum að tala um a.m.k. 20 leyfisbréf, og mörg hver voru gefin út eftir að ráðuneytinu var bent á þessa mismunun. Nú stend ég frammi fyrir því að fara með málið til Umboðsmanns Alþingis því ég get ekki sætt mig við slík vinnubrögð. Í ljósi þess að lögunum hefur þegar verið breytt tvívegis tel ég rétt að þú beitir þér fyrir því að þeim verði breytt einu sinni enn til að rétta hlut þeirra nemenda sem brotið hefur verið á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Komdu sæll, Illugi. Ég á erindi við þig þar sem þú ert menntamálaráðherra og ráðuneyti þitt veitir kennurum starfsleyfi. Leyfisbréf eru gefin út og veitt þeim sem hafa uppfyllt ákveðnar lögbundnar kröfur. Árið 2008 tóku gildi ný lög um kennaramenntun og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem ætla sér að starfa sem kennarar auknar. Í stað þriggja ára náms áður sem veitir B.Ed.-gráðu þarf nú að taka tveggja ára mastersnám til viðbótar til þess að fá að nota starfsheitið grunnskólakennari. Lögunum hefur tvívegis verið breytt síðan. Þessi námsleið fékk nafnið Finnska leiðin. Þetta veistu en ég þarf samt sem áður að nefna þetta hér áður en ég kem að sjálfu erindinu. Þannig er að ég hóf nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands haustið 2009 og útskrifaðist í júní 2012. Hið nýja nám var ekki orðið að veruleika og því nutum hvorki ég né samnemendur mínir góðs af því. Það eitt og sér er til háborinnar skammar. En það er þó ekki það sem ég ætla að ræða við þig. Það sem ég ætla að ræða við þig er sú mismunun sem þú lætur viðgangast hjá þínu ráðuneyti. Að minnsta kosti 20 samnemendur mínir hafa fengið útgefið starfsleyfi frá ráðuneytinu þínu, aðilar sem voru á sama tíma og ég í námi. Við uppfylltum sömu námskröfur. Við lukum sama námi með 1. einkunn. Við borguðum sömu skólagjöld. Við gerðum allt eins, en ráðuneytið mismunar okkur gróflega. Ég, ásamt stórum hópi nemenda, sendi þér bréf síðastliðinn nóvember þar sem þetta mál var rakið með mjög nákvæmum hætti. Það tók ráðuneytið þitt meira en tvo mánuði að senda okkur þau svör að einhver mistök hefðu átt sér stað, en að ráðuneytið þitt ætlaði sér ekki að bæta úr þeim mistökum á neinn hátt, eða gera neitt yfirhöfuð. Ég spyr þig því hér og krefst þess að þú svarir mér.1. Af hverju þarf ég að ljúka mastersnámi en ekki þeir 20 aðilar (a.m.k.) sem luku sama námi og ég og útskrifuðust á sama tíma og ég með B.Ed.-gráðu og hafa nú fengið leyfisbréf?2. Telurðu þér heimilt að mismuna fólki í þínum störfum, án þess að slíkt hafi nokkrar afleiðingar? Telurðu að þú sért hafinn yfir jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga? Ég sætti mig ekki við þau svör að hér hafi verið gerð mistök. Ef um væri að ræða einn nemanda sem fengið hefði starfsleyfi væri ég ekki að skrifa þetta bréf. Við erum að tala um a.m.k. 20 leyfisbréf, og mörg hver voru gefin út eftir að ráðuneytinu var bent á þessa mismunun. Nú stend ég frammi fyrir því að fara með málið til Umboðsmanns Alþingis því ég get ekki sætt mig við slík vinnubrögð. Í ljósi þess að lögunum hefur þegar verið breytt tvívegis tel ég rétt að þú beitir þér fyrir því að þeim verði breytt einu sinni enn til að rétta hlut þeirra nemenda sem brotið hefur verið á.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun