Heiðarlegur fiðluleikari Jónas Sen skrifar 4. febrúar 2014 11:00 Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari Tónlist: Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari lék verk eftir íslensk og erlend tónskáld.Með henni lék Richard Simm á píanó og Júlía Mogensen á selló. Laugardagur 1. febrúar í Norðurljósum Hörpu á Myrkum músíkdögum. Í tónleikaskránni á Myrkum músíkdögum þar sem Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari kom fram, stóð að heildartími tónleikanna yrði um 60 mínútur. Það stóðst ekki, dagskráin var um 90 mínútna löng. Kannski spilaði Guðný hægar en hún ætlaði sér – ég veit það ekki. Ég veit hins vegar að sumar tónsmíðarnar á efnisskránni hefðu ekki þurft að vera þarna. In Vultu solis (Í andliti sólarinnar) sem Karólína Eiríksdóttir samdi árið 1980, hefur ekki elst vel. Tónlistin virkaði langdregin og tilgangslaus. Hugsanlega hefði Guðný getað spilað með meiri tilfinningu, gætt túlkunina sæluvímu eins og titillinn gaf mögulega vísbendingu um að ætti að gera. Sennilega hefði þó verið best að sleppa verkinu – það gerði ósköp lítið fyrir dagskrána. Teikn fyrir einleiksfiðlu sem Áskell Másson samdi um svipað leyti kom ekki heldur nægilega vel út. Maður ímyndar sér að tónsmíð sem heitir þessu nafni þurfi að einkennast af einhverju annarlegu. Teikn eru oftast fyrirboðar. En tónlistin nú hljómaði ekki eins og hún væri fyrirboði neins. Nema ferils Áskels sjálfs, sem hefur verið ævintýri líkastur síðan hann samdi þessa tónlist. Hann hefur vaxið gríðarlega sem tónskáld, eins og píanótríó nr. 2 (2011), sem hér var frumflutt, sýndi glögglega. Með Guðnýju þar var Richard Simm á píanó, en Júlía Mogensen á selló. Tónlistin var afar viðburðarík, full af lýrík og skáldskap, skemmtilegum andstæðum og athyglisverðri framvindu. Hún var líka prýðilega flutt. Júlía spilaði af vandvirkni og raddfegurð, píanóleikur Richards var lungamjúkur og nákvæmur og Guðný sjálf lék á fiðluna af innlifun og þokka. Annað á tónleikunum heyrði ekki til jafn mikilla tíðinda. Kafli úr Stationary Front eftir Ken Steen var óttaleg langloka. Samkvæmt tónleikaskránni var hún hugleiðing um veðrabrigði, en virtist ekki sérlega innblásin. Gamalt verk eftir Pál P. Pálsson, Expromptu, fyrir fiðlu og píanó, var hins vegar magnað. Það einkenndist af grípandi tónahendingum og hnyttnum takti. Guðný og Richard spiluðu verkið af leiftrandi fagmennsku, einlægni og tilfinningu, en samt aga og nákvæmni. Svipaða sögu er að segja um sónötu nr. 2 eftir Bartók. Þar var allt á sínum stað. Fiðluleikarinn sýndi á sér sínar bestu hliðar sem maður hefur margoft upplifað á tónleikum í gegnum tíðina. Þar á meðal er heiðarleiki. Guðný er fyrst og fremst músíkant sem kafar ofan í það sem hún fæst við hverju sinni. Hún miðlar tónlistinni af heillandi fölskvaleysi, án þess að egóið þvælist fyrir. Richard var líka flottur við flygilinn, spilaði af öryggi og glæsileika. Útkoman var spennuþrungin, nánast eins og í góðum reyfara. Þetta var Bartók einmitt eins og hann á að hljóma.Niðurstaða: Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, ásamt meðleikurum, spilaði af kostgæfni, en dagskráin var misjöfn. Gagnrýni Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist: Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari lék verk eftir íslensk og erlend tónskáld.Með henni lék Richard Simm á píanó og Júlía Mogensen á selló. Laugardagur 1. febrúar í Norðurljósum Hörpu á Myrkum músíkdögum. Í tónleikaskránni á Myrkum músíkdögum þar sem Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari kom fram, stóð að heildartími tónleikanna yrði um 60 mínútur. Það stóðst ekki, dagskráin var um 90 mínútna löng. Kannski spilaði Guðný hægar en hún ætlaði sér – ég veit það ekki. Ég veit hins vegar að sumar tónsmíðarnar á efnisskránni hefðu ekki þurft að vera þarna. In Vultu solis (Í andliti sólarinnar) sem Karólína Eiríksdóttir samdi árið 1980, hefur ekki elst vel. Tónlistin virkaði langdregin og tilgangslaus. Hugsanlega hefði Guðný getað spilað með meiri tilfinningu, gætt túlkunina sæluvímu eins og titillinn gaf mögulega vísbendingu um að ætti að gera. Sennilega hefði þó verið best að sleppa verkinu – það gerði ósköp lítið fyrir dagskrána. Teikn fyrir einleiksfiðlu sem Áskell Másson samdi um svipað leyti kom ekki heldur nægilega vel út. Maður ímyndar sér að tónsmíð sem heitir þessu nafni þurfi að einkennast af einhverju annarlegu. Teikn eru oftast fyrirboðar. En tónlistin nú hljómaði ekki eins og hún væri fyrirboði neins. Nema ferils Áskels sjálfs, sem hefur verið ævintýri líkastur síðan hann samdi þessa tónlist. Hann hefur vaxið gríðarlega sem tónskáld, eins og píanótríó nr. 2 (2011), sem hér var frumflutt, sýndi glögglega. Með Guðnýju þar var Richard Simm á píanó, en Júlía Mogensen á selló. Tónlistin var afar viðburðarík, full af lýrík og skáldskap, skemmtilegum andstæðum og athyglisverðri framvindu. Hún var líka prýðilega flutt. Júlía spilaði af vandvirkni og raddfegurð, píanóleikur Richards var lungamjúkur og nákvæmur og Guðný sjálf lék á fiðluna af innlifun og þokka. Annað á tónleikunum heyrði ekki til jafn mikilla tíðinda. Kafli úr Stationary Front eftir Ken Steen var óttaleg langloka. Samkvæmt tónleikaskránni var hún hugleiðing um veðrabrigði, en virtist ekki sérlega innblásin. Gamalt verk eftir Pál P. Pálsson, Expromptu, fyrir fiðlu og píanó, var hins vegar magnað. Það einkenndist af grípandi tónahendingum og hnyttnum takti. Guðný og Richard spiluðu verkið af leiftrandi fagmennsku, einlægni og tilfinningu, en samt aga og nákvæmni. Svipaða sögu er að segja um sónötu nr. 2 eftir Bartók. Þar var allt á sínum stað. Fiðluleikarinn sýndi á sér sínar bestu hliðar sem maður hefur margoft upplifað á tónleikum í gegnum tíðina. Þar á meðal er heiðarleiki. Guðný er fyrst og fremst músíkant sem kafar ofan í það sem hún fæst við hverju sinni. Hún miðlar tónlistinni af heillandi fölskvaleysi, án þess að egóið þvælist fyrir. Richard var líka flottur við flygilinn, spilaði af öryggi og glæsileika. Útkoman var spennuþrungin, nánast eins og í góðum reyfara. Þetta var Bartók einmitt eins og hann á að hljóma.Niðurstaða: Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, ásamt meðleikurum, spilaði af kostgæfni, en dagskráin var misjöfn.
Gagnrýni Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira