PISA og lesturinn Sölvi Sveinsson skrifar 27. janúar 2014 07:00 Það er kannski að bera í bakkafullan læk að leggja orð í belg um PISA-könnunina þar sem læsi allt of margra íslenskra unglinga mældist óviðunandi; reyndar óttast ég að næsta könnun verði enn verri en upp úr því gæti landið farið að rísa. Menn leita skýringa og vísast eru þær margar. Nefnt hefur verið að gamlar og góðar kennsluaðferðir hafi verið lagðar fyrir róða, nemendur séu of margir í bekk, skóli án aðgreiningar hamli eðlilegri kennslu, kennaraefni fái ekki þjálfun í lestrarkennslu, kennarar þurfi að sinna of mörgum öðrum verkefnum en kennslu o.s.frv. Þá er tölvunotkun barna og fjölmiðlum kennt um að börn noti minni tíma til lestrar en áður var. Þarna liggur hundurinn grafinn segja margir þegar þetta er allt lagt í púkkið. Ég vil bæta einum þætti enn í þetta sumbl og byrja á því að vitna í Bjarna Fel. Í sjónvarpsþætti var hann spurður hvernig stæði á því að Íslendingum hefði farið svona mikið fram í fótbolta. Hann svaraði því til að nú væri búið að byggja svo mörg íþróttahús að nú gætu fótboltamenn æft allt árið. Það skilaði árangri. Nú er það svo að íslensk börn eru 180 daga á ári í skóla en þau eru 365 daga með foreldrum sínum. Í mínum huga er það morgunljóst að þau börn sem einungis lesa skóladagana verða aldrei fluglæs, þau öðlast aldrei þokkalegan lesskilning og orðaforði þeirra verður einhæfur, hin næmu blæbrigði málsins verða þeim aldrei huggróin. Það gegnir nefnilega sama máli með fótbolta og lestur: menn ná árangri ef þeir æfa allt árið. Ég skal nefna dæmi. Ég þekki sex ára stúlku sem er af erlendu bergi brotin. Hún les samviskusamlega með foreldrum sínum 15-20 mínútur á dag – sýkna jafnt sem heilaga daga, sumar og vetur. Þessi litla stúlka er nú læs, bæði á íslensku og móðurmál sitt og henni fer hratt fram í öllum mál- og lesskilningi. Ég heyri æ oftar þá skoðun að skólinn eigi einn að annast kennslu barna. Ég hef jafnvel heyrt það álit að skólinn „eigi ekkert með að ráðstafa frítíma foreldra“. Þetta er fjarstæða. Næðisstundir foreldra og barna yfir bók eða spjaldi eru lykill að læsi. Ef þetta er til of mikils mælst þá stefnum við beint niður á PISA-botninn á afturfótum tíðarandans. En lesi börn heima allt árið þá er von að PISA-kannanir létti mönnum lund eftir svo sem tíu ár! Í allmörgum löndum var fjármálalæsi unglinga kannað í PISA – en blessunarlega ekki hér því ég óttast að þar sé pottur brotinn. Satt best að segja sýna skólar því ótrúlegt tómlæti. Meira um það síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Það er kannski að bera í bakkafullan læk að leggja orð í belg um PISA-könnunina þar sem læsi allt of margra íslenskra unglinga mældist óviðunandi; reyndar óttast ég að næsta könnun verði enn verri en upp úr því gæti landið farið að rísa. Menn leita skýringa og vísast eru þær margar. Nefnt hefur verið að gamlar og góðar kennsluaðferðir hafi verið lagðar fyrir róða, nemendur séu of margir í bekk, skóli án aðgreiningar hamli eðlilegri kennslu, kennaraefni fái ekki þjálfun í lestrarkennslu, kennarar þurfi að sinna of mörgum öðrum verkefnum en kennslu o.s.frv. Þá er tölvunotkun barna og fjölmiðlum kennt um að börn noti minni tíma til lestrar en áður var. Þarna liggur hundurinn grafinn segja margir þegar þetta er allt lagt í púkkið. Ég vil bæta einum þætti enn í þetta sumbl og byrja á því að vitna í Bjarna Fel. Í sjónvarpsþætti var hann spurður hvernig stæði á því að Íslendingum hefði farið svona mikið fram í fótbolta. Hann svaraði því til að nú væri búið að byggja svo mörg íþróttahús að nú gætu fótboltamenn æft allt árið. Það skilaði árangri. Nú er það svo að íslensk börn eru 180 daga á ári í skóla en þau eru 365 daga með foreldrum sínum. Í mínum huga er það morgunljóst að þau börn sem einungis lesa skóladagana verða aldrei fluglæs, þau öðlast aldrei þokkalegan lesskilning og orðaforði þeirra verður einhæfur, hin næmu blæbrigði málsins verða þeim aldrei huggróin. Það gegnir nefnilega sama máli með fótbolta og lestur: menn ná árangri ef þeir æfa allt árið. Ég skal nefna dæmi. Ég þekki sex ára stúlku sem er af erlendu bergi brotin. Hún les samviskusamlega með foreldrum sínum 15-20 mínútur á dag – sýkna jafnt sem heilaga daga, sumar og vetur. Þessi litla stúlka er nú læs, bæði á íslensku og móðurmál sitt og henni fer hratt fram í öllum mál- og lesskilningi. Ég heyri æ oftar þá skoðun að skólinn eigi einn að annast kennslu barna. Ég hef jafnvel heyrt það álit að skólinn „eigi ekkert með að ráðstafa frítíma foreldra“. Þetta er fjarstæða. Næðisstundir foreldra og barna yfir bók eða spjaldi eru lykill að læsi. Ef þetta er til of mikils mælst þá stefnum við beint niður á PISA-botninn á afturfótum tíðarandans. En lesi börn heima allt árið þá er von að PISA-kannanir létti mönnum lund eftir svo sem tíu ár! Í allmörgum löndum var fjármálalæsi unglinga kannað í PISA – en blessunarlega ekki hér því ég óttast að þar sé pottur brotinn. Satt best að segja sýna skólar því ótrúlegt tómlæti. Meira um það síðar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar