Stoðirnar bresta Helga Helena Sturlaugsdóttir skrifar 23. janúar 2014 06:00 Á undanförnum árum hefur verið mikill niðurskurður í menntakerfinu. Það er freistandi að segja að það sé skiljanlegt þar sem það hefur nú verið kreppa. En málið er að þessi niðurskurður (sem ávallt er talað um sem hagræðingu) hófst löngu áður en kreppan kom. Þegar uppgangur var í þjóðfélaginu þá var skorið niður undir formerkjum hagræðingar. Kennarar hafa ekki farið varhluta af þessum niðurskurði, hópar stækka, hætt er að greiða fyrir störf sem kennarar vinna aukalega (störfin eru auðvitað unnin ennþá). Þegar fjölgað er í hópum hafa kennarar bitið á jaxlinn og gert sitt besta til að sinna hverjum og einum nemanda (enda tengjast kennarar nemendum sínum og vilja hjálpa þeim og aðstoða), oft með því að vinna aðeins meira, t.d. með því að sitja með nemendum í hádeginu eða bjóða upp á aukatíma í lok annar (að sjálfsögðu án þess að fá greitt fyrir það). Með því að vinna aðeins lengur á kvöldin (verkefnunum fjölgar auðvitað í samræmi við fjölda nemenda) og með því að vinna hin og þessi viðvik innan sinna skóla (aftur án þess að fá greitt fyrir það) svo að skólastarfið gangi, nemendur fái sína menntun og að skólinn þeirra sé „samkeppnisfær“ við aðra. Hluti af því að skólinn „þeirra“ sé samkeppnisfær er að hann haldi í við tilvonandi virkjun á „nýju“ framhaldsskólalögunum og þá þarf að fara í námsskrárvinnu sem hefur einnig verið bætt á kennara en námsskrárvinna var áður miðlæg vinna á vegum menntamálaráðuneytisins. Til viðbótar við þetta aukaálag hefur svo niðurskurðurinn einnig komið fram með þeim hætti að yfirvinna kennara er skorin niður. Kannski væri þetta allt í lagi (fyrir kennara augljóslega en alls ekki nemendur því þeirra menntun geldur fyrir stærri hópa og minni eftirfylgni) ef laun kennara væru góð, sanngjörn, samkeppnisfær eða hreinlega bara bærileg. En svo er EKKI. Útborguð laun fyrir framhaldsskólakennara í fullu starfi á grunnlaunum eru oftast á bilinu 190-230 þúsund. Eina ástæða þess að kennarar hafa hingað til getað framfleytt sér á laununum sínum er yfirvinnan. Í raun má segja að vinna og álag á kennara aukist í samhengi við niðurskurð innan kerfisins. Kennarar hafa mikla og dýrmæta reynslu og eru sérfræðingar í sínum fögum og kennslu. Kennarar og annað starfsfólk skólanna eru stoðirnar sem með vilja og þrautseigju halda skólastarfinu gangandi þrátt fyrir fjársvelti.Viðvarandi ástand er óásættanlegt Kennarar eiga ekki að þurfa að treysta á yfirvinnu til þess að vera á sanngjörnum launum eða launum sambærilegum viðmiðunarstéttum innan BHM. Kennarar eiga ekki að þurfa að búa stöðugt við það að treyst sé á að þeir bæti á sig ólaunuðum verkefnum vegna þess að þeim er annt um nemendur sína og bera hag þeirra fyrir brjósti. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að menntakerfi landsins sé rekið á samúð og hugsjón kennara. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að á þá sé bætt verkefnum sem áður voru í höndum menntamálaráðuneytisins án þess að tekið sé tillit til þessara verka í launum þeirra. Skólakerfið er löngu komið að þolmörkum, búið er að hlaða og hlaða á stoðirnar svo þær eru farnar að svigna. Ástandið er ekki bara óásættanlegt heldur við það að verða hættulegt, hvað gerist þegar kennarar geta ekki tekið við lengur? Það þarf að setja peninga inn í skólakerfið svo þar geti farið fram besta hugsanlega menntun fyrir mannauðinn sem felst í unga fólkinu. Það þarf að setja peninga í laun kennara svo að þeir sérfræðingar og fagmenn sem vinna innan skólanna geti framfleytt sér af laununum sínum. Það þarf að hlusta á kennara og annað starfsfólk skólanna þegar kemur að menntamálum og menntastefnu. Það þarf einfaldlega að fara að styrkja stoðirnar svo þær bresti ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur verið mikill niðurskurður í menntakerfinu. Það er freistandi að segja að það sé skiljanlegt þar sem það hefur nú verið kreppa. En málið er að þessi niðurskurður (sem ávallt er talað um sem hagræðingu) hófst löngu áður en kreppan kom. Þegar uppgangur var í þjóðfélaginu þá var skorið niður undir formerkjum hagræðingar. Kennarar hafa ekki farið varhluta af þessum niðurskurði, hópar stækka, hætt er að greiða fyrir störf sem kennarar vinna aukalega (störfin eru auðvitað unnin ennþá). Þegar fjölgað er í hópum hafa kennarar bitið á jaxlinn og gert sitt besta til að sinna hverjum og einum nemanda (enda tengjast kennarar nemendum sínum og vilja hjálpa þeim og aðstoða), oft með því að vinna aðeins meira, t.d. með því að sitja með nemendum í hádeginu eða bjóða upp á aukatíma í lok annar (að sjálfsögðu án þess að fá greitt fyrir það). Með því að vinna aðeins lengur á kvöldin (verkefnunum fjölgar auðvitað í samræmi við fjölda nemenda) og með því að vinna hin og þessi viðvik innan sinna skóla (aftur án þess að fá greitt fyrir það) svo að skólastarfið gangi, nemendur fái sína menntun og að skólinn þeirra sé „samkeppnisfær“ við aðra. Hluti af því að skólinn „þeirra“ sé samkeppnisfær er að hann haldi í við tilvonandi virkjun á „nýju“ framhaldsskólalögunum og þá þarf að fara í námsskrárvinnu sem hefur einnig verið bætt á kennara en námsskrárvinna var áður miðlæg vinna á vegum menntamálaráðuneytisins. Til viðbótar við þetta aukaálag hefur svo niðurskurðurinn einnig komið fram með þeim hætti að yfirvinna kennara er skorin niður. Kannski væri þetta allt í lagi (fyrir kennara augljóslega en alls ekki nemendur því þeirra menntun geldur fyrir stærri hópa og minni eftirfylgni) ef laun kennara væru góð, sanngjörn, samkeppnisfær eða hreinlega bara bærileg. En svo er EKKI. Útborguð laun fyrir framhaldsskólakennara í fullu starfi á grunnlaunum eru oftast á bilinu 190-230 þúsund. Eina ástæða þess að kennarar hafa hingað til getað framfleytt sér á laununum sínum er yfirvinnan. Í raun má segja að vinna og álag á kennara aukist í samhengi við niðurskurð innan kerfisins. Kennarar hafa mikla og dýrmæta reynslu og eru sérfræðingar í sínum fögum og kennslu. Kennarar og annað starfsfólk skólanna eru stoðirnar sem með vilja og þrautseigju halda skólastarfinu gangandi þrátt fyrir fjársvelti.Viðvarandi ástand er óásættanlegt Kennarar eiga ekki að þurfa að treysta á yfirvinnu til þess að vera á sanngjörnum launum eða launum sambærilegum viðmiðunarstéttum innan BHM. Kennarar eiga ekki að þurfa að búa stöðugt við það að treyst sé á að þeir bæti á sig ólaunuðum verkefnum vegna þess að þeim er annt um nemendur sína og bera hag þeirra fyrir brjósti. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að menntakerfi landsins sé rekið á samúð og hugsjón kennara. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að á þá sé bætt verkefnum sem áður voru í höndum menntamálaráðuneytisins án þess að tekið sé tillit til þessara verka í launum þeirra. Skólakerfið er löngu komið að þolmörkum, búið er að hlaða og hlaða á stoðirnar svo þær eru farnar að svigna. Ástandið er ekki bara óásættanlegt heldur við það að verða hættulegt, hvað gerist þegar kennarar geta ekki tekið við lengur? Það þarf að setja peninga inn í skólakerfið svo þar geti farið fram besta hugsanlega menntun fyrir mannauðinn sem felst í unga fólkinu. Það þarf að setja peninga í laun kennara svo að þeir sérfræðingar og fagmenn sem vinna innan skólanna geti framfleytt sér af laununum sínum. Það þarf að hlusta á kennara og annað starfsfólk skólanna þegar kemur að menntamálum og menntastefnu. Það þarf einfaldlega að fara að styrkja stoðirnar svo þær bresti ekki.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar