Stoðirnar bresta Helga Helena Sturlaugsdóttir skrifar 23. janúar 2014 06:00 Á undanförnum árum hefur verið mikill niðurskurður í menntakerfinu. Það er freistandi að segja að það sé skiljanlegt þar sem það hefur nú verið kreppa. En málið er að þessi niðurskurður (sem ávallt er talað um sem hagræðingu) hófst löngu áður en kreppan kom. Þegar uppgangur var í þjóðfélaginu þá var skorið niður undir formerkjum hagræðingar. Kennarar hafa ekki farið varhluta af þessum niðurskurði, hópar stækka, hætt er að greiða fyrir störf sem kennarar vinna aukalega (störfin eru auðvitað unnin ennþá). Þegar fjölgað er í hópum hafa kennarar bitið á jaxlinn og gert sitt besta til að sinna hverjum og einum nemanda (enda tengjast kennarar nemendum sínum og vilja hjálpa þeim og aðstoða), oft með því að vinna aðeins meira, t.d. með því að sitja með nemendum í hádeginu eða bjóða upp á aukatíma í lok annar (að sjálfsögðu án þess að fá greitt fyrir það). Með því að vinna aðeins lengur á kvöldin (verkefnunum fjölgar auðvitað í samræmi við fjölda nemenda) og með því að vinna hin og þessi viðvik innan sinna skóla (aftur án þess að fá greitt fyrir það) svo að skólastarfið gangi, nemendur fái sína menntun og að skólinn þeirra sé „samkeppnisfær“ við aðra. Hluti af því að skólinn „þeirra“ sé samkeppnisfær er að hann haldi í við tilvonandi virkjun á „nýju“ framhaldsskólalögunum og þá þarf að fara í námsskrárvinnu sem hefur einnig verið bætt á kennara en námsskrárvinna var áður miðlæg vinna á vegum menntamálaráðuneytisins. Til viðbótar við þetta aukaálag hefur svo niðurskurðurinn einnig komið fram með þeim hætti að yfirvinna kennara er skorin niður. Kannski væri þetta allt í lagi (fyrir kennara augljóslega en alls ekki nemendur því þeirra menntun geldur fyrir stærri hópa og minni eftirfylgni) ef laun kennara væru góð, sanngjörn, samkeppnisfær eða hreinlega bara bærileg. En svo er EKKI. Útborguð laun fyrir framhaldsskólakennara í fullu starfi á grunnlaunum eru oftast á bilinu 190-230 þúsund. Eina ástæða þess að kennarar hafa hingað til getað framfleytt sér á laununum sínum er yfirvinnan. Í raun má segja að vinna og álag á kennara aukist í samhengi við niðurskurð innan kerfisins. Kennarar hafa mikla og dýrmæta reynslu og eru sérfræðingar í sínum fögum og kennslu. Kennarar og annað starfsfólk skólanna eru stoðirnar sem með vilja og þrautseigju halda skólastarfinu gangandi þrátt fyrir fjársvelti.Viðvarandi ástand er óásættanlegt Kennarar eiga ekki að þurfa að treysta á yfirvinnu til þess að vera á sanngjörnum launum eða launum sambærilegum viðmiðunarstéttum innan BHM. Kennarar eiga ekki að þurfa að búa stöðugt við það að treyst sé á að þeir bæti á sig ólaunuðum verkefnum vegna þess að þeim er annt um nemendur sína og bera hag þeirra fyrir brjósti. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að menntakerfi landsins sé rekið á samúð og hugsjón kennara. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að á þá sé bætt verkefnum sem áður voru í höndum menntamálaráðuneytisins án þess að tekið sé tillit til þessara verka í launum þeirra. Skólakerfið er löngu komið að þolmörkum, búið er að hlaða og hlaða á stoðirnar svo þær eru farnar að svigna. Ástandið er ekki bara óásættanlegt heldur við það að verða hættulegt, hvað gerist þegar kennarar geta ekki tekið við lengur? Það þarf að setja peninga inn í skólakerfið svo þar geti farið fram besta hugsanlega menntun fyrir mannauðinn sem felst í unga fólkinu. Það þarf að setja peninga í laun kennara svo að þeir sérfræðingar og fagmenn sem vinna innan skólanna geti framfleytt sér af laununum sínum. Það þarf að hlusta á kennara og annað starfsfólk skólanna þegar kemur að menntamálum og menntastefnu. Það þarf einfaldlega að fara að styrkja stoðirnar svo þær bresti ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur verið mikill niðurskurður í menntakerfinu. Það er freistandi að segja að það sé skiljanlegt þar sem það hefur nú verið kreppa. En málið er að þessi niðurskurður (sem ávallt er talað um sem hagræðingu) hófst löngu áður en kreppan kom. Þegar uppgangur var í þjóðfélaginu þá var skorið niður undir formerkjum hagræðingar. Kennarar hafa ekki farið varhluta af þessum niðurskurði, hópar stækka, hætt er að greiða fyrir störf sem kennarar vinna aukalega (störfin eru auðvitað unnin ennþá). Þegar fjölgað er í hópum hafa kennarar bitið á jaxlinn og gert sitt besta til að sinna hverjum og einum nemanda (enda tengjast kennarar nemendum sínum og vilja hjálpa þeim og aðstoða), oft með því að vinna aðeins meira, t.d. með því að sitja með nemendum í hádeginu eða bjóða upp á aukatíma í lok annar (að sjálfsögðu án þess að fá greitt fyrir það). Með því að vinna aðeins lengur á kvöldin (verkefnunum fjölgar auðvitað í samræmi við fjölda nemenda) og með því að vinna hin og þessi viðvik innan sinna skóla (aftur án þess að fá greitt fyrir það) svo að skólastarfið gangi, nemendur fái sína menntun og að skólinn þeirra sé „samkeppnisfær“ við aðra. Hluti af því að skólinn „þeirra“ sé samkeppnisfær er að hann haldi í við tilvonandi virkjun á „nýju“ framhaldsskólalögunum og þá þarf að fara í námsskrárvinnu sem hefur einnig verið bætt á kennara en námsskrárvinna var áður miðlæg vinna á vegum menntamálaráðuneytisins. Til viðbótar við þetta aukaálag hefur svo niðurskurðurinn einnig komið fram með þeim hætti að yfirvinna kennara er skorin niður. Kannski væri þetta allt í lagi (fyrir kennara augljóslega en alls ekki nemendur því þeirra menntun geldur fyrir stærri hópa og minni eftirfylgni) ef laun kennara væru góð, sanngjörn, samkeppnisfær eða hreinlega bara bærileg. En svo er EKKI. Útborguð laun fyrir framhaldsskólakennara í fullu starfi á grunnlaunum eru oftast á bilinu 190-230 þúsund. Eina ástæða þess að kennarar hafa hingað til getað framfleytt sér á laununum sínum er yfirvinnan. Í raun má segja að vinna og álag á kennara aukist í samhengi við niðurskurð innan kerfisins. Kennarar hafa mikla og dýrmæta reynslu og eru sérfræðingar í sínum fögum og kennslu. Kennarar og annað starfsfólk skólanna eru stoðirnar sem með vilja og þrautseigju halda skólastarfinu gangandi þrátt fyrir fjársvelti.Viðvarandi ástand er óásættanlegt Kennarar eiga ekki að þurfa að treysta á yfirvinnu til þess að vera á sanngjörnum launum eða launum sambærilegum viðmiðunarstéttum innan BHM. Kennarar eiga ekki að þurfa að búa stöðugt við það að treyst sé á að þeir bæti á sig ólaunuðum verkefnum vegna þess að þeim er annt um nemendur sína og bera hag þeirra fyrir brjósti. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að menntakerfi landsins sé rekið á samúð og hugsjón kennara. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að á þá sé bætt verkefnum sem áður voru í höndum menntamálaráðuneytisins án þess að tekið sé tillit til þessara verka í launum þeirra. Skólakerfið er löngu komið að þolmörkum, búið er að hlaða og hlaða á stoðirnar svo þær eru farnar að svigna. Ástandið er ekki bara óásættanlegt heldur við það að verða hættulegt, hvað gerist þegar kennarar geta ekki tekið við lengur? Það þarf að setja peninga inn í skólakerfið svo þar geti farið fram besta hugsanlega menntun fyrir mannauðinn sem felst í unga fólkinu. Það þarf að setja peninga í laun kennara svo að þeir sérfræðingar og fagmenn sem vinna innan skólanna geti framfleytt sér af laununum sínum. Það þarf að hlusta á kennara og annað starfsfólk skólanna þegar kemur að menntamálum og menntastefnu. Það þarf einfaldlega að fara að styrkja stoðirnar svo þær bresti ekki.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun