Íslendingar vilja græða á kostnað þeirra sem minna mega sín Þröstur Jónsson skrifar 16. janúar 2014 06:00 Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um olíuleit og vinnslu Íslendinga á svonefndu Drekasvæði. Margir ganga með dollaramerkin í augunum og geta vart beðið þeirrar stundar að komast í skjótfenginn skyndigróðann, eins og Íslendingum er einum lagið. Fer þar forsætisráðherra vor, manna fremstur í flokki, m.a. í viðtali í tengslum við ráðstefnu á vegum Austurbrúar fyrir skemmstu. Eins og fyrri daginn eru efasemdaraddir umhverfissinna kveðnar í kútinn og áróður ljósvakafjölmiðlanna er nánast á einn veg; „olía, græða, græða.“ Sömu sögu má segja um fyrirætlanir Íslendinga að stórgræða á þeim náttúruhamförum þegar ísinn hverfur af norðurskautinu. Jafnvel forsetinn gerðist „klappstýra“ þessara afla í nýársávarpi sínu. Í hrunadansinum gleyma menn algjörlega hvað er að gerast hér á móður jörðu sem elur okkur öll. Loftslagsbreytingar eru nú orðnar svo hraðar að ólíklegt má teljast að einhverju versta umhverfisslysi sem mannkyn hefur lent í, verði afstýrt. Það er sama hvert er litið: Eyðing regnskóga nemur hálfum hektara hverja einustu sekúndu. Hlýnun og bráðnun, ekki síst fyrir tilstuðlan kolefnisorkugjafa (svo sem olíu), valda sífellt verri fárviðrum og flóðum sem bitna verst á þeim sem síst skyldi, þ.e. fátækum þjóðum þessa heims svo sem Bangladess og Filippseyjum. Nei, í olíudansinum er okkur skítsama, græðgi og skammtímasjónarmið ráða för. Svo þegar fréttir berast af hamförum réttum við þeim sem fyrir þeim verða nokkra þúsundkalla til að friða samviskuna og gleymum svo bágindum þessa fólks um leið og fréttaflutningur af þeim hættir. Grátandi og niðurbrotinn fulltrúi Filippseyja á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann bað Vesturlönd að fara að gera eitthvað í loftslagsmálum, virðist engin áhrif hafa haft, þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar einhvers versta fellibyls sem nokkru sinni hefur sést og gekk yfir eyjarnar fyrir skemmstu. Nei, nú skal græða og fitna eins og púkinn á fjósbitanum með aðstoð Norðmanna og Kínverja. Ef loftslag hér á landi verður einhvern tíma hagstætt fyrir ópíum- og kókalaufsframleiðslu, ætla stjórnvöld og fjölmiðlar að hvetja bændur til að snúa sér að slíkri ræktun á þeim forsendum að ef við gerum það ekki, ja þá gera bara einhverjir aðrir það? Skítt með þá sem lenda í neyslunni, þetta er stórgróðadæmi! Nú er það því miður svo að vart verður við snúið, miklar líkur eru til að af olíuvinnslu verði á íslenska helmingi Drekasvæðisins innan næstu tíu ára. Um það hafa íslensk stjórnvöld gert bindandi samninga við þá aðila sem hafa fengið leyfi til olíuleitar á svæðinu. Samningar sem gerðir voru undir forystu Vinstri grænna. Eða á maður að segja Vinstri svartra, með tilvísun til svartra sanda og olíu? Um er rætt að stofna sjóð til að taka við auðlindagjaldinu af olíuvinnslunni, líkt og Norðmenn gera til að tryggja afkomu komandi kynslóða. Hvers virði verða þeir peningar komandi kynslóðum, sem munu berjast við skelfilegar umhverfisafleiðingar þeirrar olíu sem brennt hefur verið? Verða lífvænleg umhverfisgæði keypt fyrir peninga eftir 40-50 ár? Sennilega ekki. Slíkur sjóður lýsir best hugsunarhætti þeirra sem í safna, þ.e. hugsunin nær ekki út fyrir naflann á þeim. Ég ætla því að leyfa mér hér að leggja það til sem eins konar málamiðlun að íslenski olíusjóðurinn verði notaður til fjárfestingar eingöngu í umhverfisiðnaði og til þróunaraðstoðar þeim þjóðum sem verða verst fyrir barðinu á græðgi okkar Íslendinga. Til að fjármagna rannsóknir á sviði endurnýtanlegra orkugjafa og sjálfbærni, fjárfestingar í fyrirtækjum á borð við Tezla Motors, byggingu flóðvarnagarða á Filippseyjum, Bangladess og víðar. Aðeins þannig getum við, að hluta, bætt fyrir græðgi og skammsýni „gróðapunganna“ á meðal okkar. Þannig minnkum við líka mest skaðann fyrir komandi kynslóðir. Þá má einnig leiða að því líkur að umhverfisiðnaðurinn verði einn mikilvægasti og ábatasamasti „bissnessinn“ í komandi framtíð. Slíkur sjóður er því einnig klókt framtak viðskiptalega séð fyrir íslenska þjóð og komandi kynslóðir. Olíuvinnsla á Drekasvæðinu er eitthvert mesta og versta umhverfisvandamál sem Íslendingar koma að. Einhver rofabörð utan við Þjórsárver eða raflína yfir Sprengisand er eins og lítið sandkorn í samanburði. Eins og fulltrúinn frá Filippseyjum, grátbið ég samlanda mína að hugsa málið vandlega áður en gengið verður kringum „gleðinnar olíutunnu“. Kannski kominn tími til að spyrja sig hvort stærðfræðijafnan „hagvöxtur = hamingja“ sé rétt? Ef ekki, hvort viljum við hagvöxt eða hamingju? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um olíuleit og vinnslu Íslendinga á svonefndu Drekasvæði. Margir ganga með dollaramerkin í augunum og geta vart beðið þeirrar stundar að komast í skjótfenginn skyndigróðann, eins og Íslendingum er einum lagið. Fer þar forsætisráðherra vor, manna fremstur í flokki, m.a. í viðtali í tengslum við ráðstefnu á vegum Austurbrúar fyrir skemmstu. Eins og fyrri daginn eru efasemdaraddir umhverfissinna kveðnar í kútinn og áróður ljósvakafjölmiðlanna er nánast á einn veg; „olía, græða, græða.“ Sömu sögu má segja um fyrirætlanir Íslendinga að stórgræða á þeim náttúruhamförum þegar ísinn hverfur af norðurskautinu. Jafnvel forsetinn gerðist „klappstýra“ þessara afla í nýársávarpi sínu. Í hrunadansinum gleyma menn algjörlega hvað er að gerast hér á móður jörðu sem elur okkur öll. Loftslagsbreytingar eru nú orðnar svo hraðar að ólíklegt má teljast að einhverju versta umhverfisslysi sem mannkyn hefur lent í, verði afstýrt. Það er sama hvert er litið: Eyðing regnskóga nemur hálfum hektara hverja einustu sekúndu. Hlýnun og bráðnun, ekki síst fyrir tilstuðlan kolefnisorkugjafa (svo sem olíu), valda sífellt verri fárviðrum og flóðum sem bitna verst á þeim sem síst skyldi, þ.e. fátækum þjóðum þessa heims svo sem Bangladess og Filippseyjum. Nei, í olíudansinum er okkur skítsama, græðgi og skammtímasjónarmið ráða för. Svo þegar fréttir berast af hamförum réttum við þeim sem fyrir þeim verða nokkra þúsundkalla til að friða samviskuna og gleymum svo bágindum þessa fólks um leið og fréttaflutningur af þeim hættir. Grátandi og niðurbrotinn fulltrúi Filippseyja á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann bað Vesturlönd að fara að gera eitthvað í loftslagsmálum, virðist engin áhrif hafa haft, þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar einhvers versta fellibyls sem nokkru sinni hefur sést og gekk yfir eyjarnar fyrir skemmstu. Nei, nú skal græða og fitna eins og púkinn á fjósbitanum með aðstoð Norðmanna og Kínverja. Ef loftslag hér á landi verður einhvern tíma hagstætt fyrir ópíum- og kókalaufsframleiðslu, ætla stjórnvöld og fjölmiðlar að hvetja bændur til að snúa sér að slíkri ræktun á þeim forsendum að ef við gerum það ekki, ja þá gera bara einhverjir aðrir það? Skítt með þá sem lenda í neyslunni, þetta er stórgróðadæmi! Nú er það því miður svo að vart verður við snúið, miklar líkur eru til að af olíuvinnslu verði á íslenska helmingi Drekasvæðisins innan næstu tíu ára. Um það hafa íslensk stjórnvöld gert bindandi samninga við þá aðila sem hafa fengið leyfi til olíuleitar á svæðinu. Samningar sem gerðir voru undir forystu Vinstri grænna. Eða á maður að segja Vinstri svartra, með tilvísun til svartra sanda og olíu? Um er rætt að stofna sjóð til að taka við auðlindagjaldinu af olíuvinnslunni, líkt og Norðmenn gera til að tryggja afkomu komandi kynslóða. Hvers virði verða þeir peningar komandi kynslóðum, sem munu berjast við skelfilegar umhverfisafleiðingar þeirrar olíu sem brennt hefur verið? Verða lífvænleg umhverfisgæði keypt fyrir peninga eftir 40-50 ár? Sennilega ekki. Slíkur sjóður lýsir best hugsunarhætti þeirra sem í safna, þ.e. hugsunin nær ekki út fyrir naflann á þeim. Ég ætla því að leyfa mér hér að leggja það til sem eins konar málamiðlun að íslenski olíusjóðurinn verði notaður til fjárfestingar eingöngu í umhverfisiðnaði og til þróunaraðstoðar þeim þjóðum sem verða verst fyrir barðinu á græðgi okkar Íslendinga. Til að fjármagna rannsóknir á sviði endurnýtanlegra orkugjafa og sjálfbærni, fjárfestingar í fyrirtækjum á borð við Tezla Motors, byggingu flóðvarnagarða á Filippseyjum, Bangladess og víðar. Aðeins þannig getum við, að hluta, bætt fyrir græðgi og skammsýni „gróðapunganna“ á meðal okkar. Þannig minnkum við líka mest skaðann fyrir komandi kynslóðir. Þá má einnig leiða að því líkur að umhverfisiðnaðurinn verði einn mikilvægasti og ábatasamasti „bissnessinn“ í komandi framtíð. Slíkur sjóður er því einnig klókt framtak viðskiptalega séð fyrir íslenska þjóð og komandi kynslóðir. Olíuvinnsla á Drekasvæðinu er eitthvert mesta og versta umhverfisvandamál sem Íslendingar koma að. Einhver rofabörð utan við Þjórsárver eða raflína yfir Sprengisand er eins og lítið sandkorn í samanburði. Eins og fulltrúinn frá Filippseyjum, grátbið ég samlanda mína að hugsa málið vandlega áður en gengið verður kringum „gleðinnar olíutunnu“. Kannski kominn tími til að spyrja sig hvort stærðfræðijafnan „hagvöxtur = hamingja“ sé rétt? Ef ekki, hvort viljum við hagvöxt eða hamingju?
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun