Íslendingar vilja græða á kostnað þeirra sem minna mega sín Þröstur Jónsson skrifar 16. janúar 2014 06:00 Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um olíuleit og vinnslu Íslendinga á svonefndu Drekasvæði. Margir ganga með dollaramerkin í augunum og geta vart beðið þeirrar stundar að komast í skjótfenginn skyndigróðann, eins og Íslendingum er einum lagið. Fer þar forsætisráðherra vor, manna fremstur í flokki, m.a. í viðtali í tengslum við ráðstefnu á vegum Austurbrúar fyrir skemmstu. Eins og fyrri daginn eru efasemdaraddir umhverfissinna kveðnar í kútinn og áróður ljósvakafjölmiðlanna er nánast á einn veg; „olía, græða, græða.“ Sömu sögu má segja um fyrirætlanir Íslendinga að stórgræða á þeim náttúruhamförum þegar ísinn hverfur af norðurskautinu. Jafnvel forsetinn gerðist „klappstýra“ þessara afla í nýársávarpi sínu. Í hrunadansinum gleyma menn algjörlega hvað er að gerast hér á móður jörðu sem elur okkur öll. Loftslagsbreytingar eru nú orðnar svo hraðar að ólíklegt má teljast að einhverju versta umhverfisslysi sem mannkyn hefur lent í, verði afstýrt. Það er sama hvert er litið: Eyðing regnskóga nemur hálfum hektara hverja einustu sekúndu. Hlýnun og bráðnun, ekki síst fyrir tilstuðlan kolefnisorkugjafa (svo sem olíu), valda sífellt verri fárviðrum og flóðum sem bitna verst á þeim sem síst skyldi, þ.e. fátækum þjóðum þessa heims svo sem Bangladess og Filippseyjum. Nei, í olíudansinum er okkur skítsama, græðgi og skammtímasjónarmið ráða för. Svo þegar fréttir berast af hamförum réttum við þeim sem fyrir þeim verða nokkra þúsundkalla til að friða samviskuna og gleymum svo bágindum þessa fólks um leið og fréttaflutningur af þeim hættir. Grátandi og niðurbrotinn fulltrúi Filippseyja á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann bað Vesturlönd að fara að gera eitthvað í loftslagsmálum, virðist engin áhrif hafa haft, þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar einhvers versta fellibyls sem nokkru sinni hefur sést og gekk yfir eyjarnar fyrir skemmstu. Nei, nú skal græða og fitna eins og púkinn á fjósbitanum með aðstoð Norðmanna og Kínverja. Ef loftslag hér á landi verður einhvern tíma hagstætt fyrir ópíum- og kókalaufsframleiðslu, ætla stjórnvöld og fjölmiðlar að hvetja bændur til að snúa sér að slíkri ræktun á þeim forsendum að ef við gerum það ekki, ja þá gera bara einhverjir aðrir það? Skítt með þá sem lenda í neyslunni, þetta er stórgróðadæmi! Nú er það því miður svo að vart verður við snúið, miklar líkur eru til að af olíuvinnslu verði á íslenska helmingi Drekasvæðisins innan næstu tíu ára. Um það hafa íslensk stjórnvöld gert bindandi samninga við þá aðila sem hafa fengið leyfi til olíuleitar á svæðinu. Samningar sem gerðir voru undir forystu Vinstri grænna. Eða á maður að segja Vinstri svartra, með tilvísun til svartra sanda og olíu? Um er rætt að stofna sjóð til að taka við auðlindagjaldinu af olíuvinnslunni, líkt og Norðmenn gera til að tryggja afkomu komandi kynslóða. Hvers virði verða þeir peningar komandi kynslóðum, sem munu berjast við skelfilegar umhverfisafleiðingar þeirrar olíu sem brennt hefur verið? Verða lífvænleg umhverfisgæði keypt fyrir peninga eftir 40-50 ár? Sennilega ekki. Slíkur sjóður lýsir best hugsunarhætti þeirra sem í safna, þ.e. hugsunin nær ekki út fyrir naflann á þeim. Ég ætla því að leyfa mér hér að leggja það til sem eins konar málamiðlun að íslenski olíusjóðurinn verði notaður til fjárfestingar eingöngu í umhverfisiðnaði og til þróunaraðstoðar þeim þjóðum sem verða verst fyrir barðinu á græðgi okkar Íslendinga. Til að fjármagna rannsóknir á sviði endurnýtanlegra orkugjafa og sjálfbærni, fjárfestingar í fyrirtækjum á borð við Tezla Motors, byggingu flóðvarnagarða á Filippseyjum, Bangladess og víðar. Aðeins þannig getum við, að hluta, bætt fyrir græðgi og skammsýni „gróðapunganna“ á meðal okkar. Þannig minnkum við líka mest skaðann fyrir komandi kynslóðir. Þá má einnig leiða að því líkur að umhverfisiðnaðurinn verði einn mikilvægasti og ábatasamasti „bissnessinn“ í komandi framtíð. Slíkur sjóður er því einnig klókt framtak viðskiptalega séð fyrir íslenska þjóð og komandi kynslóðir. Olíuvinnsla á Drekasvæðinu er eitthvert mesta og versta umhverfisvandamál sem Íslendingar koma að. Einhver rofabörð utan við Þjórsárver eða raflína yfir Sprengisand er eins og lítið sandkorn í samanburði. Eins og fulltrúinn frá Filippseyjum, grátbið ég samlanda mína að hugsa málið vandlega áður en gengið verður kringum „gleðinnar olíutunnu“. Kannski kominn tími til að spyrja sig hvort stærðfræðijafnan „hagvöxtur = hamingja“ sé rétt? Ef ekki, hvort viljum við hagvöxt eða hamingju? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um olíuleit og vinnslu Íslendinga á svonefndu Drekasvæði. Margir ganga með dollaramerkin í augunum og geta vart beðið þeirrar stundar að komast í skjótfenginn skyndigróðann, eins og Íslendingum er einum lagið. Fer þar forsætisráðherra vor, manna fremstur í flokki, m.a. í viðtali í tengslum við ráðstefnu á vegum Austurbrúar fyrir skemmstu. Eins og fyrri daginn eru efasemdaraddir umhverfissinna kveðnar í kútinn og áróður ljósvakafjölmiðlanna er nánast á einn veg; „olía, græða, græða.“ Sömu sögu má segja um fyrirætlanir Íslendinga að stórgræða á þeim náttúruhamförum þegar ísinn hverfur af norðurskautinu. Jafnvel forsetinn gerðist „klappstýra“ þessara afla í nýársávarpi sínu. Í hrunadansinum gleyma menn algjörlega hvað er að gerast hér á móður jörðu sem elur okkur öll. Loftslagsbreytingar eru nú orðnar svo hraðar að ólíklegt má teljast að einhverju versta umhverfisslysi sem mannkyn hefur lent í, verði afstýrt. Það er sama hvert er litið: Eyðing regnskóga nemur hálfum hektara hverja einustu sekúndu. Hlýnun og bráðnun, ekki síst fyrir tilstuðlan kolefnisorkugjafa (svo sem olíu), valda sífellt verri fárviðrum og flóðum sem bitna verst á þeim sem síst skyldi, þ.e. fátækum þjóðum þessa heims svo sem Bangladess og Filippseyjum. Nei, í olíudansinum er okkur skítsama, græðgi og skammtímasjónarmið ráða för. Svo þegar fréttir berast af hamförum réttum við þeim sem fyrir þeim verða nokkra þúsundkalla til að friða samviskuna og gleymum svo bágindum þessa fólks um leið og fréttaflutningur af þeim hættir. Grátandi og niðurbrotinn fulltrúi Filippseyja á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann bað Vesturlönd að fara að gera eitthvað í loftslagsmálum, virðist engin áhrif hafa haft, þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar einhvers versta fellibyls sem nokkru sinni hefur sést og gekk yfir eyjarnar fyrir skemmstu. Nei, nú skal græða og fitna eins og púkinn á fjósbitanum með aðstoð Norðmanna og Kínverja. Ef loftslag hér á landi verður einhvern tíma hagstætt fyrir ópíum- og kókalaufsframleiðslu, ætla stjórnvöld og fjölmiðlar að hvetja bændur til að snúa sér að slíkri ræktun á þeim forsendum að ef við gerum það ekki, ja þá gera bara einhverjir aðrir það? Skítt með þá sem lenda í neyslunni, þetta er stórgróðadæmi! Nú er það því miður svo að vart verður við snúið, miklar líkur eru til að af olíuvinnslu verði á íslenska helmingi Drekasvæðisins innan næstu tíu ára. Um það hafa íslensk stjórnvöld gert bindandi samninga við þá aðila sem hafa fengið leyfi til olíuleitar á svæðinu. Samningar sem gerðir voru undir forystu Vinstri grænna. Eða á maður að segja Vinstri svartra, með tilvísun til svartra sanda og olíu? Um er rætt að stofna sjóð til að taka við auðlindagjaldinu af olíuvinnslunni, líkt og Norðmenn gera til að tryggja afkomu komandi kynslóða. Hvers virði verða þeir peningar komandi kynslóðum, sem munu berjast við skelfilegar umhverfisafleiðingar þeirrar olíu sem brennt hefur verið? Verða lífvænleg umhverfisgæði keypt fyrir peninga eftir 40-50 ár? Sennilega ekki. Slíkur sjóður lýsir best hugsunarhætti þeirra sem í safna, þ.e. hugsunin nær ekki út fyrir naflann á þeim. Ég ætla því að leyfa mér hér að leggja það til sem eins konar málamiðlun að íslenski olíusjóðurinn verði notaður til fjárfestingar eingöngu í umhverfisiðnaði og til þróunaraðstoðar þeim þjóðum sem verða verst fyrir barðinu á græðgi okkar Íslendinga. Til að fjármagna rannsóknir á sviði endurnýtanlegra orkugjafa og sjálfbærni, fjárfestingar í fyrirtækjum á borð við Tezla Motors, byggingu flóðvarnagarða á Filippseyjum, Bangladess og víðar. Aðeins þannig getum við, að hluta, bætt fyrir græðgi og skammsýni „gróðapunganna“ á meðal okkar. Þannig minnkum við líka mest skaðann fyrir komandi kynslóðir. Þá má einnig leiða að því líkur að umhverfisiðnaðurinn verði einn mikilvægasti og ábatasamasti „bissnessinn“ í komandi framtíð. Slíkur sjóður er því einnig klókt framtak viðskiptalega séð fyrir íslenska þjóð og komandi kynslóðir. Olíuvinnsla á Drekasvæðinu er eitthvert mesta og versta umhverfisvandamál sem Íslendingar koma að. Einhver rofabörð utan við Þjórsárver eða raflína yfir Sprengisand er eins og lítið sandkorn í samanburði. Eins og fulltrúinn frá Filippseyjum, grátbið ég samlanda mína að hugsa málið vandlega áður en gengið verður kringum „gleðinnar olíutunnu“. Kannski kominn tími til að spyrja sig hvort stærðfræðijafnan „hagvöxtur = hamingja“ sé rétt? Ef ekki, hvort viljum við hagvöxt eða hamingju?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar