Stelpan Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 15. janúar 2014 06:00 „Ég varð að hitta á stelpuna,“ sagði ágætur miðaldra samstarfsmaður við mig í vikunni á fundi. Stelpan í þessu tilfelli var ég, 41 árs gamall aðstoðarmaður ráðherra sem daglega sinnir ýmsum óhefðbundnum stelpumálum, þ.e. samgöngumálum, dómsmálum, löggæslumálum, innflytjendamálum, kirkjumálum o.fl. Stelpan er með 20 ára reynslu úr atvinnulífi, fyrirtækjarekstri og stjórnmálum, tvær háskólagráður og á tvö börn. Nú er ekki endilega slæmt að vera stelpan, myndu sumir segja, komin þetta á miðjan aldur. Ætti ég kannski að vera upp með mér?Stillum radarinn rétt Nei, það er ekki gott að vera kölluð stelpan í starfsumhverfi sínu. Í orðinu felast skilaboð um reynsluleysi og áminning um að stelpur séu ekki valdar til áhrifa. Tími þeirra er ekki kominn, þær eru jú bara stelpur, þær þurfa að öðlast meiri reynslu og jafnvel mennta sig betur. Í orðinu felst áminning um að haga sér vel og halda sig til hlés. Þar sem ég vil láta að mér kveða, hafa áhrif og gera samfélagið betra, afþakka ég pent að láta kalla mig stelpu hér eftir.Velji orð sín vel Ég ætla þessum samstarfsmanni mínum ekkert illt, viðkomandi ætlaði líklega ekki að gera lítið úr mér, þvert á móti. Hins vegar óska ég að hann og aðrir velji orðin sín vel. Merking þeirra og skírskotun er því miður svo rótgróin í menningu okkar og hugsun að við tökum ekki sjálf eftir því þegar við segjum eitthvað hjákátlegt sem setur konur niður. Ég stend sjálfa mig oft að slíkum rótgrónum kynjamisréttishugsunum. Lykilatriðið er að taka eftir að maður geri þessi mistök og breyti í rétta átt, stilli radarinn rétt.Veljum konur í forystusætiNú eru fjölmargar mætar konur að bjóða sig fram á framboðlista stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar. Veljum þær í forystusæti, stillum radarinn rétt og minnum okkur og aðra á að konur eru 50% þjóðarinnar. Það er gríðarlega mikilvægt að þær komi að ákvarðanatöku og stefnumótun í sveitarstjórnum í efstu sætum listanna.Stelpan biður að heilsaÖll hljótum við að vera sammála um það að sá hópur sem valinn er til forystu þarf að endurspegla það samfélag sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Munum að ungar konur og já, konur á miðjum aldri eru meira en stelpur – þær búa yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun sem samfélagið hefur ekki efni á að nýta ekki. Og kæri samstarfsmaður – stelpan biður að heilsa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
„Ég varð að hitta á stelpuna,“ sagði ágætur miðaldra samstarfsmaður við mig í vikunni á fundi. Stelpan í þessu tilfelli var ég, 41 árs gamall aðstoðarmaður ráðherra sem daglega sinnir ýmsum óhefðbundnum stelpumálum, þ.e. samgöngumálum, dómsmálum, löggæslumálum, innflytjendamálum, kirkjumálum o.fl. Stelpan er með 20 ára reynslu úr atvinnulífi, fyrirtækjarekstri og stjórnmálum, tvær háskólagráður og á tvö börn. Nú er ekki endilega slæmt að vera stelpan, myndu sumir segja, komin þetta á miðjan aldur. Ætti ég kannski að vera upp með mér?Stillum radarinn rétt Nei, það er ekki gott að vera kölluð stelpan í starfsumhverfi sínu. Í orðinu felast skilaboð um reynsluleysi og áminning um að stelpur séu ekki valdar til áhrifa. Tími þeirra er ekki kominn, þær eru jú bara stelpur, þær þurfa að öðlast meiri reynslu og jafnvel mennta sig betur. Í orðinu felst áminning um að haga sér vel og halda sig til hlés. Þar sem ég vil láta að mér kveða, hafa áhrif og gera samfélagið betra, afþakka ég pent að láta kalla mig stelpu hér eftir.Velji orð sín vel Ég ætla þessum samstarfsmanni mínum ekkert illt, viðkomandi ætlaði líklega ekki að gera lítið úr mér, þvert á móti. Hins vegar óska ég að hann og aðrir velji orðin sín vel. Merking þeirra og skírskotun er því miður svo rótgróin í menningu okkar og hugsun að við tökum ekki sjálf eftir því þegar við segjum eitthvað hjákátlegt sem setur konur niður. Ég stend sjálfa mig oft að slíkum rótgrónum kynjamisréttishugsunum. Lykilatriðið er að taka eftir að maður geri þessi mistök og breyti í rétta átt, stilli radarinn rétt.Veljum konur í forystusætiNú eru fjölmargar mætar konur að bjóða sig fram á framboðlista stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar. Veljum þær í forystusæti, stillum radarinn rétt og minnum okkur og aðra á að konur eru 50% þjóðarinnar. Það er gríðarlega mikilvægt að þær komi að ákvarðanatöku og stefnumótun í sveitarstjórnum í efstu sætum listanna.Stelpan biður að heilsaÖll hljótum við að vera sammála um það að sá hópur sem valinn er til forystu þarf að endurspegla það samfélag sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Munum að ungar konur og já, konur á miðjum aldri eru meira en stelpur – þær búa yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun sem samfélagið hefur ekki efni á að nýta ekki. Og kæri samstarfsmaður – stelpan biður að heilsa!
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun