Stelpan Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 15. janúar 2014 06:00 „Ég varð að hitta á stelpuna,“ sagði ágætur miðaldra samstarfsmaður við mig í vikunni á fundi. Stelpan í þessu tilfelli var ég, 41 árs gamall aðstoðarmaður ráðherra sem daglega sinnir ýmsum óhefðbundnum stelpumálum, þ.e. samgöngumálum, dómsmálum, löggæslumálum, innflytjendamálum, kirkjumálum o.fl. Stelpan er með 20 ára reynslu úr atvinnulífi, fyrirtækjarekstri og stjórnmálum, tvær háskólagráður og á tvö börn. Nú er ekki endilega slæmt að vera stelpan, myndu sumir segja, komin þetta á miðjan aldur. Ætti ég kannski að vera upp með mér?Stillum radarinn rétt Nei, það er ekki gott að vera kölluð stelpan í starfsumhverfi sínu. Í orðinu felast skilaboð um reynsluleysi og áminning um að stelpur séu ekki valdar til áhrifa. Tími þeirra er ekki kominn, þær eru jú bara stelpur, þær þurfa að öðlast meiri reynslu og jafnvel mennta sig betur. Í orðinu felst áminning um að haga sér vel og halda sig til hlés. Þar sem ég vil láta að mér kveða, hafa áhrif og gera samfélagið betra, afþakka ég pent að láta kalla mig stelpu hér eftir.Velji orð sín vel Ég ætla þessum samstarfsmanni mínum ekkert illt, viðkomandi ætlaði líklega ekki að gera lítið úr mér, þvert á móti. Hins vegar óska ég að hann og aðrir velji orðin sín vel. Merking þeirra og skírskotun er því miður svo rótgróin í menningu okkar og hugsun að við tökum ekki sjálf eftir því þegar við segjum eitthvað hjákátlegt sem setur konur niður. Ég stend sjálfa mig oft að slíkum rótgrónum kynjamisréttishugsunum. Lykilatriðið er að taka eftir að maður geri þessi mistök og breyti í rétta átt, stilli radarinn rétt.Veljum konur í forystusætiNú eru fjölmargar mætar konur að bjóða sig fram á framboðlista stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar. Veljum þær í forystusæti, stillum radarinn rétt og minnum okkur og aðra á að konur eru 50% þjóðarinnar. Það er gríðarlega mikilvægt að þær komi að ákvarðanatöku og stefnumótun í sveitarstjórnum í efstu sætum listanna.Stelpan biður að heilsaÖll hljótum við að vera sammála um það að sá hópur sem valinn er til forystu þarf að endurspegla það samfélag sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Munum að ungar konur og já, konur á miðjum aldri eru meira en stelpur – þær búa yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun sem samfélagið hefur ekki efni á að nýta ekki. Og kæri samstarfsmaður – stelpan biður að heilsa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
„Ég varð að hitta á stelpuna,“ sagði ágætur miðaldra samstarfsmaður við mig í vikunni á fundi. Stelpan í þessu tilfelli var ég, 41 árs gamall aðstoðarmaður ráðherra sem daglega sinnir ýmsum óhefðbundnum stelpumálum, þ.e. samgöngumálum, dómsmálum, löggæslumálum, innflytjendamálum, kirkjumálum o.fl. Stelpan er með 20 ára reynslu úr atvinnulífi, fyrirtækjarekstri og stjórnmálum, tvær háskólagráður og á tvö börn. Nú er ekki endilega slæmt að vera stelpan, myndu sumir segja, komin þetta á miðjan aldur. Ætti ég kannski að vera upp með mér?Stillum radarinn rétt Nei, það er ekki gott að vera kölluð stelpan í starfsumhverfi sínu. Í orðinu felast skilaboð um reynsluleysi og áminning um að stelpur séu ekki valdar til áhrifa. Tími þeirra er ekki kominn, þær eru jú bara stelpur, þær þurfa að öðlast meiri reynslu og jafnvel mennta sig betur. Í orðinu felst áminning um að haga sér vel og halda sig til hlés. Þar sem ég vil láta að mér kveða, hafa áhrif og gera samfélagið betra, afþakka ég pent að láta kalla mig stelpu hér eftir.Velji orð sín vel Ég ætla þessum samstarfsmanni mínum ekkert illt, viðkomandi ætlaði líklega ekki að gera lítið úr mér, þvert á móti. Hins vegar óska ég að hann og aðrir velji orðin sín vel. Merking þeirra og skírskotun er því miður svo rótgróin í menningu okkar og hugsun að við tökum ekki sjálf eftir því þegar við segjum eitthvað hjákátlegt sem setur konur niður. Ég stend sjálfa mig oft að slíkum rótgrónum kynjamisréttishugsunum. Lykilatriðið er að taka eftir að maður geri þessi mistök og breyti í rétta átt, stilli radarinn rétt.Veljum konur í forystusætiNú eru fjölmargar mætar konur að bjóða sig fram á framboðlista stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar. Veljum þær í forystusæti, stillum radarinn rétt og minnum okkur og aðra á að konur eru 50% þjóðarinnar. Það er gríðarlega mikilvægt að þær komi að ákvarðanatöku og stefnumótun í sveitarstjórnum í efstu sætum listanna.Stelpan biður að heilsaÖll hljótum við að vera sammála um það að sá hópur sem valinn er til forystu þarf að endurspegla það samfélag sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Munum að ungar konur og já, konur á miðjum aldri eru meira en stelpur – þær búa yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun sem samfélagið hefur ekki efni á að nýta ekki. Og kæri samstarfsmaður – stelpan biður að heilsa!
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun