Gömlu leiktjöldin dregin frá Arnar G. Hjaltalín skrifar 14. janúar 2014 07:00 Nú keppast aðilar nýgerðs kjarasamnings við að dusta rykið af gömlu leiktjöldunum sem sett hafa verið upp við gerð kjarasamninga undanfarinna ára. Leiktjöld sem reyndar gleymdist eitt andartak að draga frá áður en blekið var þornað á nýundirskrifuðum samningum. Hækkanir eru þegar byrjaðar að skella á okkur af fullum þunga. Hver kannast ekki við orðaleppana „stöðugt verðlag, aukinn kaupmáttur, axla ábyrgð“ og svo mætti lengi telja. Sannleikurinn er sá að einu sem axla ábyrgðina eru þeir sem minnst hafa úr að spila í þjóðfélaginu. Við skulum ekki gleyma árangri síðustu þjóðarsáttar sem sést á meðfylgjandi súluriti. Þar sést að laun og þá kaupmáttur er minnstur á Íslandi af öllum löndum í vestan- og norðanverðri Evrópu:Nú ætla „góðu“ fyrirtækin að draga hækkanir til baka og jafnvel lækka vöruverð á sumum innfluttum vörum. Þau áttu að vera búin að lækka verð fyrir löngu, því krónan hefur styrkst afar mikið á undanförnum mánuðum eins og sést á meðfylgjandi línuriti.Sumir forhertir aðrir tannlausir Önnur fyrirtæki og ríkið sýna sitt rétta andlit, sum forherðast bara og neita að draga hækkanir til baka, og svo eru aðilar líka að setja skilyrði fyrir að draga hækkanir til baka. Notað er sem afsökun fyrir allt að 7% hækkun vöruverðs að innkaupsverð hafi hækkað svo mikið! En þau rök eru ekki sögð duga heimilunum í landinu, innkaupsverð nauðsynja þeirra hafa hækkað afar mikið og sumt mun meira en þessi 7%, svo ekki sé talað um leiguverð, afborganir lána og annað sem til fellur. En það er greinilega ekki sama hvort það er almenningur sem á í hlut eða þeir sem auðinn eiga fyrir, alltaf skulu hagsmunir almennings víkja. Ekki nema von að ástandið sé orðið svona, launþegahreyfingin hefur ekki sýnt tennurnar í áratugi, mætti halda að hún væri orðin tannlaus. Enda hafa rúm 30% þjóðarinnar ekki efni á að leita sér læknis og tannlæknir er munaður handan sjóndeildarhringsins fyrir það fólk.Hvað tekur nú við? Af reynslu samninga undanfarinna ára þá mun eftirfarandi gerast fljótlega verði samningurinn samþykktur: Kjararáð úrskurðar alþingismönnum, ráðherrum og öðru hálaunafólki 10-20% launahækkanir. Kennarar og háskólamenntað fólk í vinnu hjá ríkinu mun fá sínar sanngjörnu hækkanir, en þær verða tugum prósenta yfir okkar. Heimsmarkaðsverð á ýmsum vörum mun hækka sem leiðir til „óhjákvæmilegrar hækkunar“ á vörum og þjónustu. En við verðum föst inni okkar samningi í eitt ár og búið að gefa út veiðileyfi á peningaveskin okkar, því búið verður að draga leiktjöldin fyrir.Hjarðhegðunin Þrátt fyrir að aðilar samningsins hafi vitað að eigin sögn að verðlagsforsendur myndu ekki standast eins og lagt var upp í samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þeir sem minnst hafa fyrir, fái minnst út úr samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þetta þýði áfram aukið launamisrétti milli karla og kvenna var samt skrifað undir. Það fór í gang gamalkunnug hjarðhegðun hjá aðilum vinnumarkaðarins sem tryggir að við munum halda áfram að verða með einna lægstu laun í Evrópu hér á Íslandi. En þeir sem taka sig út úr hjörðinni og segja sannleikann eru kallaðir lýðskrumarar. Það er aðeins ein leið til að fyrirbyggja þetta. Sýna ábyrga afstöðu og fella samninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Nú keppast aðilar nýgerðs kjarasamnings við að dusta rykið af gömlu leiktjöldunum sem sett hafa verið upp við gerð kjarasamninga undanfarinna ára. Leiktjöld sem reyndar gleymdist eitt andartak að draga frá áður en blekið var þornað á nýundirskrifuðum samningum. Hækkanir eru þegar byrjaðar að skella á okkur af fullum þunga. Hver kannast ekki við orðaleppana „stöðugt verðlag, aukinn kaupmáttur, axla ábyrgð“ og svo mætti lengi telja. Sannleikurinn er sá að einu sem axla ábyrgðina eru þeir sem minnst hafa úr að spila í þjóðfélaginu. Við skulum ekki gleyma árangri síðustu þjóðarsáttar sem sést á meðfylgjandi súluriti. Þar sést að laun og þá kaupmáttur er minnstur á Íslandi af öllum löndum í vestan- og norðanverðri Evrópu:Nú ætla „góðu“ fyrirtækin að draga hækkanir til baka og jafnvel lækka vöruverð á sumum innfluttum vörum. Þau áttu að vera búin að lækka verð fyrir löngu, því krónan hefur styrkst afar mikið á undanförnum mánuðum eins og sést á meðfylgjandi línuriti.Sumir forhertir aðrir tannlausir Önnur fyrirtæki og ríkið sýna sitt rétta andlit, sum forherðast bara og neita að draga hækkanir til baka, og svo eru aðilar líka að setja skilyrði fyrir að draga hækkanir til baka. Notað er sem afsökun fyrir allt að 7% hækkun vöruverðs að innkaupsverð hafi hækkað svo mikið! En þau rök eru ekki sögð duga heimilunum í landinu, innkaupsverð nauðsynja þeirra hafa hækkað afar mikið og sumt mun meira en þessi 7%, svo ekki sé talað um leiguverð, afborganir lána og annað sem til fellur. En það er greinilega ekki sama hvort það er almenningur sem á í hlut eða þeir sem auðinn eiga fyrir, alltaf skulu hagsmunir almennings víkja. Ekki nema von að ástandið sé orðið svona, launþegahreyfingin hefur ekki sýnt tennurnar í áratugi, mætti halda að hún væri orðin tannlaus. Enda hafa rúm 30% þjóðarinnar ekki efni á að leita sér læknis og tannlæknir er munaður handan sjóndeildarhringsins fyrir það fólk.Hvað tekur nú við? Af reynslu samninga undanfarinna ára þá mun eftirfarandi gerast fljótlega verði samningurinn samþykktur: Kjararáð úrskurðar alþingismönnum, ráðherrum og öðru hálaunafólki 10-20% launahækkanir. Kennarar og háskólamenntað fólk í vinnu hjá ríkinu mun fá sínar sanngjörnu hækkanir, en þær verða tugum prósenta yfir okkar. Heimsmarkaðsverð á ýmsum vörum mun hækka sem leiðir til „óhjákvæmilegrar hækkunar“ á vörum og þjónustu. En við verðum föst inni okkar samningi í eitt ár og búið að gefa út veiðileyfi á peningaveskin okkar, því búið verður að draga leiktjöldin fyrir.Hjarðhegðunin Þrátt fyrir að aðilar samningsins hafi vitað að eigin sögn að verðlagsforsendur myndu ekki standast eins og lagt var upp í samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þeir sem minnst hafa fyrir, fái minnst út úr samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þetta þýði áfram aukið launamisrétti milli karla og kvenna var samt skrifað undir. Það fór í gang gamalkunnug hjarðhegðun hjá aðilum vinnumarkaðarins sem tryggir að við munum halda áfram að verða með einna lægstu laun í Evrópu hér á Íslandi. En þeir sem taka sig út úr hjörðinni og segja sannleikann eru kallaðir lýðskrumarar. Það er aðeins ein leið til að fyrirbyggja þetta. Sýna ábyrga afstöðu og fella samninginn.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun