Gömlu leiktjöldin dregin frá Arnar G. Hjaltalín skrifar 14. janúar 2014 07:00 Nú keppast aðilar nýgerðs kjarasamnings við að dusta rykið af gömlu leiktjöldunum sem sett hafa verið upp við gerð kjarasamninga undanfarinna ára. Leiktjöld sem reyndar gleymdist eitt andartak að draga frá áður en blekið var þornað á nýundirskrifuðum samningum. Hækkanir eru þegar byrjaðar að skella á okkur af fullum þunga. Hver kannast ekki við orðaleppana „stöðugt verðlag, aukinn kaupmáttur, axla ábyrgð“ og svo mætti lengi telja. Sannleikurinn er sá að einu sem axla ábyrgðina eru þeir sem minnst hafa úr að spila í þjóðfélaginu. Við skulum ekki gleyma árangri síðustu þjóðarsáttar sem sést á meðfylgjandi súluriti. Þar sést að laun og þá kaupmáttur er minnstur á Íslandi af öllum löndum í vestan- og norðanverðri Evrópu:Nú ætla „góðu“ fyrirtækin að draga hækkanir til baka og jafnvel lækka vöruverð á sumum innfluttum vörum. Þau áttu að vera búin að lækka verð fyrir löngu, því krónan hefur styrkst afar mikið á undanförnum mánuðum eins og sést á meðfylgjandi línuriti.Sumir forhertir aðrir tannlausir Önnur fyrirtæki og ríkið sýna sitt rétta andlit, sum forherðast bara og neita að draga hækkanir til baka, og svo eru aðilar líka að setja skilyrði fyrir að draga hækkanir til baka. Notað er sem afsökun fyrir allt að 7% hækkun vöruverðs að innkaupsverð hafi hækkað svo mikið! En þau rök eru ekki sögð duga heimilunum í landinu, innkaupsverð nauðsynja þeirra hafa hækkað afar mikið og sumt mun meira en þessi 7%, svo ekki sé talað um leiguverð, afborganir lána og annað sem til fellur. En það er greinilega ekki sama hvort það er almenningur sem á í hlut eða þeir sem auðinn eiga fyrir, alltaf skulu hagsmunir almennings víkja. Ekki nema von að ástandið sé orðið svona, launþegahreyfingin hefur ekki sýnt tennurnar í áratugi, mætti halda að hún væri orðin tannlaus. Enda hafa rúm 30% þjóðarinnar ekki efni á að leita sér læknis og tannlæknir er munaður handan sjóndeildarhringsins fyrir það fólk.Hvað tekur nú við? Af reynslu samninga undanfarinna ára þá mun eftirfarandi gerast fljótlega verði samningurinn samþykktur: Kjararáð úrskurðar alþingismönnum, ráðherrum og öðru hálaunafólki 10-20% launahækkanir. Kennarar og háskólamenntað fólk í vinnu hjá ríkinu mun fá sínar sanngjörnu hækkanir, en þær verða tugum prósenta yfir okkar. Heimsmarkaðsverð á ýmsum vörum mun hækka sem leiðir til „óhjákvæmilegrar hækkunar“ á vörum og þjónustu. En við verðum föst inni okkar samningi í eitt ár og búið að gefa út veiðileyfi á peningaveskin okkar, því búið verður að draga leiktjöldin fyrir.Hjarðhegðunin Þrátt fyrir að aðilar samningsins hafi vitað að eigin sögn að verðlagsforsendur myndu ekki standast eins og lagt var upp í samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þeir sem minnst hafa fyrir, fái minnst út úr samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þetta þýði áfram aukið launamisrétti milli karla og kvenna var samt skrifað undir. Það fór í gang gamalkunnug hjarðhegðun hjá aðilum vinnumarkaðarins sem tryggir að við munum halda áfram að verða með einna lægstu laun í Evrópu hér á Íslandi. En þeir sem taka sig út úr hjörðinni og segja sannleikann eru kallaðir lýðskrumarar. Það er aðeins ein leið til að fyrirbyggja þetta. Sýna ábyrga afstöðu og fella samninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nú keppast aðilar nýgerðs kjarasamnings við að dusta rykið af gömlu leiktjöldunum sem sett hafa verið upp við gerð kjarasamninga undanfarinna ára. Leiktjöld sem reyndar gleymdist eitt andartak að draga frá áður en blekið var þornað á nýundirskrifuðum samningum. Hækkanir eru þegar byrjaðar að skella á okkur af fullum þunga. Hver kannast ekki við orðaleppana „stöðugt verðlag, aukinn kaupmáttur, axla ábyrgð“ og svo mætti lengi telja. Sannleikurinn er sá að einu sem axla ábyrgðina eru þeir sem minnst hafa úr að spila í þjóðfélaginu. Við skulum ekki gleyma árangri síðustu þjóðarsáttar sem sést á meðfylgjandi súluriti. Þar sést að laun og þá kaupmáttur er minnstur á Íslandi af öllum löndum í vestan- og norðanverðri Evrópu:Nú ætla „góðu“ fyrirtækin að draga hækkanir til baka og jafnvel lækka vöruverð á sumum innfluttum vörum. Þau áttu að vera búin að lækka verð fyrir löngu, því krónan hefur styrkst afar mikið á undanförnum mánuðum eins og sést á meðfylgjandi línuriti.Sumir forhertir aðrir tannlausir Önnur fyrirtæki og ríkið sýna sitt rétta andlit, sum forherðast bara og neita að draga hækkanir til baka, og svo eru aðilar líka að setja skilyrði fyrir að draga hækkanir til baka. Notað er sem afsökun fyrir allt að 7% hækkun vöruverðs að innkaupsverð hafi hækkað svo mikið! En þau rök eru ekki sögð duga heimilunum í landinu, innkaupsverð nauðsynja þeirra hafa hækkað afar mikið og sumt mun meira en þessi 7%, svo ekki sé talað um leiguverð, afborganir lána og annað sem til fellur. En það er greinilega ekki sama hvort það er almenningur sem á í hlut eða þeir sem auðinn eiga fyrir, alltaf skulu hagsmunir almennings víkja. Ekki nema von að ástandið sé orðið svona, launþegahreyfingin hefur ekki sýnt tennurnar í áratugi, mætti halda að hún væri orðin tannlaus. Enda hafa rúm 30% þjóðarinnar ekki efni á að leita sér læknis og tannlæknir er munaður handan sjóndeildarhringsins fyrir það fólk.Hvað tekur nú við? Af reynslu samninga undanfarinna ára þá mun eftirfarandi gerast fljótlega verði samningurinn samþykktur: Kjararáð úrskurðar alþingismönnum, ráðherrum og öðru hálaunafólki 10-20% launahækkanir. Kennarar og háskólamenntað fólk í vinnu hjá ríkinu mun fá sínar sanngjörnu hækkanir, en þær verða tugum prósenta yfir okkar. Heimsmarkaðsverð á ýmsum vörum mun hækka sem leiðir til „óhjákvæmilegrar hækkunar“ á vörum og þjónustu. En við verðum föst inni okkar samningi í eitt ár og búið að gefa út veiðileyfi á peningaveskin okkar, því búið verður að draga leiktjöldin fyrir.Hjarðhegðunin Þrátt fyrir að aðilar samningsins hafi vitað að eigin sögn að verðlagsforsendur myndu ekki standast eins og lagt var upp í samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þeir sem minnst hafa fyrir, fái minnst út úr samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þetta þýði áfram aukið launamisrétti milli karla og kvenna var samt skrifað undir. Það fór í gang gamalkunnug hjarðhegðun hjá aðilum vinnumarkaðarins sem tryggir að við munum halda áfram að verða með einna lægstu laun í Evrópu hér á Íslandi. En þeir sem taka sig út úr hjörðinni og segja sannleikann eru kallaðir lýðskrumarar. Það er aðeins ein leið til að fyrirbyggja þetta. Sýna ábyrga afstöðu og fella samninginn.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun