Utan vallar: Hvaða kröfur er hægt að gera til íslenska liðsins á EM? Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 11. janúar 2014 08:00 Aron Pálmarsson. Mynd/NordicPhotos/Getty Það er erfitt að gera miklar kröfur til íslenska landsliðsins á EM sem hefst á morgun. Lykilmenn vantar í liðið, fleiri lykilmenn eru tæpir vegna meiðsla og enn fleiri leikmenn spila lítið með sínum félagsliðum. Staðan er ekkert sérstaklega góð í dag. Það verður að viðurkennast. Þeir tímar að Ísland dreymi um verðlaun á stórmóti eru búnir. Í bili að minnsta kosti. Varnarleikurinn er stóri hausverkurinn. Það hægist á Sverre með hverju árinu og hann mun ekki hafa Ingimund við hlið sér. Vignir er að glíma við meiðsli og því gæti hinn óreyndi Bjarki Már Gunnarsson þurft að taka á sig stórt hlutverk í vörninni á mótinu. Það er erfitt verk að smíða saman nýja vörn korteri fyrir stórmót. Við sáum á æfingamótinu um síðustu helgi að þar var talsvert verk enn eftir óunnið. Þrátt fyrir það er enn talsverð reynsla í liðinu og nóg af hæfileikamönnum. Á milli stanganna er einn besti markvörður þýsku deildarinnar í vetur, Björgvin Páll. Aron Pálmarsson er einn besti leikmaður heims og leikstjórnandinn Snorri Steinn er í flottu formi og spilar mikið. Margir af ungu mönnunum lofa síðan góðu og núna þurfa þeir að sýna og sanna að þeir hafi það sem til þarf. Svo eigum við gæðamenn í hornum og inni á línu. Íslenska liðið fer því nokkuð pressulaust á mótið. Það er nefnilega frekar auðvelt að afsaka slakt gengi ef allt fer til fjandans í Álaborg. Ég veit samt að slíkur hugsanagangur er ekki til staðar hjá strákunum okkar. Þeir ætla að selja sig dýrt í Danmörku. Þeir verða brjálaðir ef þeir komast ekki upp úr riðlinum og munu ekki vilja afsaka sig. Það er þessi þankagangur sem er styrkleiki liðsins meðal annars. Menn munu berjast eins og grenjandi ljón fyrir hverjum bolta. Það vilja allir sýna hvað þeir geta og við höfum áður séð löskuð íslensk lið koma skemmtilega á óvart. Þó svo að ekki sé hægt að gera miklar kröfur að þessu sinni er lágmarkskrafa að mínu mati að komast upp úr riðlinum. Annað væru vonbrigði. Ísland á góða möguleika gegn bæði Noregi og Ungverjalandi og það gæti dugað að vinna annan hvorn leikinn. Bæði lið eru að glíma við erfiðleika rétt eins og íslenska liðið. Ísland hefur ekkert í Spánverja að gera eins og staðan er í dag. Það lið er einfaldlega í allt öðrum gæðaflokki. Eins og það er erfitt að komast í milliriðil þá blasir við ný staða ef liðið kemst þangað. Þá mætir það liðum sem það á einnig möguleika gegn, að Dönum undanskildum. Þá væri hægt að berjast um að komast í leikinn um fimmta eða sjöunda sætið. Að enda í topp átta væri flottur árangur. Vonandi ná strákarnir okkar að gleðja landsmenn eins og svo oft áður í janúar. EM 2014 karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Það er erfitt að gera miklar kröfur til íslenska landsliðsins á EM sem hefst á morgun. Lykilmenn vantar í liðið, fleiri lykilmenn eru tæpir vegna meiðsla og enn fleiri leikmenn spila lítið með sínum félagsliðum. Staðan er ekkert sérstaklega góð í dag. Það verður að viðurkennast. Þeir tímar að Ísland dreymi um verðlaun á stórmóti eru búnir. Í bili að minnsta kosti. Varnarleikurinn er stóri hausverkurinn. Það hægist á Sverre með hverju árinu og hann mun ekki hafa Ingimund við hlið sér. Vignir er að glíma við meiðsli og því gæti hinn óreyndi Bjarki Már Gunnarsson þurft að taka á sig stórt hlutverk í vörninni á mótinu. Það er erfitt verk að smíða saman nýja vörn korteri fyrir stórmót. Við sáum á æfingamótinu um síðustu helgi að þar var talsvert verk enn eftir óunnið. Þrátt fyrir það er enn talsverð reynsla í liðinu og nóg af hæfileikamönnum. Á milli stanganna er einn besti markvörður þýsku deildarinnar í vetur, Björgvin Páll. Aron Pálmarsson er einn besti leikmaður heims og leikstjórnandinn Snorri Steinn er í flottu formi og spilar mikið. Margir af ungu mönnunum lofa síðan góðu og núna þurfa þeir að sýna og sanna að þeir hafi það sem til þarf. Svo eigum við gæðamenn í hornum og inni á línu. Íslenska liðið fer því nokkuð pressulaust á mótið. Það er nefnilega frekar auðvelt að afsaka slakt gengi ef allt fer til fjandans í Álaborg. Ég veit samt að slíkur hugsanagangur er ekki til staðar hjá strákunum okkar. Þeir ætla að selja sig dýrt í Danmörku. Þeir verða brjálaðir ef þeir komast ekki upp úr riðlinum og munu ekki vilja afsaka sig. Það er þessi þankagangur sem er styrkleiki liðsins meðal annars. Menn munu berjast eins og grenjandi ljón fyrir hverjum bolta. Það vilja allir sýna hvað þeir geta og við höfum áður séð löskuð íslensk lið koma skemmtilega á óvart. Þó svo að ekki sé hægt að gera miklar kröfur að þessu sinni er lágmarkskrafa að mínu mati að komast upp úr riðlinum. Annað væru vonbrigði. Ísland á góða möguleika gegn bæði Noregi og Ungverjalandi og það gæti dugað að vinna annan hvorn leikinn. Bæði lið eru að glíma við erfiðleika rétt eins og íslenska liðið. Ísland hefur ekkert í Spánverja að gera eins og staðan er í dag. Það lið er einfaldlega í allt öðrum gæðaflokki. Eins og það er erfitt að komast í milliriðil þá blasir við ný staða ef liðið kemst þangað. Þá mætir það liðum sem það á einnig möguleika gegn, að Dönum undanskildum. Þá væri hægt að berjast um að komast í leikinn um fimmta eða sjöunda sætið. Að enda í topp átta væri flottur árangur. Vonandi ná strákarnir okkar að gleðja landsmenn eins og svo oft áður í janúar.
EM 2014 karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira