Mikil stækkun á núverandi friðlandi Þjórsárvera Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 8. janúar 2014 06:00 Tillaga um ný mörk mikillar stækkunar núverandi friðlands Þjórsárvera, sem Umhverfisstofnun hefur unnið að undanfarna mánuði var nýverið send tveimur sveitarfélögum. Tillagan er send í kjölfar ábendinga sem fram komu í sumar við lokafrágang friðlýsingarinnar um að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem var settur í verndarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar. Mörkin hefðu þannig útilokað aðra hugsanlega kosti fyrir utan friðlandið sem á eftir að skilgreina, meta og flokka og komu upp álitamál varðandi lögmæti slíks gjörnings. Rétt er að taka fram að friðlandsmörkin eru ekki dregin upp í rammaáætluninni sjálfri heldur útfærð í samvinnu við sveitarfélög utan um þau svæði sem eiga að njóta verndunar samkvæmt rammaáætlun. Er ljóst að stækkað friðland í Þjórsárverum til suðurs samkvæmt nýrri tillögu að friðlýsingarmörkunum útilokar klárlega Norðlingaölduveitu eins og sá virkjunarkostur var skilgreindur í 2. áfanga rammaáætlunar. Friðlýsingartillagan felur í sér gríðarmikla stækkun á núverandi friðlandi, sem tekur yfir landsvæði sunnan og austan Hofsjökuls, allan Hofsjökul og svæðið mun falla að friðlandinu Guðlaugstungum norðanmegin. Innan friðlandsins verða m.a. Eyvafen og lítt röskuð víðerni vestan Þjórsár, sem hafa hátt verndargildi, m.a. á alþjóðlega vísu enda skilgreind Ramsar-svæði. Má þess einnig geta að unnið er að friðlýsingu landsvæða í Kerlingarfjöllum sem liggja vestan við hið nýja friðland Þjórsárvera. Þannig er stefnt að því að vernda til framtíðar stórt svæði á miðhálendinu, sem tekur yfir stórkostleg náttúruverðmæti. Þessi víðerni bjóða upp á einstök tækifæri á sviði ferðaþjónustu innan sveitarfélaga sem hlut eiga að máli. Berist verkefnastjórn rammaáætlunar beiðni um að skoða aðra kosti utan marka friðlandsins neðar í Þjórsá þurfa þeir að fara í gegnum mat faghópa sem verkefnastjórn rammaáætlunar skipar og víðtæk umsagnarferli þar sem öllum gefst tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum. Við mat á slíkum virkjunarkosti þyrfti að taka til skoðunar áhrif lóns við friðlandsmörk, fossa í Þjórsá og það svæði sem talið er rétt að njóti friðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Tillaga um ný mörk mikillar stækkunar núverandi friðlands Þjórsárvera, sem Umhverfisstofnun hefur unnið að undanfarna mánuði var nýverið send tveimur sveitarfélögum. Tillagan er send í kjölfar ábendinga sem fram komu í sumar við lokafrágang friðlýsingarinnar um að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem var settur í verndarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar. Mörkin hefðu þannig útilokað aðra hugsanlega kosti fyrir utan friðlandið sem á eftir að skilgreina, meta og flokka og komu upp álitamál varðandi lögmæti slíks gjörnings. Rétt er að taka fram að friðlandsmörkin eru ekki dregin upp í rammaáætluninni sjálfri heldur útfærð í samvinnu við sveitarfélög utan um þau svæði sem eiga að njóta verndunar samkvæmt rammaáætlun. Er ljóst að stækkað friðland í Þjórsárverum til suðurs samkvæmt nýrri tillögu að friðlýsingarmörkunum útilokar klárlega Norðlingaölduveitu eins og sá virkjunarkostur var skilgreindur í 2. áfanga rammaáætlunar. Friðlýsingartillagan felur í sér gríðarmikla stækkun á núverandi friðlandi, sem tekur yfir landsvæði sunnan og austan Hofsjökuls, allan Hofsjökul og svæðið mun falla að friðlandinu Guðlaugstungum norðanmegin. Innan friðlandsins verða m.a. Eyvafen og lítt röskuð víðerni vestan Þjórsár, sem hafa hátt verndargildi, m.a. á alþjóðlega vísu enda skilgreind Ramsar-svæði. Má þess einnig geta að unnið er að friðlýsingu landsvæða í Kerlingarfjöllum sem liggja vestan við hið nýja friðland Þjórsárvera. Þannig er stefnt að því að vernda til framtíðar stórt svæði á miðhálendinu, sem tekur yfir stórkostleg náttúruverðmæti. Þessi víðerni bjóða upp á einstök tækifæri á sviði ferðaþjónustu innan sveitarfélaga sem hlut eiga að máli. Berist verkefnastjórn rammaáætlunar beiðni um að skoða aðra kosti utan marka friðlandsins neðar í Þjórsá þurfa þeir að fara í gegnum mat faghópa sem verkefnastjórn rammaáætlunar skipar og víðtæk umsagnarferli þar sem öllum gefst tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum. Við mat á slíkum virkjunarkosti þyrfti að taka til skoðunar áhrif lóns við friðlandsmörk, fossa í Þjórsá og það svæði sem talið er rétt að njóti friðunar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar