Opið bréf til fyrrum félaga í Samtökum íþróttafréttamanna Una María Óskarsdóttir skrifar 2. janúar 2014 00:00 Ágætu íþróttafréttamenn. Með þessu bréfi vil ég hvetja ykkur til þess að breyta kjöri ykkar á íþróttamanni ársins, eins og ég hef reynt að gera áður. Á árunum 1991 og 1992, er ég var ritstjóri Skinfaxa og meðlimur Samtaka íþróttafréttanna, lagði ég TVISVAR fram tillögu í samtökunum um að valinn yrði íþróttakarl ársins og íþróttakona ársins. Nokkrir í samtökunum voru sammála mér um að stíga þetta mikilvæga jafnréttisskref til hagsbóta fyrir ungar stúlkur og konur í íþróttum. Allt kom þó fyrir ekki og voru tillögurnar felldar í bæði skiptin. Rökin voru m.a. þau að ekki mætti hrófla við reglugerð sem gilti um gamla verðlaunagripinn sem afhenda skyldi í 50 ár. Ný reglugerð var sett um val á íþróttamanni ársins og til viðbótar er valið lið ársins og þjálfari ársins. Hvers vegna í ósköpunum breyttuð þið ekki líka valinu á íþróttamanni ársins í íþróttakarl ársins og íþróttakonu ársins? Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, flutti ágæta ræðu við útnefningu á íþróttamanni ársins 2013. Hann talaði m.a. um að íþróttir skipuðu mikilvægan sess í íslensku þjóðfélagi og að flestir foreldrar væru meðvitaðir um forvarnagildi íþrótta og mikilvægi þeirra. Hann sagði ennfremur að fjölmiðlar hefðu mikilvægu hlutverki að gegna í uppbyggingu íþrótta hér á landi og að í þeim birtust t.d. fyrirmyndirnar, afreksfólkið sem ár hvert er heiðrað. Þetta er einmitt mergur málsins og orð að sönnu hjá formanninum! Því er erfitt að skilja hvers vegna Samtök íþróttafréttamanna hafa ekki ennþá, eftir 57 ára starf, breytt kjöri sínu. Spilar þar inn í að samtökin eru skipuð 22 karlmönnum, en engri konu?Aðeins fjórar fengið titilinn Allt frá upphafi, í 57 ár, hafa konur verið fáar í hópi 10 efstu og aðeins 4 konur hafa hlotið titilinn, en 53 karlar. Konurnar eru; Sigríður Sigurðardóttir handknattleikskona árið 1964, Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona 1991, Vala Flosadóttir frjálsíþróttakona 2000 og Lára Margrét Viðarsdóttir knattspyrnukona 2007. Það þýðir m.a. að ungar stúlkur hafa fengið færri fyrirmyndir í íþróttum en drengir og er það miður. Íþróttir og hreyfing eiga að skipa stóran sess hjá öllum og það er mjög mikilvægt að sem flestir átti sig á hvað iðkun íþrótta hefur mikið forvarnargildi fyrir bæði kynin, okkur öll og stuðlar að bættri heilsu. Hreyfing getur forðað okkur frá fjölmörgum sjúkdómum og aukið vellíðan og lífslíkur okkar til muna. Foreldrar hafa sérstaklega mikilvægu uppeldishlutverki að gegna við að hvetja bæði syni og dætur til að leggja stund á hreyfingu. Fjölmiðlar hafa einnig mikilvægu hlutverki að gegna. Það eruð einmitt þið íþróttafréttamenn sem m.a. kynnið fyrir börnum og unglingum, drengjum og stúlkum hverjar þessar fyrirmyndir eru. Því miður hefur ekki verið jafnvægi í umfjöllun ykkar um íþróttir karla og kvenna. Drengir fá fleiri fyrirmyndir til að líkja eftir. Er það svo að þeir 22 karlar sem skipa Samtök íþróttafréttamanna hafi meiri áhuga á íþróttum karla en kvenna?Fleiri fyrirmyndir Kenningar um félagslegt nám sýna að afrek eru ekki einungis genabundin, heldur einnig lærð hegðun. Börn og unglingar fylgjast með fyrirmyndum, oftar af eigin kyni, fá áhuga á að líkja eftir þeim og æfa sig. Fleiri atriði þurfa þó einnig að vera til staðar til þess að afrek verði unnið, eins og gott atgervi, stuðningur og fleira. Konur og karlar keppa ekki hvert við annað í íþróttum, nema í undantekningartilvikum. Þess vegna er það með öllu óeðlilegt að í mikilverðasta íþróttakjöri hér á landi skuli kynin þurfa að keppa við hvort annað. Það er ekki rétt að bera konur og karla saman innbyrðis, þar sem atgervi þeirra er frá náttúrunnar hendi ólíkt. Þess vegna vil ég enn og aftur skora á Samtök íþróttafréttamanna að breyta vali sínu og velja íþróttakonu ársins og íþróttakarl ársins. Og ekki eftir 50 ár, heldur á næsta ári, 2014! Ef við getum verið sammála um að mikilvægt sé að hvetja bæði drengi og stúlkur til að vera í íþróttum þá skiptir miklu að breyta valinu. Með því að velja eina íþróttakonu úr hópi 10 bestu og einn íþróttakarl úr hópi 10 bestu fá bæði stúlkur og drengir fleiri fyrirmyndir til þess að líkja eftir. Í 53 ár hafa drengir fengið sína fyrirmynd, en stúlkur í 4 ár! Það var árið 1998 sem ég tók fyrst við formennsku íþróttaráðs í Kópavogi. Þá strax samþykkti íþróttaráð Kópavogs að velja íþróttakonu Kópavogs og íþróttakarl Kópavogs fyrst sveitarfélaga hér á landi. Sérsambönd ÍSÍ fylgdu svo í kjölfarið. Verið velkomin á Íþróttahátíð Kópavogs sem fram fer í Salnum 9. janúar kl. 17.00. Þar fá bæði drengir og stúlkur í Kópavogi að sjá fleiri fyrirmyndir í íþróttum. Íþróttakona Kópavogs og íþróttakarl Kópavogs verða valin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ágætu íþróttafréttamenn. Með þessu bréfi vil ég hvetja ykkur til þess að breyta kjöri ykkar á íþróttamanni ársins, eins og ég hef reynt að gera áður. Á árunum 1991 og 1992, er ég var ritstjóri Skinfaxa og meðlimur Samtaka íþróttafréttanna, lagði ég TVISVAR fram tillögu í samtökunum um að valinn yrði íþróttakarl ársins og íþróttakona ársins. Nokkrir í samtökunum voru sammála mér um að stíga þetta mikilvæga jafnréttisskref til hagsbóta fyrir ungar stúlkur og konur í íþróttum. Allt kom þó fyrir ekki og voru tillögurnar felldar í bæði skiptin. Rökin voru m.a. þau að ekki mætti hrófla við reglugerð sem gilti um gamla verðlaunagripinn sem afhenda skyldi í 50 ár. Ný reglugerð var sett um val á íþróttamanni ársins og til viðbótar er valið lið ársins og þjálfari ársins. Hvers vegna í ósköpunum breyttuð þið ekki líka valinu á íþróttamanni ársins í íþróttakarl ársins og íþróttakonu ársins? Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, flutti ágæta ræðu við útnefningu á íþróttamanni ársins 2013. Hann talaði m.a. um að íþróttir skipuðu mikilvægan sess í íslensku þjóðfélagi og að flestir foreldrar væru meðvitaðir um forvarnagildi íþrótta og mikilvægi þeirra. Hann sagði ennfremur að fjölmiðlar hefðu mikilvægu hlutverki að gegna í uppbyggingu íþrótta hér á landi og að í þeim birtust t.d. fyrirmyndirnar, afreksfólkið sem ár hvert er heiðrað. Þetta er einmitt mergur málsins og orð að sönnu hjá formanninum! Því er erfitt að skilja hvers vegna Samtök íþróttafréttamanna hafa ekki ennþá, eftir 57 ára starf, breytt kjöri sínu. Spilar þar inn í að samtökin eru skipuð 22 karlmönnum, en engri konu?Aðeins fjórar fengið titilinn Allt frá upphafi, í 57 ár, hafa konur verið fáar í hópi 10 efstu og aðeins 4 konur hafa hlotið titilinn, en 53 karlar. Konurnar eru; Sigríður Sigurðardóttir handknattleikskona árið 1964, Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona 1991, Vala Flosadóttir frjálsíþróttakona 2000 og Lára Margrét Viðarsdóttir knattspyrnukona 2007. Það þýðir m.a. að ungar stúlkur hafa fengið færri fyrirmyndir í íþróttum en drengir og er það miður. Íþróttir og hreyfing eiga að skipa stóran sess hjá öllum og það er mjög mikilvægt að sem flestir átti sig á hvað iðkun íþrótta hefur mikið forvarnargildi fyrir bæði kynin, okkur öll og stuðlar að bættri heilsu. Hreyfing getur forðað okkur frá fjölmörgum sjúkdómum og aukið vellíðan og lífslíkur okkar til muna. Foreldrar hafa sérstaklega mikilvægu uppeldishlutverki að gegna við að hvetja bæði syni og dætur til að leggja stund á hreyfingu. Fjölmiðlar hafa einnig mikilvægu hlutverki að gegna. Það eruð einmitt þið íþróttafréttamenn sem m.a. kynnið fyrir börnum og unglingum, drengjum og stúlkum hverjar þessar fyrirmyndir eru. Því miður hefur ekki verið jafnvægi í umfjöllun ykkar um íþróttir karla og kvenna. Drengir fá fleiri fyrirmyndir til að líkja eftir. Er það svo að þeir 22 karlar sem skipa Samtök íþróttafréttamanna hafi meiri áhuga á íþróttum karla en kvenna?Fleiri fyrirmyndir Kenningar um félagslegt nám sýna að afrek eru ekki einungis genabundin, heldur einnig lærð hegðun. Börn og unglingar fylgjast með fyrirmyndum, oftar af eigin kyni, fá áhuga á að líkja eftir þeim og æfa sig. Fleiri atriði þurfa þó einnig að vera til staðar til þess að afrek verði unnið, eins og gott atgervi, stuðningur og fleira. Konur og karlar keppa ekki hvert við annað í íþróttum, nema í undantekningartilvikum. Þess vegna er það með öllu óeðlilegt að í mikilverðasta íþróttakjöri hér á landi skuli kynin þurfa að keppa við hvort annað. Það er ekki rétt að bera konur og karla saman innbyrðis, þar sem atgervi þeirra er frá náttúrunnar hendi ólíkt. Þess vegna vil ég enn og aftur skora á Samtök íþróttafréttamanna að breyta vali sínu og velja íþróttakonu ársins og íþróttakarl ársins. Og ekki eftir 50 ár, heldur á næsta ári, 2014! Ef við getum verið sammála um að mikilvægt sé að hvetja bæði drengi og stúlkur til að vera í íþróttum þá skiptir miklu að breyta valinu. Með því að velja eina íþróttakonu úr hópi 10 bestu og einn íþróttakarl úr hópi 10 bestu fá bæði stúlkur og drengir fleiri fyrirmyndir til þess að líkja eftir. Í 53 ár hafa drengir fengið sína fyrirmynd, en stúlkur í 4 ár! Það var árið 1998 sem ég tók fyrst við formennsku íþróttaráðs í Kópavogi. Þá strax samþykkti íþróttaráð Kópavogs að velja íþróttakonu Kópavogs og íþróttakarl Kópavogs fyrst sveitarfélaga hér á landi. Sérsambönd ÍSÍ fylgdu svo í kjölfarið. Verið velkomin á Íþróttahátíð Kópavogs sem fram fer í Salnum 9. janúar kl. 17.00. Þar fá bæði drengir og stúlkur í Kópavogi að sjá fleiri fyrirmyndir í íþróttum. Íþróttakona Kópavogs og íþróttakarl Kópavogs verða valin.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun