Áföll og áfengismeðferð – Opið bréf til heilbrigðisráðherra Fyrir hönd Rótarinnar skrifar 14. janúar 2014 06:00 Í nóvember 2011 birti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin upplýsingablað um ofbeldi í nánum samböndum og áfengi þar sem kemur fram að rannsóknir á forvörnum sem beinast að áfengistengdu ofbeldi séu af skornum skammti. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi forvarna og hlutverk heilbrigðiskerfisins í því að koma í veg fyrir ofbeldi í nánum samböndum, m.a. með því að fást við samband ofbeldis við áfengisneyslu. Ein afleiðing ofbeldis er að þolendur þess nota áfengi sem sjálfsmeðhöndlun (e. self-medicating) og auka þannig líkur á fíknivanda. Einnig segir að sú trú manna að áfengi valdi ofbeldishneigð sé jafnvel notuð sem afsökun fyrir ofbeldishegðun og að börn sem verða vitni að ofbeldi á milli foreldra sinna séu líklegri til að lenda í drykkjuvanda síðar á ævinni en önnur börn. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setur svo fram ákveðnar tillögur um hvernig best er að fást við vandann þar sem skýrt kemur fram mikilvægi þess að fíkn, ofbeldi og áföll séu skoðuð og meðhöndluð í samhengi. Þar er lögð áhersla á að í meðferð sé gert ráð fyrir tengslum milli ofbeldis í nánum samböndum og áfengisdrykkju og að þar sem tekið sé á móti fórnarlömbum ofbeldis sé skimað fyrir áfengisvanda og ennfremur sé skimað fyrir ofbeldi þegar einstaklingar koma í áfengismeðferð og þeim vísað á viðeigandi úrræði í báðum tilfellum. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að um 80% kvenna sem leita sér lækninga vegna fíknar hafa orðið fyrir ofbeldi.Einokun á þjónustu Nú stendur fyrir dyrum að samningar ríkisins við SÁÁ verði endurnýjaðir. Fyrirkomulag meðferðarmála á Íslandi er þannig að ríkisvaldið hefur svo til alfarið falið einum aðila framkvæmd afvötnunar og SÁÁ hefur því einokun á þeirri þjónustu. Gæðaeftirlit og eftirfylgni með framkvæmd samninganna er mjög mikilvæg og að í samningunum sé kveðið á um rannsóknir og vísindastarf, en slíkt ákvæði hefur mikla þýðingu fyrir þann sjúklingahóp sem notar þjónustuna. Rótin hefur áhyggjur af nokkrum veigamiklum atriðum í sambandi fyrirkomulagið. Má þar einkum nefna viðhorf fagaðila innan SÁÁ til áfalla. SÁÁ framleiddi þætti sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni ÍNN undir heitinu Áfram Vogur – þættir um störf og sögu SÁÁ haustið 2013. Í þáttunum koma fram viðhorf yfirmanna og starfsfólks SÁÁ, m.a. til tengsla áfalla og fíknar.Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, heldur því þar fram, í fyrsta þættinum, að það sé misskilningur að áfengisvandi skapist af áföllum. Orðrétt segir hann að komið hafi í ljós að „margir okkar láta það ekkert á sig fá þó að þeir lendi í áföllum. Við erum mjög merkilegir mennirnir“ og að: „Það þýðir ekkert að hugsa um þessi áföll, maður þarf að fara út, maður þarf að ala upp börnin sín, maður þarf að takast á við vandamálin sín og þetta er það sem við erum að kenna sjúklingunum okkar.“ Að okkar mati er þetta mjög alvarleg yfirlýsing af hálfu yfirlæknis sjúkrahúss sem meðhöndlar fíknsjúkdóma. Það fyrirkomulag sem er á meðferðarmálum hér á Íslandi hlýtur að vera einsdæmi. Einstaklingur sem á við fíknivanda að stríða greinir sig í rauninni sjálfur og óskar eftir innlögn á einkarekinn spítala þar sem ein greining og meðferð er í boði. Eitt af meginbaráttumálum Rótarinnar er að fíknsjúkdómar og afleiðingar áfalla séu meðhöndlaðar samhliða í samræmi við nýjustu rannsóknir og þekkingu. Slík meðferð samræmist áherslum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og skýrslu velferðarráðherra um ofbeldi gegn konum.Árdís ÞórðardóttirGuðrún Ebba ÓlafsdóttirGunnhildur BragadóttirGunný Ísis MagnúsdóttirKristín I. PálsdóttirÞórlaug SveinsdóttirHöfundar sitja í ráði Rótarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í nóvember 2011 birti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin upplýsingablað um ofbeldi í nánum samböndum og áfengi þar sem kemur fram að rannsóknir á forvörnum sem beinast að áfengistengdu ofbeldi séu af skornum skammti. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi forvarna og hlutverk heilbrigðiskerfisins í því að koma í veg fyrir ofbeldi í nánum samböndum, m.a. með því að fást við samband ofbeldis við áfengisneyslu. Ein afleiðing ofbeldis er að þolendur þess nota áfengi sem sjálfsmeðhöndlun (e. self-medicating) og auka þannig líkur á fíknivanda. Einnig segir að sú trú manna að áfengi valdi ofbeldishneigð sé jafnvel notuð sem afsökun fyrir ofbeldishegðun og að börn sem verða vitni að ofbeldi á milli foreldra sinna séu líklegri til að lenda í drykkjuvanda síðar á ævinni en önnur börn. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setur svo fram ákveðnar tillögur um hvernig best er að fást við vandann þar sem skýrt kemur fram mikilvægi þess að fíkn, ofbeldi og áföll séu skoðuð og meðhöndluð í samhengi. Þar er lögð áhersla á að í meðferð sé gert ráð fyrir tengslum milli ofbeldis í nánum samböndum og áfengisdrykkju og að þar sem tekið sé á móti fórnarlömbum ofbeldis sé skimað fyrir áfengisvanda og ennfremur sé skimað fyrir ofbeldi þegar einstaklingar koma í áfengismeðferð og þeim vísað á viðeigandi úrræði í báðum tilfellum. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að um 80% kvenna sem leita sér lækninga vegna fíknar hafa orðið fyrir ofbeldi.Einokun á þjónustu Nú stendur fyrir dyrum að samningar ríkisins við SÁÁ verði endurnýjaðir. Fyrirkomulag meðferðarmála á Íslandi er þannig að ríkisvaldið hefur svo til alfarið falið einum aðila framkvæmd afvötnunar og SÁÁ hefur því einokun á þeirri þjónustu. Gæðaeftirlit og eftirfylgni með framkvæmd samninganna er mjög mikilvæg og að í samningunum sé kveðið á um rannsóknir og vísindastarf, en slíkt ákvæði hefur mikla þýðingu fyrir þann sjúklingahóp sem notar þjónustuna. Rótin hefur áhyggjur af nokkrum veigamiklum atriðum í sambandi fyrirkomulagið. Má þar einkum nefna viðhorf fagaðila innan SÁÁ til áfalla. SÁÁ framleiddi þætti sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni ÍNN undir heitinu Áfram Vogur – þættir um störf og sögu SÁÁ haustið 2013. Í þáttunum koma fram viðhorf yfirmanna og starfsfólks SÁÁ, m.a. til tengsla áfalla og fíknar.Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, heldur því þar fram, í fyrsta þættinum, að það sé misskilningur að áfengisvandi skapist af áföllum. Orðrétt segir hann að komið hafi í ljós að „margir okkar láta það ekkert á sig fá þó að þeir lendi í áföllum. Við erum mjög merkilegir mennirnir“ og að: „Það þýðir ekkert að hugsa um þessi áföll, maður þarf að fara út, maður þarf að ala upp börnin sín, maður þarf að takast á við vandamálin sín og þetta er það sem við erum að kenna sjúklingunum okkar.“ Að okkar mati er þetta mjög alvarleg yfirlýsing af hálfu yfirlæknis sjúkrahúss sem meðhöndlar fíknsjúkdóma. Það fyrirkomulag sem er á meðferðarmálum hér á Íslandi hlýtur að vera einsdæmi. Einstaklingur sem á við fíknivanda að stríða greinir sig í rauninni sjálfur og óskar eftir innlögn á einkarekinn spítala þar sem ein greining og meðferð er í boði. Eitt af meginbaráttumálum Rótarinnar er að fíknsjúkdómar og afleiðingar áfalla séu meðhöndlaðar samhliða í samræmi við nýjustu rannsóknir og þekkingu. Slík meðferð samræmist áherslum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og skýrslu velferðarráðherra um ofbeldi gegn konum.Árdís ÞórðardóttirGuðrún Ebba ÓlafsdóttirGunnhildur BragadóttirGunný Ísis MagnúsdóttirKristín I. PálsdóttirÞórlaug SveinsdóttirHöfundar sitja í ráði Rótarinnar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar