Gömlu leiktjöldin dregin frá Arnar G. Hjaltalín skrifar 14. janúar 2014 07:00 Nú keppast aðilar nýgerðs kjarasamnings við að dusta rykið af gömlu leiktjöldunum sem sett hafa verið upp við gerð kjarasamninga undanfarinna ára. Leiktjöld sem reyndar gleymdist eitt andartak að draga frá áður en blekið var þornað á nýundirskrifuðum samningum. Hækkanir eru þegar byrjaðar að skella á okkur af fullum þunga. Hver kannast ekki við orðaleppana „stöðugt verðlag, aukinn kaupmáttur, axla ábyrgð“ og svo mætti lengi telja. Sannleikurinn er sá að einu sem axla ábyrgðina eru þeir sem minnst hafa úr að spila í þjóðfélaginu. Við skulum ekki gleyma árangri síðustu þjóðarsáttar sem sést á meðfylgjandi súluriti. Þar sést að laun og þá kaupmáttur er minnstur á Íslandi af öllum löndum í vestan- og norðanverðri Evrópu:Nú ætla „góðu“ fyrirtækin að draga hækkanir til baka og jafnvel lækka vöruverð á sumum innfluttum vörum. Þau áttu að vera búin að lækka verð fyrir löngu, því krónan hefur styrkst afar mikið á undanförnum mánuðum eins og sést á meðfylgjandi línuriti.Sumir forhertir aðrir tannlausir Önnur fyrirtæki og ríkið sýna sitt rétta andlit, sum forherðast bara og neita að draga hækkanir til baka, og svo eru aðilar líka að setja skilyrði fyrir að draga hækkanir til baka. Notað er sem afsökun fyrir allt að 7% hækkun vöruverðs að innkaupsverð hafi hækkað svo mikið! En þau rök eru ekki sögð duga heimilunum í landinu, innkaupsverð nauðsynja þeirra hafa hækkað afar mikið og sumt mun meira en þessi 7%, svo ekki sé talað um leiguverð, afborganir lána og annað sem til fellur. En það er greinilega ekki sama hvort það er almenningur sem á í hlut eða þeir sem auðinn eiga fyrir, alltaf skulu hagsmunir almennings víkja. Ekki nema von að ástandið sé orðið svona, launþegahreyfingin hefur ekki sýnt tennurnar í áratugi, mætti halda að hún væri orðin tannlaus. Enda hafa rúm 30% þjóðarinnar ekki efni á að leita sér læknis og tannlæknir er munaður handan sjóndeildarhringsins fyrir það fólk.Hvað tekur nú við? Af reynslu samninga undanfarinna ára þá mun eftirfarandi gerast fljótlega verði samningurinn samþykktur: Kjararáð úrskurðar alþingismönnum, ráðherrum og öðru hálaunafólki 10-20% launahækkanir. Kennarar og háskólamenntað fólk í vinnu hjá ríkinu mun fá sínar sanngjörnu hækkanir, en þær verða tugum prósenta yfir okkar. Heimsmarkaðsverð á ýmsum vörum mun hækka sem leiðir til „óhjákvæmilegrar hækkunar“ á vörum og þjónustu. En við verðum föst inni okkar samningi í eitt ár og búið að gefa út veiðileyfi á peningaveskin okkar, því búið verður að draga leiktjöldin fyrir.Hjarðhegðunin Þrátt fyrir að aðilar samningsins hafi vitað að eigin sögn að verðlagsforsendur myndu ekki standast eins og lagt var upp í samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þeir sem minnst hafa fyrir, fái minnst út úr samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þetta þýði áfram aukið launamisrétti milli karla og kvenna var samt skrifað undir. Það fór í gang gamalkunnug hjarðhegðun hjá aðilum vinnumarkaðarins sem tryggir að við munum halda áfram að verða með einna lægstu laun í Evrópu hér á Íslandi. En þeir sem taka sig út úr hjörðinni og segja sannleikann eru kallaðir lýðskrumarar. Það er aðeins ein leið til að fyrirbyggja þetta. Sýna ábyrga afstöðu og fella samninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú keppast aðilar nýgerðs kjarasamnings við að dusta rykið af gömlu leiktjöldunum sem sett hafa verið upp við gerð kjarasamninga undanfarinna ára. Leiktjöld sem reyndar gleymdist eitt andartak að draga frá áður en blekið var þornað á nýundirskrifuðum samningum. Hækkanir eru þegar byrjaðar að skella á okkur af fullum þunga. Hver kannast ekki við orðaleppana „stöðugt verðlag, aukinn kaupmáttur, axla ábyrgð“ og svo mætti lengi telja. Sannleikurinn er sá að einu sem axla ábyrgðina eru þeir sem minnst hafa úr að spila í þjóðfélaginu. Við skulum ekki gleyma árangri síðustu þjóðarsáttar sem sést á meðfylgjandi súluriti. Þar sést að laun og þá kaupmáttur er minnstur á Íslandi af öllum löndum í vestan- og norðanverðri Evrópu:Nú ætla „góðu“ fyrirtækin að draga hækkanir til baka og jafnvel lækka vöruverð á sumum innfluttum vörum. Þau áttu að vera búin að lækka verð fyrir löngu, því krónan hefur styrkst afar mikið á undanförnum mánuðum eins og sést á meðfylgjandi línuriti.Sumir forhertir aðrir tannlausir Önnur fyrirtæki og ríkið sýna sitt rétta andlit, sum forherðast bara og neita að draga hækkanir til baka, og svo eru aðilar líka að setja skilyrði fyrir að draga hækkanir til baka. Notað er sem afsökun fyrir allt að 7% hækkun vöruverðs að innkaupsverð hafi hækkað svo mikið! En þau rök eru ekki sögð duga heimilunum í landinu, innkaupsverð nauðsynja þeirra hafa hækkað afar mikið og sumt mun meira en þessi 7%, svo ekki sé talað um leiguverð, afborganir lána og annað sem til fellur. En það er greinilega ekki sama hvort það er almenningur sem á í hlut eða þeir sem auðinn eiga fyrir, alltaf skulu hagsmunir almennings víkja. Ekki nema von að ástandið sé orðið svona, launþegahreyfingin hefur ekki sýnt tennurnar í áratugi, mætti halda að hún væri orðin tannlaus. Enda hafa rúm 30% þjóðarinnar ekki efni á að leita sér læknis og tannlæknir er munaður handan sjóndeildarhringsins fyrir það fólk.Hvað tekur nú við? Af reynslu samninga undanfarinna ára þá mun eftirfarandi gerast fljótlega verði samningurinn samþykktur: Kjararáð úrskurðar alþingismönnum, ráðherrum og öðru hálaunafólki 10-20% launahækkanir. Kennarar og háskólamenntað fólk í vinnu hjá ríkinu mun fá sínar sanngjörnu hækkanir, en þær verða tugum prósenta yfir okkar. Heimsmarkaðsverð á ýmsum vörum mun hækka sem leiðir til „óhjákvæmilegrar hækkunar“ á vörum og þjónustu. En við verðum föst inni okkar samningi í eitt ár og búið að gefa út veiðileyfi á peningaveskin okkar, því búið verður að draga leiktjöldin fyrir.Hjarðhegðunin Þrátt fyrir að aðilar samningsins hafi vitað að eigin sögn að verðlagsforsendur myndu ekki standast eins og lagt var upp í samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þeir sem minnst hafa fyrir, fái minnst út úr samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þetta þýði áfram aukið launamisrétti milli karla og kvenna var samt skrifað undir. Það fór í gang gamalkunnug hjarðhegðun hjá aðilum vinnumarkaðarins sem tryggir að við munum halda áfram að verða með einna lægstu laun í Evrópu hér á Íslandi. En þeir sem taka sig út úr hjörðinni og segja sannleikann eru kallaðir lýðskrumarar. Það er aðeins ein leið til að fyrirbyggja þetta. Sýna ábyrga afstöðu og fella samninginn.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun