Hvatningarganga Samtaka um endómetríósu Silja Ástþórsdóttir skrifar 7. mars 2014 07:00 Neðangreindar tilvitnanir eru raddir kvenna í Samtökum um endómetríósu, frá árinu 2012. „Það er með ólíkindum að fara alltaf á bráðamóttöku á mánaðarfresti, alltaf í byrjun tíða, með kviðverki og læknar setja ekki saman einn plús einn. Ekki hef ég verið fyrsta konan sem hefur komið þarna með svo mikla verki að hvorki er hægt að standa né sitja.“ „Það er ótrúlegt að líta til baka og rifja upp hvernig undanfarin ár hafa verið. Alltaf að fara í búð tímanlega. Koma sér fyrir í sófanum með mat, fötu, tölvu, bækur, lyf, nammi, you name it, láta einhvern vita af fyrirhuguðu ástandi, ekki læsa útihurðinni og búa nemendur undir frí (án þess að þeir viti) og svo tilkynna veikindi. Stundum þurfti ég að fá einhverja vinkonu til að kíkja til mín og færa mér gubbufötu, hrökkbrauð eða þurr föt. En þær sem hafa komið að manni í þessu ástandi, að vera ósjálfbjarga, þeim verður alveg hroðalega bilt við.“ „Í raun má segja að þetta hafi tekið 30 ár í mínu tilfelli, það var ekki fyrr en ég hafði verið skorin upp, vegna legnáms að sjúkdómurinn uppgötvaðist. Skurðlæknirinn (ekki kvensjúkdómalæknir) treysti sér ekki í að ljúka verkinu, „lokaði mér aftur“, hafði „aldrei séð aðra eins samgróninga“ og tilkynnti mér nývaknaðri og vankaðri að ég væri með legslímuflakk! Ég hafði aldrei heyrt um það, hvað þá endómetríósu!“Margar birtingarmyndir Endómetríósa á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Með réttri meðhöndlun er yfirleitt hægt að auka lífsgæði kvenna með endómetríósu verulega og fyrirbyggja frekari framvindu sjúkdómsins. Samtök um endómetríósu hafa bent á hversu stórt skref það væri til bættrar meðhöndlunar, að stofnuð væri göngudeild fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki.Of langur greiningartími Á Íslandi er meðalgreiningartími endómetríósu talinn vera 6-10 ár. Langur greiningartími getur haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa, enda er aukin fræðsla og styttri greiningartími eitt helsta baráttumál samtaka um endómetríósu víða um heim.Hvatningarganga Fimmtudaginn 13. mars munu konur með endómetríósu ásamt fjölskyldu og vinum, streyma út á götur í yfir fjörutíu löndum. Talið er að um 176 milljónir kvenna hafi endómetríósu og er tilgangur Million Women March for Endometriosis að vekja athygli á málefnum þeirra. Í Reykjavík hefst gangan kl. 17.00 við Hallgrímskirkju og lýkur með stuttri athöfn við Kvennadeild Landspítalans. Samtök um endómetríósuwww.endo.isendo@endo.is facebook.com/endometriosa twitter.com/EndoIceland pinterest.com/endoiceland Aðalfundur Samtaka um endómetríósu facebook.com/events/360523510753528/ Million Women Marchhttps://www.youtube.com/watch?v=IrJI_hSkYZwhttps://www.millionwomenmarch2014.org Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Neðangreindar tilvitnanir eru raddir kvenna í Samtökum um endómetríósu, frá árinu 2012. „Það er með ólíkindum að fara alltaf á bráðamóttöku á mánaðarfresti, alltaf í byrjun tíða, með kviðverki og læknar setja ekki saman einn plús einn. Ekki hef ég verið fyrsta konan sem hefur komið þarna með svo mikla verki að hvorki er hægt að standa né sitja.“ „Það er ótrúlegt að líta til baka og rifja upp hvernig undanfarin ár hafa verið. Alltaf að fara í búð tímanlega. Koma sér fyrir í sófanum með mat, fötu, tölvu, bækur, lyf, nammi, you name it, láta einhvern vita af fyrirhuguðu ástandi, ekki læsa útihurðinni og búa nemendur undir frí (án þess að þeir viti) og svo tilkynna veikindi. Stundum þurfti ég að fá einhverja vinkonu til að kíkja til mín og færa mér gubbufötu, hrökkbrauð eða þurr föt. En þær sem hafa komið að manni í þessu ástandi, að vera ósjálfbjarga, þeim verður alveg hroðalega bilt við.“ „Í raun má segja að þetta hafi tekið 30 ár í mínu tilfelli, það var ekki fyrr en ég hafði verið skorin upp, vegna legnáms að sjúkdómurinn uppgötvaðist. Skurðlæknirinn (ekki kvensjúkdómalæknir) treysti sér ekki í að ljúka verkinu, „lokaði mér aftur“, hafði „aldrei séð aðra eins samgróninga“ og tilkynnti mér nývaknaðri og vankaðri að ég væri með legslímuflakk! Ég hafði aldrei heyrt um það, hvað þá endómetríósu!“Margar birtingarmyndir Endómetríósa á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Með réttri meðhöndlun er yfirleitt hægt að auka lífsgæði kvenna með endómetríósu verulega og fyrirbyggja frekari framvindu sjúkdómsins. Samtök um endómetríósu hafa bent á hversu stórt skref það væri til bættrar meðhöndlunar, að stofnuð væri göngudeild fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki.Of langur greiningartími Á Íslandi er meðalgreiningartími endómetríósu talinn vera 6-10 ár. Langur greiningartími getur haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa, enda er aukin fræðsla og styttri greiningartími eitt helsta baráttumál samtaka um endómetríósu víða um heim.Hvatningarganga Fimmtudaginn 13. mars munu konur með endómetríósu ásamt fjölskyldu og vinum, streyma út á götur í yfir fjörutíu löndum. Talið er að um 176 milljónir kvenna hafi endómetríósu og er tilgangur Million Women March for Endometriosis að vekja athygli á málefnum þeirra. Í Reykjavík hefst gangan kl. 17.00 við Hallgrímskirkju og lýkur með stuttri athöfn við Kvennadeild Landspítalans. Samtök um endómetríósuwww.endo.isendo@endo.is facebook.com/endometriosa twitter.com/EndoIceland pinterest.com/endoiceland Aðalfundur Samtaka um endómetríósu facebook.com/events/360523510753528/ Million Women Marchhttps://www.youtube.com/watch?v=IrJI_hSkYZwhttps://www.millionwomenmarch2014.org
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun