Sjálfs er höndin hollust Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. mars 2014 06:00 Sumir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja undanfarna daga að fjölmiðlar sýni þá í óhagstæðu ljósi í umfjöllun um hvernig eigi að halda á framhaldi viðræðna við Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að það eru ráðherrarnir sjálfir og það sem þeir láta út úr sér, sem dregur mest úr trúverðugleika þeirra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til dæmis óklipptur í beinni útsendingu í Kastljósinu á þriðjudagskvöldið. Þar sagði hann þrennt, sem allt grefur undan trú almennings á að það sé eitthvað að marka það sem forystumenn ríkisstjórnarinnar segja. Í fyrsta lagi sagði Sigmundur að það lægi á að drífa þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðnanna í gegnum Alþingi af því að íslenzk stjórnvöld væru undir svo mikilli pressu frá Evrópusambandinu. Ekki var liðinn sólarhringur þegar talsmenn Evrópusambandsins voru búnir að reka þetta ofan í ráðherrann og afþökkuðu slíkar túlkanir á orðum sínum. Þeir ítrekuðu þvert á móti að þeir hefðu ekki sett neina tímafresti og að ESB væri áfram reiðubúið að halda áfram aðildarviðræðunum við Ísland. Raunar er undrunarefni að ráðherrann hafi sagt að það væri ESB sem þrýsti á ákvörðun í málinu, því að hið gagnstæða hefur ítrekað komið fram undanfarna mánuði, síðast í umræðum á Evrópuþinginu og ályktun þess í janúar. Er ráðherrann svona ólæs á hvað er að gerast í Evrópusambandinu? Í öðru lagi sagði forsætisráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga kröfu gert í stjórnarmyndunarviðræðunum um að staðið yrði við „við munum standa við“-loforðið um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það hefði bara eiginlega ekkert komið til tals; stjórnarflokkarnir væru alveg sammála um hvernig ætti að halda á Evrópumálunum. Í þriðja lagi sagði forsætisráðherrann að það væri ekkert að marka hans eigin undirskrift á bréfi sem hann sendi kjósendum fyrir kosningarnar 2009. Þar kom fram að fordæmi væru fyrir því í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið að komið væri til móts við kröfur vegna hagsmuna landbúnaðar og sjávarútvegs og það væri „algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið.“ „Ég skrifaði ekki þetta bréf og þetta hefur aldrei verið mín afstaða,“ sagði forsætisráðherrann. En hann skrifaði nú samt undir bréfið. Hvað eiga kjósendur eiginlega að halda þegar þetta bætist við allt annað sem fram hefur komið undanfarna daga um orðheldni og skarpskyggni forystumanna stjórnarflokkanna? Hvaða mark eiga þeir til dæmis að taka á undirskriftum og loforðum í kosningabæklingunum sem væntanlegir eru inn um lúguna frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna? Þetta heitir að vera kominn ofan í holu og halda áfram að moka. Alveg hjálparlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja undanfarna daga að fjölmiðlar sýni þá í óhagstæðu ljósi í umfjöllun um hvernig eigi að halda á framhaldi viðræðna við Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að það eru ráðherrarnir sjálfir og það sem þeir láta út úr sér, sem dregur mest úr trúverðugleika þeirra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til dæmis óklipptur í beinni útsendingu í Kastljósinu á þriðjudagskvöldið. Þar sagði hann þrennt, sem allt grefur undan trú almennings á að það sé eitthvað að marka það sem forystumenn ríkisstjórnarinnar segja. Í fyrsta lagi sagði Sigmundur að það lægi á að drífa þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðnanna í gegnum Alþingi af því að íslenzk stjórnvöld væru undir svo mikilli pressu frá Evrópusambandinu. Ekki var liðinn sólarhringur þegar talsmenn Evrópusambandsins voru búnir að reka þetta ofan í ráðherrann og afþökkuðu slíkar túlkanir á orðum sínum. Þeir ítrekuðu þvert á móti að þeir hefðu ekki sett neina tímafresti og að ESB væri áfram reiðubúið að halda áfram aðildarviðræðunum við Ísland. Raunar er undrunarefni að ráðherrann hafi sagt að það væri ESB sem þrýsti á ákvörðun í málinu, því að hið gagnstæða hefur ítrekað komið fram undanfarna mánuði, síðast í umræðum á Evrópuþinginu og ályktun þess í janúar. Er ráðherrann svona ólæs á hvað er að gerast í Evrópusambandinu? Í öðru lagi sagði forsætisráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga kröfu gert í stjórnarmyndunarviðræðunum um að staðið yrði við „við munum standa við“-loforðið um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það hefði bara eiginlega ekkert komið til tals; stjórnarflokkarnir væru alveg sammála um hvernig ætti að halda á Evrópumálunum. Í þriðja lagi sagði forsætisráðherrann að það væri ekkert að marka hans eigin undirskrift á bréfi sem hann sendi kjósendum fyrir kosningarnar 2009. Þar kom fram að fordæmi væru fyrir því í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið að komið væri til móts við kröfur vegna hagsmuna landbúnaðar og sjávarútvegs og það væri „algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið.“ „Ég skrifaði ekki þetta bréf og þetta hefur aldrei verið mín afstaða,“ sagði forsætisráðherrann. En hann skrifaði nú samt undir bréfið. Hvað eiga kjósendur eiginlega að halda þegar þetta bætist við allt annað sem fram hefur komið undanfarna daga um orðheldni og skarpskyggni forystumanna stjórnarflokkanna? Hvaða mark eiga þeir til dæmis að taka á undirskriftum og loforðum í kosningabæklingunum sem væntanlegir eru inn um lúguna frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna? Þetta heitir að vera kominn ofan í holu og halda áfram að moka. Alveg hjálparlaust.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun