Honda hættir framleiðslu Insight Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2014 16:41 Honda Insight var aldrei líklegur til að vinna neinar fegurðarsamkeppnir. Vart er hægt að tala um frægðarför tvinnbílsins Insight frá Honda en hann hefur keppt um hylli við Toyota Prius og tapað þeirri orrustu hressilega. Honda hefur ákveðið að hætta framleiðslu hans vegna dræmrar sölu bílsins. Toyota hefur selt tíu sinnum fleiri Prius bíla en Honda af Insight þrátt fyrir að Honda Insight hafi verið kynntur kaupendum í Bandaríkjunum hálfu ári fyrr en Toyota hóf söluna á Prius. Var það rétt fyrir aldamótin síðustu. Insight er reyndar ekki eini bíllinn sem Honda hefur ákveðið að hætta framleiðslu á því það á einnig við tveggja dyra CR-Z bílinn. Ástæðan er sú sama, dræm sala. Helmingurinn af öllum seldum Honda Insight bílum seldust á heimamarkaðnum í Japan. Honda á enn 237 daga lager af Insight svo kaupendum mun bjóðast bíllinn að mestu út árið, en bílaumboðum hefir verið sagt að ekki sé hægt að leggja inn fleiri pantanir í bílinn. Sú staðreynd að Insight hverfi af sjónarsviðinu þýðir ekki að Honda muni ekki áfram bjóða tvinnbíla því bæði Civic og Accord verða áfram í boði sem tvinnbílar. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent
Vart er hægt að tala um frægðarför tvinnbílsins Insight frá Honda en hann hefur keppt um hylli við Toyota Prius og tapað þeirri orrustu hressilega. Honda hefur ákveðið að hætta framleiðslu hans vegna dræmrar sölu bílsins. Toyota hefur selt tíu sinnum fleiri Prius bíla en Honda af Insight þrátt fyrir að Honda Insight hafi verið kynntur kaupendum í Bandaríkjunum hálfu ári fyrr en Toyota hóf söluna á Prius. Var það rétt fyrir aldamótin síðustu. Insight er reyndar ekki eini bíllinn sem Honda hefur ákveðið að hætta framleiðslu á því það á einnig við tveggja dyra CR-Z bílinn. Ástæðan er sú sama, dræm sala. Helmingurinn af öllum seldum Honda Insight bílum seldust á heimamarkaðnum í Japan. Honda á enn 237 daga lager af Insight svo kaupendum mun bjóðast bíllinn að mestu út árið, en bílaumboðum hefir verið sagt að ekki sé hægt að leggja inn fleiri pantanir í bílinn. Sú staðreynd að Insight hverfi af sjónarsviðinu þýðir ekki að Honda muni ekki áfram bjóða tvinnbíla því bæði Civic og Accord verða áfram í boði sem tvinnbílar.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent