Óttinn við ómöguleikann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. febrúar 2014 08:29 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í vandræðalegu viðtali í Kastljósi í fyrrakvöld. Hann var þar ítrekað beðinn að útskýra hvers vegna hann hygðist ganga á bak því kosningaloforði sínu að þjóðin fengi að kjósa á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Eftirfarandi svar leiðtogans var það heillegasta: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“ Ómöguleikinn felst að sögn Bjarna í því að ef þjóðin vildi ljúka viðræðum væri samt alls ekki hægt að ætlast til þess af ríkisstjórninni að hún kláraði málið. Hún væri nefnilega öll á móti aðild að ESB. Í þessari röksemdafærslu er grundvallarvilla. Þegar Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslunni ítrekað gaf hann reyndar ekkert annað í skyn en að hann myndi hlíta niðurstöðu hennar þrátt fyrir að það væri algjörlega fyrirséð að þessi staða gæti komið upp. En hitt er augljóst, að ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framkvæma vilja þjóðarinnar segir hún af sér og lætur völdin í hendur stjórnar sem er reiðubúin að fara að vilja meirihlutans. Þetta virðist gjörsamlega ómögulegt í huga forystumanna stjórnarflokkanna; að þeir gætu þurft að yfirgefa ráðherrastólana af því að þjóðin reyndist ósammála þeim í grundvallarmáli. Ef stjórnin tryði eigin málflutningi ætti hún að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og lýsa því yfir að hún færi frá ef þjóðin kysi að halda áfram aðildarviðræðum. Þá myndu heimilin missa af stórkostlegustu skuldaleiðréttingu í heiminum og atvinnulífið missti beztu nýju vini sína úr Stjórnarráðinu. Myndi nokkur maður með viti taka sénsinn á því? Svo merkilegt sem það er, hefur ríkisstjórnin ekki meiri trú á eigin stefnu en svo að enginn ráðherra hefur sagt að hann kviði ekki niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem lofað var fyrir kosningar. Þvert á móti er augljóst að ráðherrarnir eru dauðhræddir við að niðurstaðan yrði þeim í óhag. Það leiðir af sér að það er holur hljómur í þeim orðum Bjarna að hann hafi "ósvikinn" áhuga á að stór mál séu útkljáð með þjóðaratkvæði. Ef menn geta ekki tekið niðurstöðunni þegar þjóðin tekur ákvarðanir eiga þeir að sleppa því að tala um beint lýðræði. Það er líka algjör rökleysa þegar formaður Sjálfstæðisflokksins vísar til þess að ferlið, sem lagt er til í tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina til baka, feli í sér að þjóðin fái einn daginn að kjósa. Í fyrsta lagi getur þetta þing ekki ákveðið slíkt fyrir annað þing í framtíðinni, eins og lagaprófessorar bentu á í Fréttablaðinu í gær. Í öðru lagi snerist hið afdráttarlausa kosningaloforð Bjarna Benediktssonar um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvernig yrði farið með aðildarumsóknina sem nú liggur fyrir - ekki einhverja aðra aðildarumsókn í framtíðinni. Það sem virðist ómögulegast í þessu máli er að formaður Sjálfstæðisflokksins útskýri með sæmilega skiljanlegum hætti af hverju hann hyggst svíkja skýrt kosningaloforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í vandræðalegu viðtali í Kastljósi í fyrrakvöld. Hann var þar ítrekað beðinn að útskýra hvers vegna hann hygðist ganga á bak því kosningaloforði sínu að þjóðin fengi að kjósa á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Eftirfarandi svar leiðtogans var það heillegasta: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“ Ómöguleikinn felst að sögn Bjarna í því að ef þjóðin vildi ljúka viðræðum væri samt alls ekki hægt að ætlast til þess af ríkisstjórninni að hún kláraði málið. Hún væri nefnilega öll á móti aðild að ESB. Í þessari röksemdafærslu er grundvallarvilla. Þegar Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslunni ítrekað gaf hann reyndar ekkert annað í skyn en að hann myndi hlíta niðurstöðu hennar þrátt fyrir að það væri algjörlega fyrirséð að þessi staða gæti komið upp. En hitt er augljóst, að ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framkvæma vilja þjóðarinnar segir hún af sér og lætur völdin í hendur stjórnar sem er reiðubúin að fara að vilja meirihlutans. Þetta virðist gjörsamlega ómögulegt í huga forystumanna stjórnarflokkanna; að þeir gætu þurft að yfirgefa ráðherrastólana af því að þjóðin reyndist ósammála þeim í grundvallarmáli. Ef stjórnin tryði eigin málflutningi ætti hún að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og lýsa því yfir að hún færi frá ef þjóðin kysi að halda áfram aðildarviðræðum. Þá myndu heimilin missa af stórkostlegustu skuldaleiðréttingu í heiminum og atvinnulífið missti beztu nýju vini sína úr Stjórnarráðinu. Myndi nokkur maður með viti taka sénsinn á því? Svo merkilegt sem það er, hefur ríkisstjórnin ekki meiri trú á eigin stefnu en svo að enginn ráðherra hefur sagt að hann kviði ekki niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem lofað var fyrir kosningar. Þvert á móti er augljóst að ráðherrarnir eru dauðhræddir við að niðurstaðan yrði þeim í óhag. Það leiðir af sér að það er holur hljómur í þeim orðum Bjarna að hann hafi "ósvikinn" áhuga á að stór mál séu útkljáð með þjóðaratkvæði. Ef menn geta ekki tekið niðurstöðunni þegar þjóðin tekur ákvarðanir eiga þeir að sleppa því að tala um beint lýðræði. Það er líka algjör rökleysa þegar formaður Sjálfstæðisflokksins vísar til þess að ferlið, sem lagt er til í tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina til baka, feli í sér að þjóðin fái einn daginn að kjósa. Í fyrsta lagi getur þetta þing ekki ákveðið slíkt fyrir annað þing í framtíðinni, eins og lagaprófessorar bentu á í Fréttablaðinu í gær. Í öðru lagi snerist hið afdráttarlausa kosningaloforð Bjarna Benediktssonar um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvernig yrði farið með aðildarumsóknina sem nú liggur fyrir - ekki einhverja aðra aðildarumsókn í framtíðinni. Það sem virðist ómögulegast í þessu máli er að formaður Sjálfstæðisflokksins útskýri með sæmilega skiljanlegum hætti af hverju hann hyggst svíkja skýrt kosningaloforð.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun