Rúnar samdi aftur við Aue | Þjálfar bróður sinn og son Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2014 15:15 Rúnar Sigtryggson er að gera fína hluti með Aue í Þýskalandi. Mynd/Heimasíða Aue „Framkvæmdastjórinn RüdigerJurke gerir starfsumhverfið hjá EHV Aue svo sérstakt,“ segir Rúnar Sigtryggson, þjálfari þýska 2. deildar liðsins Aue, í stuttu viðtali við vefinn Handball-World.com en Akureyringurinn skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið á dögunum. „Ég nýt starfsins hjá Aue og er með frábært fólk á bakvið mig sem vill að félagið nái árangri. Þannig vitum við að félagið er búið að taka skref fram á við,“ segir Rúnar. Rúnar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfaði lið Akureyrar á fyrstu árum þess hér heima, er á sínu öðru tímabili með Aue. Liðið endaði í 16. sæti af 19 liðum í 2. deildinni í fyrra en er í níunda sæti nú þegar 22 umferðir af 36 hafa verið leiknar. Með Aue leika nokkrir Íslendingar. Markvörðurinn SveinbjörnPétursson fylgdi Rúnari út í fyrra og Bjarki Már Gunnarsson, nýjasta stjarna íslenska landsliðsins, gekk í raðir þess síðasta sumar. Þá leikur bróðir Rúnars, Árni Sigtryggson, með Aue sem og sonur hans, Sigtryggur Rúnarsson. „Við gátum alltaf spilað á okkar besta liði í upphafi leiktíðar sem gaf okkur smá forskot. Við vorum bara án eins leikmanns fyrri hluta tímabilsins. Þannig náðum við í fullt af stigum með góðum liðsanda,“ segir Rúnar en þá var liðið einnig nálægt því að komast í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar seint á síðasta ári. Eins og flestir íslenskir handboltamenn og þjálfarar sem lifa og starfa erlendis var Rúnar beðinn um að reyna útskýra gríðarlega velgengni Íslendinga í handbolta á undanförnum árum. „Handbolti er þekktasta íþróttin á Íslandi og hana æfa mjög margir. Þannig vinnum við á móti því hversu fáir búa á landinu. Íslenska sambandið gerir líka góða hluti eins og það þýska. Þýska landsliðið á eftir að verða sigursælt í framtíðinni.“ Fyrir utan Íslendingana fimm í Aue er nóg af öðrum íslenskum atvinnumönnum í þýsku 1. deildinni og Rúnar segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. Deildarkeppnin heima er eðlilega ekki jafnspennandi og atvinnumennskan. „Ef þú býrð á Íslandi viltu komast burt,“ segir Rúnar Sigtryggsson. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
„Framkvæmdastjórinn RüdigerJurke gerir starfsumhverfið hjá EHV Aue svo sérstakt,“ segir Rúnar Sigtryggson, þjálfari þýska 2. deildar liðsins Aue, í stuttu viðtali við vefinn Handball-World.com en Akureyringurinn skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið á dögunum. „Ég nýt starfsins hjá Aue og er með frábært fólk á bakvið mig sem vill að félagið nái árangri. Þannig vitum við að félagið er búið að taka skref fram á við,“ segir Rúnar. Rúnar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfaði lið Akureyrar á fyrstu árum þess hér heima, er á sínu öðru tímabili með Aue. Liðið endaði í 16. sæti af 19 liðum í 2. deildinni í fyrra en er í níunda sæti nú þegar 22 umferðir af 36 hafa verið leiknar. Með Aue leika nokkrir Íslendingar. Markvörðurinn SveinbjörnPétursson fylgdi Rúnari út í fyrra og Bjarki Már Gunnarsson, nýjasta stjarna íslenska landsliðsins, gekk í raðir þess síðasta sumar. Þá leikur bróðir Rúnars, Árni Sigtryggson, með Aue sem og sonur hans, Sigtryggur Rúnarsson. „Við gátum alltaf spilað á okkar besta liði í upphafi leiktíðar sem gaf okkur smá forskot. Við vorum bara án eins leikmanns fyrri hluta tímabilsins. Þannig náðum við í fullt af stigum með góðum liðsanda,“ segir Rúnar en þá var liðið einnig nálægt því að komast í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar seint á síðasta ári. Eins og flestir íslenskir handboltamenn og þjálfarar sem lifa og starfa erlendis var Rúnar beðinn um að reyna útskýra gríðarlega velgengni Íslendinga í handbolta á undanförnum árum. „Handbolti er þekktasta íþróttin á Íslandi og hana æfa mjög margir. Þannig vinnum við á móti því hversu fáir búa á landinu. Íslenska sambandið gerir líka góða hluti eins og það þýska. Þýska landsliðið á eftir að verða sigursælt í framtíðinni.“ Fyrir utan Íslendingana fimm í Aue er nóg af öðrum íslenskum atvinnumönnum í þýsku 1. deildinni og Rúnar segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. Deildarkeppnin heima er eðlilega ekki jafnspennandi og atvinnumennskan. „Ef þú býrð á Íslandi viltu komast burt,“ segir Rúnar Sigtryggsson.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira