Láglaunalandið Ísland Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 2. apríl 2014 15:46 Á Íslandi hefur tíðkast láglaunastefna um áratugabil. Flestar vinnandi stéttir og þá ekki síst kennslu- og umönnunarstéttir eru láglaunastéttir. Þetta eru stéttir sem sinna börnum, ungmennum, öldruðum, sjúkum o.s.frv. Stéttir sem flestir vita að eru mjög nauðsynlegar samfélaginu. Þarna eru miklu fleiri stéttir, en þið vitið hvað ég meina. Ef maður spyr fólk hvort það haldi að fátækt hafi aukist á Íslandi eftir kreppu segja flestir halda að svo sé. Það er líka rétt; raunveruleg fátækt hefur aukist til muna samfara minnkandi kaupmætti í kjölfar hækkanna á matvælum, eldsneyti, leigu o.s.frv. Þetta er augljóst fyrir alla. Eða flesta. Stjórnvöld reyna á sama tíma að segja okkur að fátækt hafi minnkað. Til þess nota þeir alls konar útreikninga. Þar má nefna hagvöxt, sem hefur víst aukist. Útreikningar Hagstofunnar um viðmið sem einstaklingur fær í félagslegar bætur, geti hann ekki séð sér farborða sjálfur, eru hæstar um 160 þús á mánuði. Þessi útreikningur miðast við miðgildi tekna á íslandi. Eitt merki um minnkandi fátækt og meiri jöfnuð, segja stjórnvöld, eru þegar þessi upphæð lækkar, eins og gerðist fyrst eftir hrun. Þessa lækkun má skýra með einföldum hætti; ofurlaun snarlækkuð og þar með miðgildi tekna sem miðað er við í útreikningum félagsbóta. Þýðir þetta að fátækt hafi minnkað? Þýðir þetta að fólkið sem hafði 160 þús en nú 155 þús geti lifað auðveldara lífi og átt fyrir nauðsynjum? Um leið og nauðsynjar hækka og hækka? Það sér hver heilvita manneskja að slík getur ekki verið raunin. Þessir útreikningar stjórnvalda um hvort fátækt hafi aukist er í engu samræmi við veruleikann, engu. Það hefur verið reiknað út af mér tölugleggri konum að einstaklingur þurfi um 350 þúsund krónur útborgað (nettótekjur eftir skatta og gjöld) til að lifa sómasamlegu lífi á Íslandi; hvort sem það er á leigumarkaði eða í eigin húsnæði. Við vitum hins vegar að stærstur hluti vinnandi einstaklinga á Íslandi nær ekki þessari útborgun. Alla vega ekki ég sem er búin með diplomanám á mastersstigi og hef 12 ára starfsreynslu hjá ríkisstofnun. Dögun vill að félagslegar bætur (og önnnur framfærsla í landinu) verði snarhækkaðar (og lágmarksframfærsla lögfest) þannig að sveitarfélögin í landinu framfylgi í raun sinni lagalegu skyldu að sjá þeim farborða sem ekki geta gert það sjálfir. Þegar slíkt kemur til tals er gjarnan bent á að slíkar bætur (þ.m.t. atvinnuleysisbætur) megi ekki vera hærri en lægstu laun. Ég skil þá hugsun fullkomlega. Síst af öllu viljum við styðja fólk til vanvirkni; það kemur engum til góðs, hvorki heilsu einstaklingsins sjálfs, fjölskyldu hans né samfélagsins sem heild. En ég spyr: eiga sveitarfélög að halda áfram meðvirkni sinni við láglaunastefnu landsins? Eigum við að leyfa óprúttnum atvinnurekendum (þar með talið ríkinu) að halda áfram að borga starfsfólki sínu vægast sagt ömurleg laun sem ekki er hægt að lifa á? Er ekki miklu heilbrigðara að sveitarfélög standi við lagalegar skyldur sínar og verði þannig þrýstingur fyrir atvinnulífið til að hækka laun vinnandi stétta? Það finnst mér.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur tíðkast láglaunastefna um áratugabil. Flestar vinnandi stéttir og þá ekki síst kennslu- og umönnunarstéttir eru láglaunastéttir. Þetta eru stéttir sem sinna börnum, ungmennum, öldruðum, sjúkum o.s.frv. Stéttir sem flestir vita að eru mjög nauðsynlegar samfélaginu. Þarna eru miklu fleiri stéttir, en þið vitið hvað ég meina. Ef maður spyr fólk hvort það haldi að fátækt hafi aukist á Íslandi eftir kreppu segja flestir halda að svo sé. Það er líka rétt; raunveruleg fátækt hefur aukist til muna samfara minnkandi kaupmætti í kjölfar hækkanna á matvælum, eldsneyti, leigu o.s.frv. Þetta er augljóst fyrir alla. Eða flesta. Stjórnvöld reyna á sama tíma að segja okkur að fátækt hafi minnkað. Til þess nota þeir alls konar útreikninga. Þar má nefna hagvöxt, sem hefur víst aukist. Útreikningar Hagstofunnar um viðmið sem einstaklingur fær í félagslegar bætur, geti hann ekki séð sér farborða sjálfur, eru hæstar um 160 þús á mánuði. Þessi útreikningur miðast við miðgildi tekna á íslandi. Eitt merki um minnkandi fátækt og meiri jöfnuð, segja stjórnvöld, eru þegar þessi upphæð lækkar, eins og gerðist fyrst eftir hrun. Þessa lækkun má skýra með einföldum hætti; ofurlaun snarlækkuð og þar með miðgildi tekna sem miðað er við í útreikningum félagsbóta. Þýðir þetta að fátækt hafi minnkað? Þýðir þetta að fólkið sem hafði 160 þús en nú 155 þús geti lifað auðveldara lífi og átt fyrir nauðsynjum? Um leið og nauðsynjar hækka og hækka? Það sér hver heilvita manneskja að slík getur ekki verið raunin. Þessir útreikningar stjórnvalda um hvort fátækt hafi aukist er í engu samræmi við veruleikann, engu. Það hefur verið reiknað út af mér tölugleggri konum að einstaklingur þurfi um 350 þúsund krónur útborgað (nettótekjur eftir skatta og gjöld) til að lifa sómasamlegu lífi á Íslandi; hvort sem það er á leigumarkaði eða í eigin húsnæði. Við vitum hins vegar að stærstur hluti vinnandi einstaklinga á Íslandi nær ekki þessari útborgun. Alla vega ekki ég sem er búin með diplomanám á mastersstigi og hef 12 ára starfsreynslu hjá ríkisstofnun. Dögun vill að félagslegar bætur (og önnnur framfærsla í landinu) verði snarhækkaðar (og lágmarksframfærsla lögfest) þannig að sveitarfélögin í landinu framfylgi í raun sinni lagalegu skyldu að sjá þeim farborða sem ekki geta gert það sjálfir. Þegar slíkt kemur til tals er gjarnan bent á að slíkar bætur (þ.m.t. atvinnuleysisbætur) megi ekki vera hærri en lægstu laun. Ég skil þá hugsun fullkomlega. Síst af öllu viljum við styðja fólk til vanvirkni; það kemur engum til góðs, hvorki heilsu einstaklingsins sjálfs, fjölskyldu hans né samfélagsins sem heild. En ég spyr: eiga sveitarfélög að halda áfram meðvirkni sinni við láglaunastefnu landsins? Eigum við að leyfa óprúttnum atvinnurekendum (þar með talið ríkinu) að halda áfram að borga starfsfólki sínu vægast sagt ömurleg laun sem ekki er hægt að lifa á? Er ekki miklu heilbrigðara að sveitarfélög standi við lagalegar skyldur sínar og verði þannig þrýstingur fyrir atvinnulífið til að hækka laun vinnandi stétta? Það finnst mér.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar