Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2014 19:30 Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. Sérleyfið var afhent undir mótmælum umhverfissamtaka. Nokkrir tugir einstaklinga með mótmælaspjöld gegn olíuleit púuðu á fulltrúa olíufélaganna og stjórnvalda þegar þeir gengu í Þjóðmenningarhúsið. Frá mótmælunum í dag.Mynd/Árni Finnsson, NVSÍ. Það kom þó ekki í veg fyrir að Guðni Jóhannesson orkumálastjóri afhenti þriðja og síðasta olíuleyfið í þessari atrennu en rekstaraðili þess verður kínverska ríkisolíufélagið CNOOC. Aðrir handhafar leyfisins eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Þar með er búið að úthluta þremur leyfum og er Petoro 25% aðili að hverju þeirra, og þar með stærsti sérleyfishafinn á Drekasvæðinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði þetta stóran dag. Nú væri að ljúka fyrsta áfanga á langri leið sem ekki væri útséð með hvernig endaði. Leyfismálum væri nú lokið og nú gætu fyrirtækin hafist handa. Nú er í fyrsta sinn komið risaolíufélag á Drekasvæðið. Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, segir það mikil þáttaskil. Alls óvíst sé hvort olía eða gas finnist á Drekasvæðinu en þetta sé viðurkenning, sem auki líkurnar á því að eitthvað finnist. Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra olíumála.Stöð 2/Einar Varaforseti CNOOC, Cheng Ming, segir fyrirtækið koma til Íslands í von um árangursríka leit. Þetta sé ónumið svæði sem hafi lítið verið rannsakað. Því þurfi að leggja í mikla vinnu til að staðfesta að þar sé olía. Heiðar Már Guðjónsson segir CNOOC eitt af hundrað stærstu fyrirtækjum heims og með stærstu olíufélögunum. Þeir bori eina nýja holu í hverri viku, sambærilegar á við þær sem bora þurfi á Drekasvæðinu. Ein slík hola kosti á við heila Hörpu. „Þarna erum við komnir með mjög öflugan samstarfsaðila sem hefur reynslu og þekkingu á því að vinna á norðlægum slóðum.” Það sé í ekki síst í gegnum eignarhald þess á kanadísku fyrirtæki. Vel fór á með Kínverjum og Norðmönnum í dag en alþjóðafréttastofur hafa velt því upp hvort þetta samstarf þeirra við Íslandsstrendur boði þíðu í samskiptum ríkjanna eftir að Kínverjar móðguðust vegna friðarverðlauna Nóbels fyrir fjórum árum. Kínverski sendiherrann á Íslandi, Ma Jisheng, vildi þó aðeins tjá sig um samskiptin við Ísland. Þetta væri nýr áfangi og nýtt upphafi í samskiptum ríkjanna sem færu stigvaxandi. Sérleyfin þrjú á Drekasvæði. En hvenær verður svo hafist handa? „Bergmálsmælingar strax næsta sumar. Boranir í fyrsta lagi eftir 4 ár en í síðasta lagi eftir 8 ár,” svarar stjórnarformaður Eykons. Ráðherrann segir að núverandi ríkisstjórn verði ekki við kröfum umhverfissamtaka um að hætta við. „Ég vek reyndar athygli á því að það var fyrrverandi ríkisstjórn, sem skipuð var öðrum flokkum en eru í dag, sem setti þetta ferli af stað. Þannig að ég get ekki ímyndað mér að það sé pólitískur vilji á Alþingi til að stöðva þetta ferli,” segir Ragnheiður Elín. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. Sérleyfið var afhent undir mótmælum umhverfissamtaka. Nokkrir tugir einstaklinga með mótmælaspjöld gegn olíuleit púuðu á fulltrúa olíufélaganna og stjórnvalda þegar þeir gengu í Þjóðmenningarhúsið. Frá mótmælunum í dag.Mynd/Árni Finnsson, NVSÍ. Það kom þó ekki í veg fyrir að Guðni Jóhannesson orkumálastjóri afhenti þriðja og síðasta olíuleyfið í þessari atrennu en rekstaraðili þess verður kínverska ríkisolíufélagið CNOOC. Aðrir handhafar leyfisins eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Þar með er búið að úthluta þremur leyfum og er Petoro 25% aðili að hverju þeirra, og þar með stærsti sérleyfishafinn á Drekasvæðinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði þetta stóran dag. Nú væri að ljúka fyrsta áfanga á langri leið sem ekki væri útséð með hvernig endaði. Leyfismálum væri nú lokið og nú gætu fyrirtækin hafist handa. Nú er í fyrsta sinn komið risaolíufélag á Drekasvæðið. Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, segir það mikil þáttaskil. Alls óvíst sé hvort olía eða gas finnist á Drekasvæðinu en þetta sé viðurkenning, sem auki líkurnar á því að eitthvað finnist. Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra olíumála.Stöð 2/Einar Varaforseti CNOOC, Cheng Ming, segir fyrirtækið koma til Íslands í von um árangursríka leit. Þetta sé ónumið svæði sem hafi lítið verið rannsakað. Því þurfi að leggja í mikla vinnu til að staðfesta að þar sé olía. Heiðar Már Guðjónsson segir CNOOC eitt af hundrað stærstu fyrirtækjum heims og með stærstu olíufélögunum. Þeir bori eina nýja holu í hverri viku, sambærilegar á við þær sem bora þurfi á Drekasvæðinu. Ein slík hola kosti á við heila Hörpu. „Þarna erum við komnir með mjög öflugan samstarfsaðila sem hefur reynslu og þekkingu á því að vinna á norðlægum slóðum.” Það sé í ekki síst í gegnum eignarhald þess á kanadísku fyrirtæki. Vel fór á með Kínverjum og Norðmönnum í dag en alþjóðafréttastofur hafa velt því upp hvort þetta samstarf þeirra við Íslandsstrendur boði þíðu í samskiptum ríkjanna eftir að Kínverjar móðguðust vegna friðarverðlauna Nóbels fyrir fjórum árum. Kínverski sendiherrann á Íslandi, Ma Jisheng, vildi þó aðeins tjá sig um samskiptin við Ísland. Þetta væri nýr áfangi og nýtt upphafi í samskiptum ríkjanna sem færu stigvaxandi. Sérleyfin þrjú á Drekasvæði. En hvenær verður svo hafist handa? „Bergmálsmælingar strax næsta sumar. Boranir í fyrsta lagi eftir 4 ár en í síðasta lagi eftir 8 ár,” svarar stjórnarformaður Eykons. Ráðherrann segir að núverandi ríkisstjórn verði ekki við kröfum umhverfissamtaka um að hætta við. „Ég vek reyndar athygli á því að það var fyrrverandi ríkisstjórn, sem skipuð var öðrum flokkum en eru í dag, sem setti þetta ferli af stað. Þannig að ég get ekki ímyndað mér að það sé pólitískur vilji á Alþingi til að stöðva þetta ferli,” segir Ragnheiður Elín.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira