„Við erum að fara funda með ÁTVR varðandi vörumerkjaumræðuna og mun nefndin kynna sér þeirra sjónarmið,“ segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í samtali við fréttastofu Vísis.
„Á alþingi er til umræðu breyting á löggjöf varðandi líkindi á óáfengum og áfengum vörum og nefndin er í dag að fræðast út á hvað þetta gengur.“

„Það hefur verið hægt að auglýsa óáfenga ölið án þess að áfenga ölið hafi verið bannað. Öll reglugerðin í tengslum við þetta mál er bara mjög flókin og við í nefndinni erum að kynna okkur þessi mál í dag.“
„Það var því tekin sú ákvörðun að fá ýmsa hagsmunaaðila á fund með okkur og fá að sjá með berum augum hvað ÁTVR er að glíma við. Í leiðinni verður einnig farið yfir rekstur stofnunninnar í heild sinni.“