Svipmynd Markaðarins: Fékk lán út á húsið til að komast af stað Haraldur Guðmundsson skrifar 14. desember 2014 14:00 Brynja er nú með um 50 manns í vinnu og hyggur á frekari landvinninga. Vísir/GVA „Við erum að einblína á útrásina, ef maður má nota það orð, og eigum í viðræðum við stór erlend fyrirtæki sem hafa áhuga á að nota hugbúnað okkar til að selja þjónustu eins og rafrænar undirskriftir og fleira,“ segir Brynja Guðmundsdóttir, stofnandi og forstjóri tæknifyrirtækisins Azazo. Brynja stofnaði fyrirtækið árið 2007 en það hét þá Gagnavarslan. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið hratt og selur nú hugbúnaðinn CoreData, rekur gagnavörslu á Ásbrú í Reykjanesbæ, ráðgjafasvið í Hafnarfirði og býður skönnunar- og prentþjónustu. „Og nú erum við á fullu við að koma okkur á markað erlendis samhliða starfseminni hér heima og því höfum við tekið upp nafnið Azazo,“ segir Brynja. Hún lærði viðskiptafræði með áherslu á endurskoðun við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1991. Eftir það var hún ráðin skrifstofustjóri og aðalbókari Kaupfélags Húnvetninga og Sölufélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Félögin áttu á þeim tíma meðal annars fyrirtækið Vilko og hótelið í bænum og Mjólkursamlag Austur-Húnvetninga. „Þetta var mjög erfið ákvörðun enda þekkti ég engan þarna og var ein með tvö lítil börn en það fylgdi einbýlishús með fimm herbergjum þannig að ég lét slag standa,“ segir Brynja og hlær. „Þarna fékk ég að gera allt enda var enginn tölvumaður til að reka netkerfin eða forrita og það endaði á mér. Þetta var því ein besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ Brynja starfaði síðar hjá Stöð 2 og Símanum og sem fjármálastjóri hjá Skýrr. „Árið 2005 ákvað ég að segja upp hjá Skýrr en ég var þá að koma úr barneignafríi og ætlaði þá að kaupa fyrirtæki og var búin að redda fjármögnun og allt. Það datt upp fyrir og eftir stutt stopp hjá Alfresca ákvað ég að stofna Gagnavörsluna árið 2007,“ segir Brynja. Hún byrjaði frá grunni en fékk lán út á húsið sitt til að koma fyrirtækinu af stað. Síðan þá hefur Azazo fjárfest fyrir tvo milljarða króna. Stór hluti þeirrar upphæðar kom úr eigin rekstri fyrirtækisins en ólíkt því sem þekkist í mörgum öðrum sprotafyrirtækjum þá gátu Brynja og samstarfsmenn hennar skapað fyrirtækinu tekjur nánast frá fyrsta degi. „Bankinn sem ákvað á endanum að lána mér hefur ekki tapað krónu á því og ég hef verið dugleg að fá inn nýja fjárfesta.“ Spurð um áhugamál nefnir Brynja skíði, hjólreiðar, golf og fjallgöngur. „Ég er frekar ofvirk þótt ég sé alltaf að vinna. Svo á ég fjögur börn í fótbolta þannig að ég er mikið á vellinum. Nú hlakka ég til þess að eiga góðar stundir með fjölskyldunni og vinum um hátíðarnar.“Vigdís Sif HrafnkelsdóttirVigdís Sif Hrafnkelsdóttir, vinkona Brynju „Brynja er ótrúlegur dugnaðarforkur sem leitar lausna við hverri áskorun og verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Betri vin er varla hægt að hugsa sér. Það er búið að vera mikið ævintýri að fylgjast með henni byggja upp Azazo (Gagnavörsluna) og er óhætt að segja að Brynja sýni mikinn kjark og dugnað. Hún er líka einstaklega ósérhlífin þannig að stundum höfum við vinirnir nú áhyggjur af vinnuálaginu. Það er alltaf líf og fjör í kringum Brynju enda segir hún sjaldnast nei við áskorunum. Þó svo hún beri við lofthræðslu hikar hún ekki við að reyna eitthvað nýtt hvort sem það eru fjallgöngur, skíði, fjallahjól eða hvað sem okkur dettur í hug hverja stundina.“Jónas SigurðssonJónas Sigurðsson, kerfishönnuður og tónlistarmaður „Brynja er ótrúlegur dugnaðarforkur. Hún þorir og lætur vaða. Við höfum unnið saman síðan 2008 að þróun hugbúnaðarlausna á sviði skjala- og upplýsingastýringar og það hefur verið mjög lærdómsríkt að fylgjast með henni. Hún gefst aldrei upp og henni hefur tekist að keyra fyrirtækið áfram á afar erfiðum tímum í íslensku atvinnulífi. Hún þorir líka þegar margir þora ekki. Til dæmis voru margir sem höfðu enga trú á því að veðja á opna staðla og skýjavæddan hugbúnað þegar við lögðum af stað. Hún fattaði þetta hins vegar og var til í að veðja á að framtíðin lægi í þessari tækni. Það segir margt um hana.“ Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
„Við erum að einblína á útrásina, ef maður má nota það orð, og eigum í viðræðum við stór erlend fyrirtæki sem hafa áhuga á að nota hugbúnað okkar til að selja þjónustu eins og rafrænar undirskriftir og fleira,“ segir Brynja Guðmundsdóttir, stofnandi og forstjóri tæknifyrirtækisins Azazo. Brynja stofnaði fyrirtækið árið 2007 en það hét þá Gagnavarslan. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið hratt og selur nú hugbúnaðinn CoreData, rekur gagnavörslu á Ásbrú í Reykjanesbæ, ráðgjafasvið í Hafnarfirði og býður skönnunar- og prentþjónustu. „Og nú erum við á fullu við að koma okkur á markað erlendis samhliða starfseminni hér heima og því höfum við tekið upp nafnið Azazo,“ segir Brynja. Hún lærði viðskiptafræði með áherslu á endurskoðun við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1991. Eftir það var hún ráðin skrifstofustjóri og aðalbókari Kaupfélags Húnvetninga og Sölufélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Félögin áttu á þeim tíma meðal annars fyrirtækið Vilko og hótelið í bænum og Mjólkursamlag Austur-Húnvetninga. „Þetta var mjög erfið ákvörðun enda þekkti ég engan þarna og var ein með tvö lítil börn en það fylgdi einbýlishús með fimm herbergjum þannig að ég lét slag standa,“ segir Brynja og hlær. „Þarna fékk ég að gera allt enda var enginn tölvumaður til að reka netkerfin eða forrita og það endaði á mér. Þetta var því ein besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ Brynja starfaði síðar hjá Stöð 2 og Símanum og sem fjármálastjóri hjá Skýrr. „Árið 2005 ákvað ég að segja upp hjá Skýrr en ég var þá að koma úr barneignafríi og ætlaði þá að kaupa fyrirtæki og var búin að redda fjármögnun og allt. Það datt upp fyrir og eftir stutt stopp hjá Alfresca ákvað ég að stofna Gagnavörsluna árið 2007,“ segir Brynja. Hún byrjaði frá grunni en fékk lán út á húsið sitt til að koma fyrirtækinu af stað. Síðan þá hefur Azazo fjárfest fyrir tvo milljarða króna. Stór hluti þeirrar upphæðar kom úr eigin rekstri fyrirtækisins en ólíkt því sem þekkist í mörgum öðrum sprotafyrirtækjum þá gátu Brynja og samstarfsmenn hennar skapað fyrirtækinu tekjur nánast frá fyrsta degi. „Bankinn sem ákvað á endanum að lána mér hefur ekki tapað krónu á því og ég hef verið dugleg að fá inn nýja fjárfesta.“ Spurð um áhugamál nefnir Brynja skíði, hjólreiðar, golf og fjallgöngur. „Ég er frekar ofvirk þótt ég sé alltaf að vinna. Svo á ég fjögur börn í fótbolta þannig að ég er mikið á vellinum. Nú hlakka ég til þess að eiga góðar stundir með fjölskyldunni og vinum um hátíðarnar.“Vigdís Sif HrafnkelsdóttirVigdís Sif Hrafnkelsdóttir, vinkona Brynju „Brynja er ótrúlegur dugnaðarforkur sem leitar lausna við hverri áskorun og verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Betri vin er varla hægt að hugsa sér. Það er búið að vera mikið ævintýri að fylgjast með henni byggja upp Azazo (Gagnavörsluna) og er óhætt að segja að Brynja sýni mikinn kjark og dugnað. Hún er líka einstaklega ósérhlífin þannig að stundum höfum við vinirnir nú áhyggjur af vinnuálaginu. Það er alltaf líf og fjör í kringum Brynju enda segir hún sjaldnast nei við áskorunum. Þó svo hún beri við lofthræðslu hikar hún ekki við að reyna eitthvað nýtt hvort sem það eru fjallgöngur, skíði, fjallahjól eða hvað sem okkur dettur í hug hverja stundina.“Jónas SigurðssonJónas Sigurðsson, kerfishönnuður og tónlistarmaður „Brynja er ótrúlegur dugnaðarforkur. Hún þorir og lætur vaða. Við höfum unnið saman síðan 2008 að þróun hugbúnaðarlausna á sviði skjala- og upplýsingastýringar og það hefur verið mjög lærdómsríkt að fylgjast með henni. Hún gefst aldrei upp og henni hefur tekist að keyra fyrirtækið áfram á afar erfiðum tímum í íslensku atvinnulífi. Hún þorir líka þegar margir þora ekki. Til dæmis voru margir sem höfðu enga trú á því að veðja á opna staðla og skýjavæddan hugbúnað þegar við lögðum af stað. Hún fattaði þetta hins vegar og var til í að veðja á að framtíðin lægi í þessari tækni. Það segir margt um hana.“
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun