Umræða um lögbann og ólögmætt niðurhal á villigötum Tómas Jónsson skrifar 16. október 2014 16:14 Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. Úrskurðurinn byggði einkum á lagaheimild sem var sett inn í höfundalögin árið 2010 og veitti rétthafasamtökum beint úrræði gagnvart fjarskiptafyrirtækjum óháð ábyrgð þeirra síðarnefndu. Þessi lagaheimild þótti nauðsynleg til verndar réttindum höfunda og listamanna þar sem yfirleitt er ekki vitað hver ber ábyrgð á rekstri vefsíða þar sem tónlist og kvikmyndum er dreift í heimildarleysi. Lagaheimildin hafði aldrei verið notað áður og margar spurningar vöknuðu við beitingu hennar, þ.á.m. hvaða samtök gætu nýtt sér hana og skörun hennar við ýmis ákvæði stjórnarskrár, einkum ákvæða um atvinnu – og tjáningarfrelsi. Almenn skilyrði fyrir beitingu lögbanns voru einnig til skoðunar. Fyrir um ári síðan tók sýslumaður undir mörg sjónarmið um að lögbannið ætti ekki að ná fram að ganga en nú hefur héraðsdómur hnekkt ákvörðun sýslumanns og hafnað öllum rökum, sem hefur verið teflt fram gegn lögbanninu. Þar til Hæstiréttur Íslands hefur kveðið á um annað hefur þessi afstaða héraðsdóms fordæmisgildi fyrir öll sambærileg mál, þ.e. fyrir allar sambærilegar vefsíður og fjarskiptaskiptafyrirtæki sem veita aðgang að þeim. Sumir hafa gert lítið úr gildi þessara úrskurða héraðsdóms og líkt baráttu rétthafa við bardaga við vindmyllur. Auðvelt sé að stofna aðrar síður og ómögulegt sé að eltast við þær allar. Einn þingmaður hefur meira að segja látið hafa eftir sér að hann sé reiðubúinn til þess að veita tækniráðgjöf til þess að fara framhjá lögbanninu. Það er með miklum ólíkindum og má líkja við að þingmaðurinn bjóði fram aðstoð við innbrot á heimili af því hann veit hvar húslykillinn er falinn. Umræða um tilgangsleysi lögbannsaðgerða er mjög villandi og því miður eru margir sem kynda undir hana. Það er rétt að útilokað er að koma í veg fyrir ólögmætt niðurhal en með sameiginlegu átaki má takmarka tjón af völdum þess. Tilgangurinn með framangreindum lögbannsaðgerðunum var fyrst og fremst að fá skýrt fordæmi í þeirri baráttu. Fordæmi sem má nýta til þess að loka á aðgengi að sambærilegum vefsíðum, annað hvort í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin eða með frekari lögbannsaðgerðum. Með áframhaldandi aðgerðum verður smá saman erfiðara um vik fyrir þá sem stunda ólögmæta niðurhalið. Viðkomandi þurfa að sýna meiri ásetning og leita uppi ólögmætar síður sem áfram eru opnar. Flest venjulegt fólk mun sennilega staldra við en ekkert er því til fyrirstöðu að koma fram refsi- og skaðabótaábyrgð gagnvart þeim, sem sýna einbeittan brotavilja. Reynslan á eftir að skera úr um árangur af lögbannsaðgerðum rétthafa hér á landi en erlendar rannsóknir sýna verulega minnkun á ólögmætu niðurhali þar sem lögbann hefur náð fram að ganga. Samhliða eru líkur á því að vitundarvakning verði á meðal almennings, um hvað telst eðlileg og sanngjörn framkoma gagnvart rétthöfum. Að ekki sé eðlilegt að njóta verka þeirra án þess að greiða fyrir þau. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir alla listamenn og höfunda og umrædd lögbannsleið er líklega besta úrræði þeirra til þess að verja lifibrauð sitt gagnvart hinu ólögmæta niðurhali. Um er að ræða mjög raunhæft úrræði og ástæðulaust að gera lítið úr því. Undirritaður er hæstaréttarlögmaður og lögmaður rétthafasamtaka í umræddum lögbannsmálum. Tómas Jónsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. Úrskurðurinn byggði einkum á lagaheimild sem var sett inn í höfundalögin árið 2010 og veitti rétthafasamtökum beint úrræði gagnvart fjarskiptafyrirtækjum óháð ábyrgð þeirra síðarnefndu. Þessi lagaheimild þótti nauðsynleg til verndar réttindum höfunda og listamanna þar sem yfirleitt er ekki vitað hver ber ábyrgð á rekstri vefsíða þar sem tónlist og kvikmyndum er dreift í heimildarleysi. Lagaheimildin hafði aldrei verið notað áður og margar spurningar vöknuðu við beitingu hennar, þ.á.m. hvaða samtök gætu nýtt sér hana og skörun hennar við ýmis ákvæði stjórnarskrár, einkum ákvæða um atvinnu – og tjáningarfrelsi. Almenn skilyrði fyrir beitingu lögbanns voru einnig til skoðunar. Fyrir um ári síðan tók sýslumaður undir mörg sjónarmið um að lögbannið ætti ekki að ná fram að ganga en nú hefur héraðsdómur hnekkt ákvörðun sýslumanns og hafnað öllum rökum, sem hefur verið teflt fram gegn lögbanninu. Þar til Hæstiréttur Íslands hefur kveðið á um annað hefur þessi afstaða héraðsdóms fordæmisgildi fyrir öll sambærileg mál, þ.e. fyrir allar sambærilegar vefsíður og fjarskiptaskiptafyrirtæki sem veita aðgang að þeim. Sumir hafa gert lítið úr gildi þessara úrskurða héraðsdóms og líkt baráttu rétthafa við bardaga við vindmyllur. Auðvelt sé að stofna aðrar síður og ómögulegt sé að eltast við þær allar. Einn þingmaður hefur meira að segja látið hafa eftir sér að hann sé reiðubúinn til þess að veita tækniráðgjöf til þess að fara framhjá lögbanninu. Það er með miklum ólíkindum og má líkja við að þingmaðurinn bjóði fram aðstoð við innbrot á heimili af því hann veit hvar húslykillinn er falinn. Umræða um tilgangsleysi lögbannsaðgerða er mjög villandi og því miður eru margir sem kynda undir hana. Það er rétt að útilokað er að koma í veg fyrir ólögmætt niðurhal en með sameiginlegu átaki má takmarka tjón af völdum þess. Tilgangurinn með framangreindum lögbannsaðgerðunum var fyrst og fremst að fá skýrt fordæmi í þeirri baráttu. Fordæmi sem má nýta til þess að loka á aðgengi að sambærilegum vefsíðum, annað hvort í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin eða með frekari lögbannsaðgerðum. Með áframhaldandi aðgerðum verður smá saman erfiðara um vik fyrir þá sem stunda ólögmæta niðurhalið. Viðkomandi þurfa að sýna meiri ásetning og leita uppi ólögmætar síður sem áfram eru opnar. Flest venjulegt fólk mun sennilega staldra við en ekkert er því til fyrirstöðu að koma fram refsi- og skaðabótaábyrgð gagnvart þeim, sem sýna einbeittan brotavilja. Reynslan á eftir að skera úr um árangur af lögbannsaðgerðum rétthafa hér á landi en erlendar rannsóknir sýna verulega minnkun á ólögmætu niðurhali þar sem lögbann hefur náð fram að ganga. Samhliða eru líkur á því að vitundarvakning verði á meðal almennings, um hvað telst eðlileg og sanngjörn framkoma gagnvart rétthöfum. Að ekki sé eðlilegt að njóta verka þeirra án þess að greiða fyrir þau. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir alla listamenn og höfunda og umrædd lögbannsleið er líklega besta úrræði þeirra til þess að verja lifibrauð sitt gagnvart hinu ólögmæta niðurhali. Um er að ræða mjög raunhæft úrræði og ástæðulaust að gera lítið úr því. Undirritaður er hæstaréttarlögmaður og lögmaður rétthafasamtaka í umræddum lögbannsmálum. Tómas Jónsson
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar