Fagmennska ferðaþjónustunnar Bryndís Kristjánsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Því betri innri uppbygging ferðaþjónustunnar á Íslandi því meiri gæði. Í sumar hafa væntanlega komið fleiri ferðamenn til landsins en nokkru sinni fyrr og að sama skapi hefur umræðan um hvers konar þætti ferðaþjónustunnar sjaldan verið meiri. Oftar en ekki hefur umræðan snúist um það sem miður hefur farið – bæði hjá ferðamönnunum sjálfum og innri uppbyggingu í ferðaþjónustunni. Mjög nýleg dæmi um þetta er útlendi fjölskyldufaðirinn sem fór á fólksbíl upp á Langjökul með konu sína og þrjú börn. Hvað fór úrskeiðis hér sem orsakaði að hann lagði fjölskyldu sína í hættu á þennan hátt? Síðan varð illa búinn ferðamaður innlyksa úti í Gróttu þegar flæddi að og hræðileg sár voru skilin eftir í náttúrunni eftir utanvegarakstur. Margt fleira neikvætt væri hægt að nefna og einnig margt jákvætt en þessum pistli er ætlað að vekja athygli á einum innri þætti ferðaþjónustunnar þar sem fagmennska er höfð að leiðarljósi.40 ára fagmennska Leiðsögumenn hafa starfað sem stétt innan ferðaþjónustunnar í rúm 40 ár en Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972, að frumkvæði leiðsögumanna sem unnið höfðu við starfið um árabil. Starfið og stéttin hefur gengið í gegnum súrt og sætt en þó jafnt og þétt verið að vaxa og eflast. Nám leiðsögumanna hefur sömuleiðis þróast í áranna rás, í samræmi við kröfur ferðaþjónustunnar, og er í stöðugri þróun. Nú er svo komið að þrír skólar bjóða leiðsögunám þar sem kennt er samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins: Leiðsöguskóli Íslands sem staðsettur er í MK, Endurmenntun HÍ og Endurmenntun HA, og í vor hafa væntanlega útskrifast rúmlega 100 nýir leiðsögumenn. Að loknu námi í þessum skólum geta nemendur gengið í Félag leiðsögumanna en við aðild að fagfélaginu öðlast þeir rétt til að bera merki félagsins, sem sýnir að þar er um fagmenntaðan leiðsögumann að ræða en eingöngu slíkir fá að bera merkið. Allir sem starfa innan ferðaþjónustunnar geta síðan gengið í stéttarfélag félagsins, sem fer með samningsrétt fyrir hönd félagsmanna og semur um laun sem að lágmarki skal greiða fyrir störfin.Eingöngu fagmenntaða Allir ferðaþjónustuaðilar sem vilja tryggja sem best gæði í ferðum sem þeir bjóða eru með fagmenntaða leiðsögumenn í ferðum sínum, enda kveða kjarasamningar leiðsögumanna á um að það sé gert. Í áranna rás hefur sú saga komist á kreik að ekki sé til nægur fjöldi leiðsögumanna til að anna leiðsögn í landinu. Því er til að svara að á skrá félagsins eru rúmlega 800 leiðsögumenn – en mun fleiri fagmenntaðir leiðsögumenn hafa þurft að snúa sér að öðrum störfum því aðrir hafa verið ráðnir í þeirra stað. Rútubílstjórar eru hafsjór þekkingar á því hvaða vitleysur og undarlegu uppákomur eiga sér stað þegar „hver sem er” leiðsegir í ferð um Ísland. Stundum eru það útlendingar sem hafa aldrei komið til Íslands áður eða Íslendingar sem eru tilækir þá stundina og geta talað viðkomandi tungumál! Fagmenntaðir leiðsögumenn leiðsegja þannig að ferðamenn fá sem réttasta mynd af landi og þjóð. Þeir hafa lært það helsta sem snýr að öryggismálum og slysavörnum, og þeir sem fara með ferðamenn í óbyggðir læra enn meira, þeir þekkja innviði landsins og fylgjast með fréttum. Allt þetta, og meira, tryggir betur en ella að koma megi í veg fyrir að erlendir ferðamenn fari sér að voða – eða skaði landið. Það sjá því allir að það er ekkert nema ávinningur af því að engir nema leiðsögumenn fagmenntaðir á Íslandi leiðsegi í hópferðum um Ísland – og síðan má nýta sér fagþekkingu þeirra á ýmsan máta til að leiðbeina ferðamönnum sem kjósa að ferðast á eigin vegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Því betri innri uppbygging ferðaþjónustunnar á Íslandi því meiri gæði. Í sumar hafa væntanlega komið fleiri ferðamenn til landsins en nokkru sinni fyrr og að sama skapi hefur umræðan um hvers konar þætti ferðaþjónustunnar sjaldan verið meiri. Oftar en ekki hefur umræðan snúist um það sem miður hefur farið – bæði hjá ferðamönnunum sjálfum og innri uppbyggingu í ferðaþjónustunni. Mjög nýleg dæmi um þetta er útlendi fjölskyldufaðirinn sem fór á fólksbíl upp á Langjökul með konu sína og þrjú börn. Hvað fór úrskeiðis hér sem orsakaði að hann lagði fjölskyldu sína í hættu á þennan hátt? Síðan varð illa búinn ferðamaður innlyksa úti í Gróttu þegar flæddi að og hræðileg sár voru skilin eftir í náttúrunni eftir utanvegarakstur. Margt fleira neikvætt væri hægt að nefna og einnig margt jákvætt en þessum pistli er ætlað að vekja athygli á einum innri þætti ferðaþjónustunnar þar sem fagmennska er höfð að leiðarljósi.40 ára fagmennska Leiðsögumenn hafa starfað sem stétt innan ferðaþjónustunnar í rúm 40 ár en Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972, að frumkvæði leiðsögumanna sem unnið höfðu við starfið um árabil. Starfið og stéttin hefur gengið í gegnum súrt og sætt en þó jafnt og þétt verið að vaxa og eflast. Nám leiðsögumanna hefur sömuleiðis þróast í áranna rás, í samræmi við kröfur ferðaþjónustunnar, og er í stöðugri þróun. Nú er svo komið að þrír skólar bjóða leiðsögunám þar sem kennt er samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins: Leiðsöguskóli Íslands sem staðsettur er í MK, Endurmenntun HÍ og Endurmenntun HA, og í vor hafa væntanlega útskrifast rúmlega 100 nýir leiðsögumenn. Að loknu námi í þessum skólum geta nemendur gengið í Félag leiðsögumanna en við aðild að fagfélaginu öðlast þeir rétt til að bera merki félagsins, sem sýnir að þar er um fagmenntaðan leiðsögumann að ræða en eingöngu slíkir fá að bera merkið. Allir sem starfa innan ferðaþjónustunnar geta síðan gengið í stéttarfélag félagsins, sem fer með samningsrétt fyrir hönd félagsmanna og semur um laun sem að lágmarki skal greiða fyrir störfin.Eingöngu fagmenntaða Allir ferðaþjónustuaðilar sem vilja tryggja sem best gæði í ferðum sem þeir bjóða eru með fagmenntaða leiðsögumenn í ferðum sínum, enda kveða kjarasamningar leiðsögumanna á um að það sé gert. Í áranna rás hefur sú saga komist á kreik að ekki sé til nægur fjöldi leiðsögumanna til að anna leiðsögn í landinu. Því er til að svara að á skrá félagsins eru rúmlega 800 leiðsögumenn – en mun fleiri fagmenntaðir leiðsögumenn hafa þurft að snúa sér að öðrum störfum því aðrir hafa verið ráðnir í þeirra stað. Rútubílstjórar eru hafsjór þekkingar á því hvaða vitleysur og undarlegu uppákomur eiga sér stað þegar „hver sem er” leiðsegir í ferð um Ísland. Stundum eru það útlendingar sem hafa aldrei komið til Íslands áður eða Íslendingar sem eru tilækir þá stundina og geta talað viðkomandi tungumál! Fagmenntaðir leiðsögumenn leiðsegja þannig að ferðamenn fá sem réttasta mynd af landi og þjóð. Þeir hafa lært það helsta sem snýr að öryggismálum og slysavörnum, og þeir sem fara með ferðamenn í óbyggðir læra enn meira, þeir þekkja innviði landsins og fylgjast með fréttum. Allt þetta, og meira, tryggir betur en ella að koma megi í veg fyrir að erlendir ferðamenn fari sér að voða – eða skaði landið. Það sjá því allir að það er ekkert nema ávinningur af því að engir nema leiðsögumenn fagmenntaðir á Íslandi leiðsegi í hópferðum um Ísland – og síðan má nýta sér fagþekkingu þeirra á ýmsan máta til að leiðbeina ferðamönnum sem kjósa að ferðast á eigin vegum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun