Af landbúnaði og listum Einar Freyr Elínarson skrifar 13. mars 2014 07:00 Mikil umræða hefur nú verið, eins og oft áður, um landbúnað og styrkjaumhverfið sem hann býr við. Þar hefur farið mikinn Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, og talar um íslenska bændur á framfæri skattgreiðenda við að mjólka og smala kindum. Þó svo að ríkisstyrktur landbúnaður tíðkist um allan heim. En svo er önnur skemmtileg umræða sem skýtur oft upp kollinum. Styrkir til menninga og lista. Andstæðingar þeirra styrkja hrópa hátt og snjallt að þeir sem geti ekki selt sína vöru, listina, og lifað af því eigi bara að finna sér eitthvað annað að gera.Landbúnaður + Menning Ég vil meina að þessir tveir hlutir, styrkir til landbúnaðar og styrkir til menninga og lista, séu í raun sami hluturinn. Þó að mér finnist að framlög til menninga og lista mættu vera enn meiri. Allt snýst þetta um að tryggja og styrkja stoðir íslenskrar framleiðslu. Hvort tveggja er nefnilega nauðsynlegt okkar samfélagi. Mönnum er oft tíðrætt um matvælaöryggi, og að sama skapi tel ég að tryggja þurfi menningaröryggi okkar Íslendinga. Raunveruleiki þessa máls er ekki svo ferkantaður að hann sé einfaldlega hægt að útskýra með hagfræðilíkani. Það er kannski þess vegna sem hann er sumu fólki svo torskilinn. Í raun lít ég ekki á þessi framlög ríkisins sem styrki. Mér fyndist réttara að tala um þetta sem niðurgreiðslur til neytenda. Ef ekki kæmu til þessi framlög ríkisins væru þessar vörur þeim mun dýrari. Þetta er lykilatriði, sem ég held að margir sjái ekki. Ef beingreiðslur til bænda væru ekki greiddar, þá þyrftu neytendur að borga hærra verð fyrir kjötið og mjólkina í búðinni. Eða þá að þessi framleiðsla myndi lognast út af. Sjálfsagt getur fólk spurt sig: „En þurfum við virkilega á þessu að halda?“ Við gætum alveg flutt inn þann mat sem við þurfum.Við getum meira að segja flutt inn menningu og list. Það væri kannski auðveldasta leiðin. Sem er sjaldnast sú rétta. Þetta snýst um það hvort við viljum tryggja íslenska framleiðslu og fjölbreytt samfélag. Sem ég vona að flestir vilji. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur nú verið, eins og oft áður, um landbúnað og styrkjaumhverfið sem hann býr við. Þar hefur farið mikinn Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, og talar um íslenska bændur á framfæri skattgreiðenda við að mjólka og smala kindum. Þó svo að ríkisstyrktur landbúnaður tíðkist um allan heim. En svo er önnur skemmtileg umræða sem skýtur oft upp kollinum. Styrkir til menninga og lista. Andstæðingar þeirra styrkja hrópa hátt og snjallt að þeir sem geti ekki selt sína vöru, listina, og lifað af því eigi bara að finna sér eitthvað annað að gera.Landbúnaður + Menning Ég vil meina að þessir tveir hlutir, styrkir til landbúnaðar og styrkir til menninga og lista, séu í raun sami hluturinn. Þó að mér finnist að framlög til menninga og lista mættu vera enn meiri. Allt snýst þetta um að tryggja og styrkja stoðir íslenskrar framleiðslu. Hvort tveggja er nefnilega nauðsynlegt okkar samfélagi. Mönnum er oft tíðrætt um matvælaöryggi, og að sama skapi tel ég að tryggja þurfi menningaröryggi okkar Íslendinga. Raunveruleiki þessa máls er ekki svo ferkantaður að hann sé einfaldlega hægt að útskýra með hagfræðilíkani. Það er kannski þess vegna sem hann er sumu fólki svo torskilinn. Í raun lít ég ekki á þessi framlög ríkisins sem styrki. Mér fyndist réttara að tala um þetta sem niðurgreiðslur til neytenda. Ef ekki kæmu til þessi framlög ríkisins væru þessar vörur þeim mun dýrari. Þetta er lykilatriði, sem ég held að margir sjái ekki. Ef beingreiðslur til bænda væru ekki greiddar, þá þyrftu neytendur að borga hærra verð fyrir kjötið og mjólkina í búðinni. Eða þá að þessi framleiðsla myndi lognast út af. Sjálfsagt getur fólk spurt sig: „En þurfum við virkilega á þessu að halda?“ Við gætum alveg flutt inn þann mat sem við þurfum.Við getum meira að segja flutt inn menningu og list. Það væri kannski auðveldasta leiðin. Sem er sjaldnast sú rétta. Þetta snýst um það hvort við viljum tryggja íslenska framleiðslu og fjölbreytt samfélag. Sem ég vona að flestir vilji.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar