Heimilin njóta leiðréttingar höfuðstóls íbúðarlána næstu 20-30 árin Líneik Anna Sævarsdóttir og Karl Garðarsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Skuldaleiðréttingin er bæði fjárhagsleg og mórölsk viðurkenning á því að forsendubrestur varð í hruninu árið 2008. Viðurkenning á því að það sé sanngirnismál að koma til móts við þann stóra hóp sem sat eftir í 110% leið fyrrverandi ríkisstjórnar. Viðurkenning á því að stór hópur fólks sem ætíð hafði verið varkárt í lántökum og gætt þess að sýna ábyrgð í fjármálum átti líka rétt. Leiðréttingin er almenn efnahagsaðgerð, sem í stuttu máli felst í að skattur sem lagður er á fjármálafyrirtæki er notaður til að leiðrétta verðtryggð íbúðalán. Þótt efnahagslegu rökin fyrir aðgerðinni séu sterk vega rök um jafnræði, réttlæti og sanngirni líka þungt og hafa afgerandi áhrif á framkvæmdina. Verkefnið er eitt af mörgum sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vinnur að til að endurreisa hagkerfið – þar sem heimilin eru undirstaðan. Þannig er verkefnið liður í undirbúningi aðgerða við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, endurskipulagningu húsnæðiskerfisins, endurbætur á menntakerfinu og afnám gjaldeyrishafta, svo fátt eitt sé nefnt. Jöfnun milli tekjuhópa einkennir leiðréttinguna, í raun á sér stað tilfærsla frá tekjuhærri hópum til tekjulægri. Eftir þessa aðgerð fjölgar líka þeim sem eiga meira en þeir skulda.Veruleg áhrif til lækkunarÍ umræðunni hefur verið einblínt á áhrif leiðréttingar á mánaðarlega greiðslubyrði en minna hefur verið fjallað um áhrif lækkunar höfuðstóls á fjárhag heimila til lengri tíma. Heildargreiðslur af láni skipta ekki síður máli en greiðslubyrði á mánuði. Leiðréttingin getur lækkað heildargreiðslur af fasteignaláninu um margar milljónir vegna minni áhrifa vaxtavaxta út lánstímann. Mest lækkun á heildargreiðslum verður á nýlegum lánum, enda lengri tími eftir af endurgreiðslum og því meiri vextir og verðbætur sem eiga eftir að bætast við. Ef verðbólga fer upp á við á lánstímanum verður þessi lækkun á heildargreiðslu enn meiri í krónum talið. Það sama á við ef leiðréttingunni, eða hluta hennar, er ráðstafað inn á þann hluta láns sem stendur á greiðslujöfnunarreikningi. Þá hefur hún ekki áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði en veruleg á áhrif til lækkunar heildargreiðsla. Að nýta séreignarsparnað til greiðslu inn á lán getur verið skynsamleg leið til sparnaðar og hún getur líka nýst ungu fólki vel til að safna skattfrjálst fyrir fyrstu útborgun til húsnæðiskaupa. Höfuðstóll lána lækkar um allt að 20% hjá þeim heimilum sem fá skuldaleiðréttingu og nýta sér séreignarsparnað til að greiða niður lán. Þessi lækkun getur haft áhrif á heimilisreksturinn næstu 20-30 árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Skuldaleiðréttingin er bæði fjárhagsleg og mórölsk viðurkenning á því að forsendubrestur varð í hruninu árið 2008. Viðurkenning á því að það sé sanngirnismál að koma til móts við þann stóra hóp sem sat eftir í 110% leið fyrrverandi ríkisstjórnar. Viðurkenning á því að stór hópur fólks sem ætíð hafði verið varkárt í lántökum og gætt þess að sýna ábyrgð í fjármálum átti líka rétt. Leiðréttingin er almenn efnahagsaðgerð, sem í stuttu máli felst í að skattur sem lagður er á fjármálafyrirtæki er notaður til að leiðrétta verðtryggð íbúðalán. Þótt efnahagslegu rökin fyrir aðgerðinni séu sterk vega rök um jafnræði, réttlæti og sanngirni líka þungt og hafa afgerandi áhrif á framkvæmdina. Verkefnið er eitt af mörgum sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vinnur að til að endurreisa hagkerfið – þar sem heimilin eru undirstaðan. Þannig er verkefnið liður í undirbúningi aðgerða við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, endurskipulagningu húsnæðiskerfisins, endurbætur á menntakerfinu og afnám gjaldeyrishafta, svo fátt eitt sé nefnt. Jöfnun milli tekjuhópa einkennir leiðréttinguna, í raun á sér stað tilfærsla frá tekjuhærri hópum til tekjulægri. Eftir þessa aðgerð fjölgar líka þeim sem eiga meira en þeir skulda.Veruleg áhrif til lækkunarÍ umræðunni hefur verið einblínt á áhrif leiðréttingar á mánaðarlega greiðslubyrði en minna hefur verið fjallað um áhrif lækkunar höfuðstóls á fjárhag heimila til lengri tíma. Heildargreiðslur af láni skipta ekki síður máli en greiðslubyrði á mánuði. Leiðréttingin getur lækkað heildargreiðslur af fasteignaláninu um margar milljónir vegna minni áhrifa vaxtavaxta út lánstímann. Mest lækkun á heildargreiðslum verður á nýlegum lánum, enda lengri tími eftir af endurgreiðslum og því meiri vextir og verðbætur sem eiga eftir að bætast við. Ef verðbólga fer upp á við á lánstímanum verður þessi lækkun á heildargreiðslu enn meiri í krónum talið. Það sama á við ef leiðréttingunni, eða hluta hennar, er ráðstafað inn á þann hluta láns sem stendur á greiðslujöfnunarreikningi. Þá hefur hún ekki áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði en veruleg á áhrif til lækkunar heildargreiðsla. Að nýta séreignarsparnað til greiðslu inn á lán getur verið skynsamleg leið til sparnaðar og hún getur líka nýst ungu fólki vel til að safna skattfrjálst fyrir fyrstu útborgun til húsnæðiskaupa. Höfuðstóll lána lækkar um allt að 20% hjá þeim heimilum sem fá skuldaleiðréttingu og nýta sér séreignarsparnað til að greiða niður lán. Þessi lækkun getur haft áhrif á heimilisreksturinn næstu 20-30 árin.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun