Viðbrögð við harmsögu úr strætó Kormákur Örn Axelsson skrifar 16. janúar 2014 06:00 Þriðjudagsmorguninn 14. janúar las ég greinina „Harmsaga úr strætó“ eftir Skarphéðin Þórsson. Í greininni rekur Skarphéðinn þá miður skemmtilegu lífsreynslu þegar honum var vísað út úr strætisvagni sökum þess að hann átti ekki nægilega mynt til þess að greiða fargjaldið. Þess í stað bauðst Skarphéðinn til þess að borga bílstjóranum með sundurrifnum 1000 króna seðli en þegar bílstjórinn neitaði að taka við sundurrifnum seðlinum og vísaði Skarphéðni úr vagninum sá Skarphéðinn sig knúinn til að skrifa umrædda grein. Ég hef starfað við kaupmennsku í fjöldamörg ár og á þeim ferli hef ég aldrei tekið við sundurrifnum seðlum. Ekki veit ég heldur til þess að slíkt tíðkist almennt meðal kollega minna. Þess í stað bendi ég viðskiptavinum á að fara með slíka seðla í næsta banka þar sem hægt er að skipta þeim út fyrir viðunandi seðla. Viðskiptavinir sýna þessu yfirleitt skilning og hef ég aldrei uppskorið skæting eða hörð mótmæli gegn því. Vissulega hef ég starfað við þann munað að geta gefið viðskiptavinum til baka og má Strætó BS vissulega íhuga að endurskoða greiðslufyrirkomulag fargjalda þar sem núverandi fyrirkomulag stangast á við góða viðskiptahætti, en vagnstjórar mega ekki gefa til baka. Samkvæmt Skarphéðni heimilar Seðlabanki Íslands notkun rifinna seðla. Ef raunin er sú má íhuga hvort Seðlabanki Íslands sé úr tengslum við þann raunveruleika sem snýr að viðskiptum almennra borgara. Er virkilega hægt að ætlast til þess að menn fallist á það að fá greitt í rifnum seðlum eða þegar út í það er farið, sundursagaðri smámynt? Ef svo er skora ég á hæstvirtan fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, að leggja fram breytingartillögu á lögum um gjaldmiðil Íslands til þess að eyða þessari óvissu sem þjakar íslenskt viðskiptalíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þriðjudagsmorguninn 14. janúar las ég greinina „Harmsaga úr strætó“ eftir Skarphéðin Þórsson. Í greininni rekur Skarphéðinn þá miður skemmtilegu lífsreynslu þegar honum var vísað út úr strætisvagni sökum þess að hann átti ekki nægilega mynt til þess að greiða fargjaldið. Þess í stað bauðst Skarphéðinn til þess að borga bílstjóranum með sundurrifnum 1000 króna seðli en þegar bílstjórinn neitaði að taka við sundurrifnum seðlinum og vísaði Skarphéðni úr vagninum sá Skarphéðinn sig knúinn til að skrifa umrædda grein. Ég hef starfað við kaupmennsku í fjöldamörg ár og á þeim ferli hef ég aldrei tekið við sundurrifnum seðlum. Ekki veit ég heldur til þess að slíkt tíðkist almennt meðal kollega minna. Þess í stað bendi ég viðskiptavinum á að fara með slíka seðla í næsta banka þar sem hægt er að skipta þeim út fyrir viðunandi seðla. Viðskiptavinir sýna þessu yfirleitt skilning og hef ég aldrei uppskorið skæting eða hörð mótmæli gegn því. Vissulega hef ég starfað við þann munað að geta gefið viðskiptavinum til baka og má Strætó BS vissulega íhuga að endurskoða greiðslufyrirkomulag fargjalda þar sem núverandi fyrirkomulag stangast á við góða viðskiptahætti, en vagnstjórar mega ekki gefa til baka. Samkvæmt Skarphéðni heimilar Seðlabanki Íslands notkun rifinna seðla. Ef raunin er sú má íhuga hvort Seðlabanki Íslands sé úr tengslum við þann raunveruleika sem snýr að viðskiptum almennra borgara. Er virkilega hægt að ætlast til þess að menn fallist á það að fá greitt í rifnum seðlum eða þegar út í það er farið, sundursagaðri smámynt? Ef svo er skora ég á hæstvirtan fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, að leggja fram breytingartillögu á lögum um gjaldmiðil Íslands til þess að eyða þessari óvissu sem þjakar íslenskt viðskiptalíf.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun