Hvaða spurning er á dagskrá? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. mars 2014 06:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist byrjaður að átta sig á því að ríkisstjórnin gerði alvarleg mistök þegar hún lagði fram í skyndi þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að spyrja þjóðina álits. „Það hefur komið mér á óvart hversu mikil viðbrögð hafa verið í þjóðfélaginu, en kannski hefði maður ekki átt að láta það koma sér á óvart í ljósi þess hvernig við höfum verið að þróa og þroska lýðræðið undanfarinn áratug,“ sagði Bjarni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég tel að við eigum að læra af þessum viðbrögðum og þessi vinna þarf að eiga sér stað í nefndinni,“ sagði Bjarni og vísar þar til meðferðar málsins í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins dregur hins vegar kolrangar ályktanir af hinum hörðu viðbrögðum. Nýjasta hugmyndin hjá honum er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá kosti að slíta viðræðunum, eins og ríkisstjórnin vill gera, eða hafa áframhaldandi viðræðuhlé. „Ég er hins vegar ekki sammála því sem margir telja að sé skynsamlegt að gera núna, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hluti sem ríkisstjórnin hefur ekki á dagskrá,“ sagði Bjarni á þingi og vísaði þar til kröfunnar um að kosið yrði um hvort aðildarviðræðunum verði haldið áfram eða þeim slitið. Þetta er algjörlega fráleitur málflutningur. Hver setti það á dagskrá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið? Það voru núverandi stjórnarflokkar, sem báðir höfðu það á stefnuskrá sinni. Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Þar stóð ekki að halda ætti kosningu án þess að sá kostur að halda viðræðunum áfram væri á kjörseðlinum. Enda hefði það verið jafngalin hugmynd þá og það er núna. Núverandi ráðherrar flokksins ítrekuðu loforðið með þessu eða svipuðu orðalagi við mörg tækifæri í kosningabaráttunni. Það hefði líka verið hlegið að þeim á kosningafundunum ef þeir hefðu farið í svipaðar æfingar og formaður þeirra stendur í nú. Þeir rúmlega 51 þúsund kjósendur sem hafa sett nafn sitt við áskorun um að þjóðin fái að kjósa um að halda viðræðunum áfram eða slíta þeim eru fyrst og fremst að biðja um að staðið sé við það sem þeim hafði verið lofað. Að stjórnarflokkarnir komist ekki upp með að taka af dagskránni málið sem þeir settu þar sjálfir. Þessi krafa almennings er það sem utanríkismálanefnd verður að taka afstöðu til. Hún getur ekki kynnt fyrir þjóðinni einhverja furðuniðurstöðu, sem felur í sér að kjósendur fái ekki að taka afstöðu til spurningar um áframhald viðræðnanna. Þótt stjórnarflokkunum hafi legið ógurlega á með tillöguna um viðræðuslitin, virðast þeir núna vilja ræða þetta mál sem lengst í utanríkismálanefnd. Það er skrýtið, því að þeir hafa augljósa hagsmuni af því að klára það sem fyrst. Ef það liggur áfram í loftinu að svíkja eigi skýr kosningaloforð fer kosningabarátta þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vaskinn, eins og þegar sjást merki um. Þeir eiga engan annan kost en að hlusta á þjóðina og standa við það sem þeir lofuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist byrjaður að átta sig á því að ríkisstjórnin gerði alvarleg mistök þegar hún lagði fram í skyndi þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að spyrja þjóðina álits. „Það hefur komið mér á óvart hversu mikil viðbrögð hafa verið í þjóðfélaginu, en kannski hefði maður ekki átt að láta það koma sér á óvart í ljósi þess hvernig við höfum verið að þróa og þroska lýðræðið undanfarinn áratug,“ sagði Bjarni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég tel að við eigum að læra af þessum viðbrögðum og þessi vinna þarf að eiga sér stað í nefndinni,“ sagði Bjarni og vísar þar til meðferðar málsins í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins dregur hins vegar kolrangar ályktanir af hinum hörðu viðbrögðum. Nýjasta hugmyndin hjá honum er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá kosti að slíta viðræðunum, eins og ríkisstjórnin vill gera, eða hafa áframhaldandi viðræðuhlé. „Ég er hins vegar ekki sammála því sem margir telja að sé skynsamlegt að gera núna, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hluti sem ríkisstjórnin hefur ekki á dagskrá,“ sagði Bjarni á þingi og vísaði þar til kröfunnar um að kosið yrði um hvort aðildarviðræðunum verði haldið áfram eða þeim slitið. Þetta er algjörlega fráleitur málflutningur. Hver setti það á dagskrá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið? Það voru núverandi stjórnarflokkar, sem báðir höfðu það á stefnuskrá sinni. Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Þar stóð ekki að halda ætti kosningu án þess að sá kostur að halda viðræðunum áfram væri á kjörseðlinum. Enda hefði það verið jafngalin hugmynd þá og það er núna. Núverandi ráðherrar flokksins ítrekuðu loforðið með þessu eða svipuðu orðalagi við mörg tækifæri í kosningabaráttunni. Það hefði líka verið hlegið að þeim á kosningafundunum ef þeir hefðu farið í svipaðar æfingar og formaður þeirra stendur í nú. Þeir rúmlega 51 þúsund kjósendur sem hafa sett nafn sitt við áskorun um að þjóðin fái að kjósa um að halda viðræðunum áfram eða slíta þeim eru fyrst og fremst að biðja um að staðið sé við það sem þeim hafði verið lofað. Að stjórnarflokkarnir komist ekki upp með að taka af dagskránni málið sem þeir settu þar sjálfir. Þessi krafa almennings er það sem utanríkismálanefnd verður að taka afstöðu til. Hún getur ekki kynnt fyrir þjóðinni einhverja furðuniðurstöðu, sem felur í sér að kjósendur fái ekki að taka afstöðu til spurningar um áframhald viðræðnanna. Þótt stjórnarflokkunum hafi legið ógurlega á með tillöguna um viðræðuslitin, virðast þeir núna vilja ræða þetta mál sem lengst í utanríkismálanefnd. Það er skrýtið, því að þeir hafa augljósa hagsmuni af því að klára það sem fyrst. Ef það liggur áfram í loftinu að svíkja eigi skýr kosningaloforð fer kosningabarátta þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vaskinn, eins og þegar sjást merki um. Þeir eiga engan annan kost en að hlusta á þjóðina og standa við það sem þeir lofuðu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun