Flókin staða í Írak Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. júní 2014 06:00 Mikið óvissu- og upplausnarástand er nú í Írak. Öfgasamtökin ISIS hafa náð á sitt vald stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og ráða meðal annars landamærastöðvum á mörkum Íraks og Sýrlands og Jórdaníu. ISIS segist berjast fyrir málstað súnní-múslíma, sem eru minnihlutahópur í Írak. Raunveruleg hætta er á að landið klofni með tilheyrandi ófriði, í heimshluta sem mátti ekki við meiri stríðsátökum. Eftir að þessi átök hófust í Írak hafa margir orðið til að færa rök fyrir því að upplausnina í landinu megi rekja til ákvörðunar vestrænna ríkja, undir forystu Bandaríkjanna, um að ráðast inn í landið árið 2003 og steypa Saddam Hussein af stóli. Það er margt til í þeirri gagnrýni, en hún er þó ekki að öllu leyti réttmæt. Innrásin var vissulega mistök og byggð á fölskum forsendum um gereyðingarvopn, sem Saddam átti ekki lengur. Það voru líka áreiðanlega slæm mistök að hreinsa jafnrækilega út úr stofnunum samfélagsins og gert var, þar á meðal hernum. Margir ISIS-liðar eru vel þjálfaðir fyrrverandi liðsmenn í her Saddams. Ekki fer heldur á milli mála að stjórnvöldum í Írak, undir forystu Núrís al Maliki forsætisráðherra, hefur mistekizt hrapallega að tryggja samstjórn allra þjóðernis- og trúarhópa í landinu, sem er forsenda fyrir því að hægt sé að halda þessu brothætta ríki saman. Hins vegar virðist oft gleymast að Saddam hélt Írak saman með harðstjórn, kúgun og manndrápum. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og einn þeirra sem tóku ákvörðun um innrásina á sínum tíma, benti í grein í Financial Times um helgina á að mönnum yfirsæist gjarnan tvennt í umræðunni um orsakir núverandi ástand í landinu. Annars vegar að ISIS hafi getað nýtt ringulreiðina í Sýrlandi til að skipuleggja sókn sína í Írak. Aðgerðaleysi Vesturlanda hafi að því leyti haft alvarlegar afleiðingar. Hins vegar bendir Blair á að byltingarhreyfingin, sem kennd er við arabíska vorið, hefði fyrr eða síðar komið til Íraks. Svar Saddams við henni, hefði hann enn verið við völd, hefði væntanlega verið meira í stíl við viðbrögð Bashar al-Assads í Sýrlandi en Hosni Mubaraks í Egyptalandi. Blair heldur því þannig fram að jafnvel þótt engin innrás hefði verið gerð 2003 væri samt stórt vandamál við að glíma í Írak þessa dagana. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks til að aðstoða stjórnarherinn við að verjast ISIS. Stjórn al-Malikis biður um loftárásir á sveitir samtakanna, en í ljósi sögunnar er afar vafasamt að stjórn Obamas Bandaríkjaforseta hafi nokkurn pólitískan stuðning til að ráðast aftur í hernaðaraðgerðir í Írak. Staðan þar, rétt eins og í Sýrlandi, er skelfilega flókin og ekki auðvelt að sjá hvernig á að koma í veg fyrir að átökin magnist enn. Sem stendur er það rétt afstaða sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, setti fram á fundum með íröskum stjórnvöldum í gær, að skilyrða hvers kyns aðstoð Bandaríkjanna við að mynduð verði ný ríkisstjórn í landinu, þar sem meirihluti sjía deili raunverulega völdum með súnníum og Kúrdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið óvissu- og upplausnarástand er nú í Írak. Öfgasamtökin ISIS hafa náð á sitt vald stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og ráða meðal annars landamærastöðvum á mörkum Íraks og Sýrlands og Jórdaníu. ISIS segist berjast fyrir málstað súnní-múslíma, sem eru minnihlutahópur í Írak. Raunveruleg hætta er á að landið klofni með tilheyrandi ófriði, í heimshluta sem mátti ekki við meiri stríðsátökum. Eftir að þessi átök hófust í Írak hafa margir orðið til að færa rök fyrir því að upplausnina í landinu megi rekja til ákvörðunar vestrænna ríkja, undir forystu Bandaríkjanna, um að ráðast inn í landið árið 2003 og steypa Saddam Hussein af stóli. Það er margt til í þeirri gagnrýni, en hún er þó ekki að öllu leyti réttmæt. Innrásin var vissulega mistök og byggð á fölskum forsendum um gereyðingarvopn, sem Saddam átti ekki lengur. Það voru líka áreiðanlega slæm mistök að hreinsa jafnrækilega út úr stofnunum samfélagsins og gert var, þar á meðal hernum. Margir ISIS-liðar eru vel þjálfaðir fyrrverandi liðsmenn í her Saddams. Ekki fer heldur á milli mála að stjórnvöldum í Írak, undir forystu Núrís al Maliki forsætisráðherra, hefur mistekizt hrapallega að tryggja samstjórn allra þjóðernis- og trúarhópa í landinu, sem er forsenda fyrir því að hægt sé að halda þessu brothætta ríki saman. Hins vegar virðist oft gleymast að Saddam hélt Írak saman með harðstjórn, kúgun og manndrápum. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og einn þeirra sem tóku ákvörðun um innrásina á sínum tíma, benti í grein í Financial Times um helgina á að mönnum yfirsæist gjarnan tvennt í umræðunni um orsakir núverandi ástand í landinu. Annars vegar að ISIS hafi getað nýtt ringulreiðina í Sýrlandi til að skipuleggja sókn sína í Írak. Aðgerðaleysi Vesturlanda hafi að því leyti haft alvarlegar afleiðingar. Hins vegar bendir Blair á að byltingarhreyfingin, sem kennd er við arabíska vorið, hefði fyrr eða síðar komið til Íraks. Svar Saddams við henni, hefði hann enn verið við völd, hefði væntanlega verið meira í stíl við viðbrögð Bashar al-Assads í Sýrlandi en Hosni Mubaraks í Egyptalandi. Blair heldur því þannig fram að jafnvel þótt engin innrás hefði verið gerð 2003 væri samt stórt vandamál við að glíma í Írak þessa dagana. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks til að aðstoða stjórnarherinn við að verjast ISIS. Stjórn al-Malikis biður um loftárásir á sveitir samtakanna, en í ljósi sögunnar er afar vafasamt að stjórn Obamas Bandaríkjaforseta hafi nokkurn pólitískan stuðning til að ráðast aftur í hernaðaraðgerðir í Írak. Staðan þar, rétt eins og í Sýrlandi, er skelfilega flókin og ekki auðvelt að sjá hvernig á að koma í veg fyrir að átökin magnist enn. Sem stendur er það rétt afstaða sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, setti fram á fundum með íröskum stjórnvöldum í gær, að skilyrða hvers kyns aðstoð Bandaríkjanna við að mynduð verði ný ríkisstjórn í landinu, þar sem meirihluti sjía deili raunverulega völdum með súnníum og Kúrdum.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun