Dansaði sig í gegnum breytingar í eldhúsinu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2014 12:00 Sigurborg byrjaði að dansa í eldhúsinu heima hjá sér. „Það eru ekki ákveðin spor heldur er farið eftir grunni í sambandi við öndun og hvernig við hreyfum okkur. Við erum að finna okkar eigin dans og frelsa dansarann sem býr í okkur,“ segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir, 5rytma kennari. 5rytma dansinn var þróaður af Gabrielle Roth og snýst ekki um ákveðin dansspor heldur um fimm rytma, flæði, stakkató, kaos, lýrík og kyrrð. „Þegar við dönsum verður til alda. Við keyrum orkuna smátt og smátt upp og endum í kyrðinni. Þannig flæðir líka lífsorkan, hún er eins og alda.“ En að sögn Sigurborgar er dansinn manninum eðlislægur. „Eins og við sjáum hjá börnum þegar þau heyra tónlist eða takt, þau byrja bara að hreyfa sig.“ Sigurborg kynntist 5rytma dansinum árið 1999. „Ég var búin að taka ákvörðun um að flytja, fara í óvissuferð og láta lífið leiða mig,“ segir hún. „Ég átti kasettu með tónlist sem Roth hafði gefið út og prófaði að dansa sjálf inn í eldhúsi og það hjálpaði mér mikið. Það má eiginlega orða það þannig að ég hafi dansað mig í gegnum breytingarnar,“ segir hún glöð í bragði. Árið 2008 lauk Sigurborg kennarþjálfun hjá Roth. „Þetta er svolítið skylt hugleiðslu og jóga að því leyti að við við erum að tengjast kjarnanum, sálinni og andanum í gegnum líkamann.“ Hún segir tjáninguna sem hún upplifir í gegnum 5rytma dansinn sér mikilvæga. Undanfarin ár hefur hún haldið námskeiðið Veldu þína leið stuttu fyrir áramót. „Námskeiðið styður okkur í því að fara í gegnum þessi tímamót. Við þekkjum það öll að líta yfir farin veg, sjá ártalið hverfa á sjónvarpsskjánum og strengja áramótaheit sem endast misjafnlega vel.“ Á námskeiðinu skipar 5rytma dansinn veigamikið hlutverk. „Allskonar hlutir sem við upplifum á einu ári, gleði og sorgir. Stundum eru erfiðleikar, missir og sigrar og við horfum yfir þetta allt saman og kveðjum það. Við gerum þetta að mestu leyti í gegnum dansinn og hreyfingu og það er dýpra en þegar maður gerir það í huganum.“ Einnig vinna þátttakendur klippimynd með markmiðum fyrir árið auk þess sem markþjálfi verður til aðstoðar. Námskeiðið verður haldið í Yogavin og hefst klukkan ellefu í dag. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
„Það eru ekki ákveðin spor heldur er farið eftir grunni í sambandi við öndun og hvernig við hreyfum okkur. Við erum að finna okkar eigin dans og frelsa dansarann sem býr í okkur,“ segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir, 5rytma kennari. 5rytma dansinn var þróaður af Gabrielle Roth og snýst ekki um ákveðin dansspor heldur um fimm rytma, flæði, stakkató, kaos, lýrík og kyrrð. „Þegar við dönsum verður til alda. Við keyrum orkuna smátt og smátt upp og endum í kyrðinni. Þannig flæðir líka lífsorkan, hún er eins og alda.“ En að sögn Sigurborgar er dansinn manninum eðlislægur. „Eins og við sjáum hjá börnum þegar þau heyra tónlist eða takt, þau byrja bara að hreyfa sig.“ Sigurborg kynntist 5rytma dansinum árið 1999. „Ég var búin að taka ákvörðun um að flytja, fara í óvissuferð og láta lífið leiða mig,“ segir hún. „Ég átti kasettu með tónlist sem Roth hafði gefið út og prófaði að dansa sjálf inn í eldhúsi og það hjálpaði mér mikið. Það má eiginlega orða það þannig að ég hafi dansað mig í gegnum breytingarnar,“ segir hún glöð í bragði. Árið 2008 lauk Sigurborg kennarþjálfun hjá Roth. „Þetta er svolítið skylt hugleiðslu og jóga að því leyti að við við erum að tengjast kjarnanum, sálinni og andanum í gegnum líkamann.“ Hún segir tjáninguna sem hún upplifir í gegnum 5rytma dansinn sér mikilvæga. Undanfarin ár hefur hún haldið námskeiðið Veldu þína leið stuttu fyrir áramót. „Námskeiðið styður okkur í því að fara í gegnum þessi tímamót. Við þekkjum það öll að líta yfir farin veg, sjá ártalið hverfa á sjónvarpsskjánum og strengja áramótaheit sem endast misjafnlega vel.“ Á námskeiðinu skipar 5rytma dansinn veigamikið hlutverk. „Allskonar hlutir sem við upplifum á einu ári, gleði og sorgir. Stundum eru erfiðleikar, missir og sigrar og við horfum yfir þetta allt saman og kveðjum það. Við gerum þetta að mestu leyti í gegnum dansinn og hreyfingu og það er dýpra en þegar maður gerir það í huganum.“ Einnig vinna þátttakendur klippimynd með markmiðum fyrir árið auk þess sem markþjálfi verður til aðstoðar. Námskeiðið verður haldið í Yogavin og hefst klukkan ellefu í dag.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira