Lyftistangir hlutabréfamarkaðar Stjórnarmaðurinn skrifar 19. nóvember 2014 09:00 Íslenskur hlutabréfamarkaður má muna sinn fífil fegri. Meðalmánaðarvelta nemur 23 milljörðum króna það sem af er ári. Hærri velta en á sama tíma í fyrra, en fölleit í samanburði við miðbik síðasta áratugar þegar ekki var óalgengt að sjá slíkar veltutölur yfir einstaka daga, ekki mánuði. Hvað veldur samdrættinum? Nokkrir þættir hafa þar mest áhrif: a) Félögum hefur fækkað um meira en helming frá því er mest var. b) 43% af skráðum hlutabréfum eru í beinni eða óbeinni eigu lífeyrissjóðanna og skipta því sjaldnar um hendur. c) Umsvif annarra fjárfesta á markaðnum, annarra fyrirtækja, en ekki síður einstaklinga, hafa dregist verulega saman. Forsvarsmenn Kauphallarinnar vita vel af þessum vanda. Í síðustu viku stóðu þeir, ásamt markaðsaðilum, að útgáfu skýrslu sem meðal annars inniheldur tíu tillögur að aukinni virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. Vert er að staldra sérstaklega við tvær tillögur. Lagt er til að setja upp sérstakan sjóð sem styður við rannsóknir á sviði verðbréfamarkaðar. Nú, átta árum eftir hrun, leggja greiningardeildir bankanna megináherslu á greiningu og spár um þróun hagvísa. Óhætt er því að fullyrða að lítið er um hágæðagreiningu á rekstri skráðra fyrirtækja. Stjórnarmaðurinn fagnar því að leggja eigi áherslu á að mennta markaðinn en furðar sig jafnframt á því að enginn af bönkunum eða öðrum markaðsaðilum sjái sér hag í því að vera með slíka útgáfu. Í skýrslunni er einnig sett fram tillaga þess efnis að veita einstaklingum skattaafslátt til hlutabréfakaupa. Stjórnarmanninum þykir þessi tillaga sérstaklega varhugaverð. Meginástæða lystarleysis einstaklinga á hlutabréfamarkaði er sú að traust þeirra á markaðnum er í sögulegu lágmarki. Ekki verður að því hlaupið að auka þetta traust, þó betra og tímanlegra upplýsingaflæði frá fyrirtækjum, innleiðing bestu starfshátta, almennt gagnsæi og aukin umræða og greining á fjárfestingarkostum séu allt liðir í því. Skattaafsláttur myndi vafalítið auka þátttöku á markaðnum svo einhverju næmi: Sérstaklega þó í formi spákaupmennsku, enda erfitt að stunda vel ígrunduð verðbréfaviðskipti án fyrrnefndra skilyrða. Varhugavert er að hvetja almenning til viðskipta við slíkar aðstæður, einkum með fjárhagslegum hvata. Væri þá betur heima setið en af stað farið.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Hjakkað í sama farinu Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. 12. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Íslenskur hlutabréfamarkaður má muna sinn fífil fegri. Meðalmánaðarvelta nemur 23 milljörðum króna það sem af er ári. Hærri velta en á sama tíma í fyrra, en fölleit í samanburði við miðbik síðasta áratugar þegar ekki var óalgengt að sjá slíkar veltutölur yfir einstaka daga, ekki mánuði. Hvað veldur samdrættinum? Nokkrir þættir hafa þar mest áhrif: a) Félögum hefur fækkað um meira en helming frá því er mest var. b) 43% af skráðum hlutabréfum eru í beinni eða óbeinni eigu lífeyrissjóðanna og skipta því sjaldnar um hendur. c) Umsvif annarra fjárfesta á markaðnum, annarra fyrirtækja, en ekki síður einstaklinga, hafa dregist verulega saman. Forsvarsmenn Kauphallarinnar vita vel af þessum vanda. Í síðustu viku stóðu þeir, ásamt markaðsaðilum, að útgáfu skýrslu sem meðal annars inniheldur tíu tillögur að aukinni virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. Vert er að staldra sérstaklega við tvær tillögur. Lagt er til að setja upp sérstakan sjóð sem styður við rannsóknir á sviði verðbréfamarkaðar. Nú, átta árum eftir hrun, leggja greiningardeildir bankanna megináherslu á greiningu og spár um þróun hagvísa. Óhætt er því að fullyrða að lítið er um hágæðagreiningu á rekstri skráðra fyrirtækja. Stjórnarmaðurinn fagnar því að leggja eigi áherslu á að mennta markaðinn en furðar sig jafnframt á því að enginn af bönkunum eða öðrum markaðsaðilum sjái sér hag í því að vera með slíka útgáfu. Í skýrslunni er einnig sett fram tillaga þess efnis að veita einstaklingum skattaafslátt til hlutabréfakaupa. Stjórnarmanninum þykir þessi tillaga sérstaklega varhugaverð. Meginástæða lystarleysis einstaklinga á hlutabréfamarkaði er sú að traust þeirra á markaðnum er í sögulegu lágmarki. Ekki verður að því hlaupið að auka þetta traust, þó betra og tímanlegra upplýsingaflæði frá fyrirtækjum, innleiðing bestu starfshátta, almennt gagnsæi og aukin umræða og greining á fjárfestingarkostum séu allt liðir í því. Skattaafsláttur myndi vafalítið auka þátttöku á markaðnum svo einhverju næmi: Sérstaklega þó í formi spákaupmennsku, enda erfitt að stunda vel ígrunduð verðbréfaviðskipti án fyrrnefndra skilyrða. Varhugavert er að hvetja almenning til viðskipta við slíkar aðstæður, einkum með fjárhagslegum hvata. Væri þá betur heima setið en af stað farið.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Hjakkað í sama farinu Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. 12. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Hjakkað í sama farinu Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. 12. nóvember 2014 09:00
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent