Hlutverk karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi Hjálmar G. Sigmarsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Á síðastliðnum árum hefur aukist krafan um þátttöku karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þessi krafa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri og komið reglulega fram í tengslum við átök eins og 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi og Druslugönguna. Í stuttu máli felst hugmyndin í því að til þess að takast á við mál eins og kynferðisofbeldi gegn konum, þá sé lykilatriði og mikilvægt skref, að virkja karlmenn í þeirri umræðu og framkvæmd. Þannig sé hægt að takast á við þætti í menningu karlmanna sem ýtir undir eða gerir ofbeldi og mismunun gegn konum mögulega. Þetta hefur leitt af sér að karlmenn eru sýnilegri í þessari umræðu og fleiri karlmenn hafa tekið virkan þátt með greinaskrifum og þátttöku í ýmsum átökum. Þar af leiðandi er hægt að segja að það sé aukinn samhljómur um mikilvægi þess að karlmenn séu sýnilegir í þessari umræðu, þó að það hafi líka birst hávær mótspyrna við þessari hugmynd. Mótspyrna sem meðal annars lítur á umræðuna sem árás á karlmenn almennt og gerir lítið úr ábyrgð karla í umræðunni um ofbeldi gegn konum. En í hverju felst þátttaka karla? Er nóg að karlmenn segi að þeir séu á móti nauðgunum, kynferðislegri áreitni og ofbeldi í nánum samböndum? Dugar það að við karlmenn skrifum nokkrar greinar og mætum á opinbera viðburði, eða setjum á okkur barmmerki sem styður þessa baráttu? Getur þátttaka karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi til dæmis verið alfarið á forsendum karla? Stígamót standa fyrir morgunverðarfundi þar sem hlutverk karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi verður tekið fyrir og reynt verður að svara þessum spurningum. Fjallað verður meðal annars um áherslur, tækifæri, aðferðir og hættur, þegar virkja á karlmenn á þessum vettvangi. Af þessu tilefni mun ég kynna niðurstöður úr nýlegri MA-rannsókn minni í kynjafræði, sem fjallar um reynslu ungra íslenskra karlfemínista. Í rannsókninni kemur skýrt fram hversu mikilvæg umræðan er um kynferðisofbeldi gegn konum. Einnig munu fara fram pallborðsumræður, þar sem Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur munu ræða hvað þátttaka karla felur í sér frá ýmsum sjónarhornum. Morgunverðarfundurinn verður fimmtudaginn 4. desember, frá klukkan 8:15 til 10:00 í nýju húsnæði Stígamóta á Laugavegi 170, 2. hæð. Morgunverður hefst klukkan 8:15 og fyrirlesturinn byrjar kl. 8:45. Frítt inn. Verið velkomin! Hjálmar starfar sem ráðgjafi á Stígamótum. Stígamót taka á móti öllum einstaklingum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og aðstandendum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum hefur aukist krafan um þátttöku karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þessi krafa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri og komið reglulega fram í tengslum við átök eins og 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi og Druslugönguna. Í stuttu máli felst hugmyndin í því að til þess að takast á við mál eins og kynferðisofbeldi gegn konum, þá sé lykilatriði og mikilvægt skref, að virkja karlmenn í þeirri umræðu og framkvæmd. Þannig sé hægt að takast á við þætti í menningu karlmanna sem ýtir undir eða gerir ofbeldi og mismunun gegn konum mögulega. Þetta hefur leitt af sér að karlmenn eru sýnilegri í þessari umræðu og fleiri karlmenn hafa tekið virkan þátt með greinaskrifum og þátttöku í ýmsum átökum. Þar af leiðandi er hægt að segja að það sé aukinn samhljómur um mikilvægi þess að karlmenn séu sýnilegir í þessari umræðu, þó að það hafi líka birst hávær mótspyrna við þessari hugmynd. Mótspyrna sem meðal annars lítur á umræðuna sem árás á karlmenn almennt og gerir lítið úr ábyrgð karla í umræðunni um ofbeldi gegn konum. En í hverju felst þátttaka karla? Er nóg að karlmenn segi að þeir séu á móti nauðgunum, kynferðislegri áreitni og ofbeldi í nánum samböndum? Dugar það að við karlmenn skrifum nokkrar greinar og mætum á opinbera viðburði, eða setjum á okkur barmmerki sem styður þessa baráttu? Getur þátttaka karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi til dæmis verið alfarið á forsendum karla? Stígamót standa fyrir morgunverðarfundi þar sem hlutverk karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi verður tekið fyrir og reynt verður að svara þessum spurningum. Fjallað verður meðal annars um áherslur, tækifæri, aðferðir og hættur, þegar virkja á karlmenn á þessum vettvangi. Af þessu tilefni mun ég kynna niðurstöður úr nýlegri MA-rannsókn minni í kynjafræði, sem fjallar um reynslu ungra íslenskra karlfemínista. Í rannsókninni kemur skýrt fram hversu mikilvæg umræðan er um kynferðisofbeldi gegn konum. Einnig munu fara fram pallborðsumræður, þar sem Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur munu ræða hvað þátttaka karla felur í sér frá ýmsum sjónarhornum. Morgunverðarfundurinn verður fimmtudaginn 4. desember, frá klukkan 8:15 til 10:00 í nýju húsnæði Stígamóta á Laugavegi 170, 2. hæð. Morgunverður hefst klukkan 8:15 og fyrirlesturinn byrjar kl. 8:45. Frítt inn. Verið velkomin! Hjálmar starfar sem ráðgjafi á Stígamótum. Stígamót taka á móti öllum einstaklingum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og aðstandendum þeirra.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun