OR á réttri leið! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 15. apríl 2014 08:58 Fyrir fjórum árum staðfesti matsfyrirtækið Fitch Ratings neikvætt lánshæfismat hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta þýddi í raun að OR stóðu til boða enn verri lánskjör. Rök FR voru þau að greiðslugeta fyrirtækisins væri ekki góð (vægt til orða tekið) og tekjugrunnur fyrirtækisins ekki sterkur, þar sem gjaldskrá fyrirtækisins hefði ekki haldið í við verðlagsþróun allt frá 2005. Efnahagshrunið fór illa með fyrirtækið en skuldir þess voru að miklu leyti í erlendum gjaldmiðlum. Þegar lánshæfismatið var birt var mánuður til sveitarstjórnarkosninga og þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði lítið annað en að mótmæla þessu mati en án aðgerða. Eftir sveitarstjórnarkosningar tók við nýr meirihluti Besta flokks og Samfylkingar. Nýr meirihluti hafði forgöngu um að setja í gang aðgerðaráætlun til að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Gripið var til margþættra aðgerða til að bæta fjárhag þess, meðal annars hækkunar gjaldskrár, uppsagna starfsfólks, frestunar framkvæmda og sölu eigna. Þetta voru erfiðar aðgerðir en nauðsynlegar og kjósendur í borginni hafa virt það við núverandi meirihluta að hafa gripið til nauðsynlegra aðgerða til að breyta fjárhag OR. Allir liðir gengið eftir Aðgerðaráætlunin að betri fjárhag OR ber hið frumlega nafn Planið og í nýlegri úttekt greiningardeildar Arion banka kemur fram að markmið Plansins hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Planið hefur skilað 30 milljarða ávinningi en á þessum tímapunkti er gert ráð fyrir því að það hafi skilað 28 milljörðum. Allir liðir Plansins hafa gengið eftir en gert er ráð fyrir því að aðgerðir Plansins standi til 2016. Planið og aðrar aðgerðir hafa skilað því að nettóskuldir OR hafa lækkað úr 229 milljörðum árið 2011 í 186 milljarða eða um 43 milljarða. Allir notendur, viðskiptavinir og fyrrverandi starfsmenn OR hafa fundið fyrir aðgerðum fyrirtækisins. Þær voru nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Að grípa til aðgerða eins og gert var samkvæmt Planinu er ekki til vinsælda fallið en ég virði það við núverandi meirihluta að hafa farið út í þessar aðgerðir því OR stendur fjárhagslega miklu betur núna. Því er það ósk mín að þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík og hafa staðið að þessum erfiðu aðgerðum fái áfram traust í komandi kosningum til að klára markmið Plansins og skila OR sem fjárhagslega sterku fyrirtæki með getu til að lækka gjaldskrá sína og greiða góðan arð til eigenda sinna. Það skiptir alla borgarbúa miklu máli hverjir stjórna og að þeir láti hagsmuni borgarbúa ráða för. Dæmið um OR og hvaða stefnu var fylgt fyrir og eftir síðustu borgarstjórnarkosningar sýnir að við erum betur sett eftir þessar aðgerðir en fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum staðfesti matsfyrirtækið Fitch Ratings neikvætt lánshæfismat hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta þýddi í raun að OR stóðu til boða enn verri lánskjör. Rök FR voru þau að greiðslugeta fyrirtækisins væri ekki góð (vægt til orða tekið) og tekjugrunnur fyrirtækisins ekki sterkur, þar sem gjaldskrá fyrirtækisins hefði ekki haldið í við verðlagsþróun allt frá 2005. Efnahagshrunið fór illa með fyrirtækið en skuldir þess voru að miklu leyti í erlendum gjaldmiðlum. Þegar lánshæfismatið var birt var mánuður til sveitarstjórnarkosninga og þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði lítið annað en að mótmæla þessu mati en án aðgerða. Eftir sveitarstjórnarkosningar tók við nýr meirihluti Besta flokks og Samfylkingar. Nýr meirihluti hafði forgöngu um að setja í gang aðgerðaráætlun til að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Gripið var til margþættra aðgerða til að bæta fjárhag þess, meðal annars hækkunar gjaldskrár, uppsagna starfsfólks, frestunar framkvæmda og sölu eigna. Þetta voru erfiðar aðgerðir en nauðsynlegar og kjósendur í borginni hafa virt það við núverandi meirihluta að hafa gripið til nauðsynlegra aðgerða til að breyta fjárhag OR. Allir liðir gengið eftir Aðgerðaráætlunin að betri fjárhag OR ber hið frumlega nafn Planið og í nýlegri úttekt greiningardeildar Arion banka kemur fram að markmið Plansins hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Planið hefur skilað 30 milljarða ávinningi en á þessum tímapunkti er gert ráð fyrir því að það hafi skilað 28 milljörðum. Allir liðir Plansins hafa gengið eftir en gert er ráð fyrir því að aðgerðir Plansins standi til 2016. Planið og aðrar aðgerðir hafa skilað því að nettóskuldir OR hafa lækkað úr 229 milljörðum árið 2011 í 186 milljarða eða um 43 milljarða. Allir notendur, viðskiptavinir og fyrrverandi starfsmenn OR hafa fundið fyrir aðgerðum fyrirtækisins. Þær voru nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Að grípa til aðgerða eins og gert var samkvæmt Planinu er ekki til vinsælda fallið en ég virði það við núverandi meirihluta að hafa farið út í þessar aðgerðir því OR stendur fjárhagslega miklu betur núna. Því er það ósk mín að þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík og hafa staðið að þessum erfiðu aðgerðum fái áfram traust í komandi kosningum til að klára markmið Plansins og skila OR sem fjárhagslega sterku fyrirtæki með getu til að lækka gjaldskrá sína og greiða góðan arð til eigenda sinna. Það skiptir alla borgarbúa miklu máli hverjir stjórna og að þeir láti hagsmuni borgarbúa ráða för. Dæmið um OR og hvaða stefnu var fylgt fyrir og eftir síðustu borgarstjórnarkosningar sýnir að við erum betur sett eftir þessar aðgerðir en fyrir.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar