Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? Kristín Rannveig Jónsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Ég hef fundið fyrir því að stúdentar líta oft á Stúdentaráð sem nokkurs konar pólitískt batterí sem komi stúdentum ekkert við og satt best að segja hafði ég sjálf þá skoðun þegar ég byrjaði í Háskóla Íslands. Ég vissi lítið um það hvað Stúdentaráð gerði og taldi það frekar gagnslaust. Ég held að margir stúdentar séu sömu skoðunar og ég. En það er gríðarlega mikilvægt að stúdentar viti hverju Stúdentaráð getur áorkað. Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur allt frá því barist fyrir hagsmunum stúdenta. Stúdentaráð sinnir margvíslegum hlutverkum, má þar nefna félagslífið, hagsmuna- og réttindamál, jafnréttismál, stúdentablaðið og síðast en alls ekki síst er Stúdentaráð rödd stúdenta. Starf Stúdentaráðs hefur borið árangur og það má sjá það með því að líta yfir farinn veg.Stúdentagarðar er ein helsta búbótin sem Stúdentaráð hefur barist fyrir í gegnum árin. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1934 og voru þá 43 íbúðir byggðar. Nú eru íbúðirnar hins vegar orðnar um 1100 og er Stúdentaráð hvergi hætt enda þörfin enn til staðar. Við höldum því áfram að berjast fyrir enn fleiri íbúðum.Fyrir tíma LÍN var starfrækur lánasjóður stúdenta við Háskóla Íslands. En hann var stofnaður árið 1921 af Stúdentaráði. Árið 1952 var starfsemi sjóðsins loks tryggð með ríkisframlögum að beiðni Stúdentaráðs enda hafði starfsemin orðið umfangsmeiri með hverju árinu. Loks tók LÍN við starfsemi sjóðsins með breyttu fyrirkomulagi.Árið 1968 var Félagsstofnun stúdenta sett á stofn af Stúdentaráði og Háskólaráði. Félagsstofnun stúdenta tók bæði við bóksölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hafa þær tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjarvörur á góðum kjörum í fjölda ára.Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn opnaði fyrir almenningi árið 1994. Var um að ræða sameiningu Landsbókasafns og Háskólasafns í nýjum húsakynnum, Þjóðarbókhlöðunni, sem Stúdentaráð átti þátt í að fjármagna. Svona mætti lengi telja. Þetta eru aðeins nokkur atriði af mörgum sem Stúdentaráð hefur barist fyrir og komið í framkvæmd í gegnum tíðina. Eins og sjá má hefur Stúdentaráð staðið fyrir umbótum í menntakerfinu sem námsmenn í dag líta á sem sjálfsagðan hlut. Stúdentaráð hefur það að markmiði að standa fyrir framþróun menntakerfisins, nauðsynlegri þróun sem komandi kynslóðir munu ekki geta lifað án. Nú í ár er okkar helsta markmið að auka framlög til háskólanna en eftir samfelldan sjö ára niðurskurð er kominn tími til þess að byggja upp aftur. Aðeins með því að auka framlög til Háskóla Íslands verðum við áfram í fremstu röð.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég hef fundið fyrir því að stúdentar líta oft á Stúdentaráð sem nokkurs konar pólitískt batterí sem komi stúdentum ekkert við og satt best að segja hafði ég sjálf þá skoðun þegar ég byrjaði í Háskóla Íslands. Ég vissi lítið um það hvað Stúdentaráð gerði og taldi það frekar gagnslaust. Ég held að margir stúdentar séu sömu skoðunar og ég. En það er gríðarlega mikilvægt að stúdentar viti hverju Stúdentaráð getur áorkað. Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur allt frá því barist fyrir hagsmunum stúdenta. Stúdentaráð sinnir margvíslegum hlutverkum, má þar nefna félagslífið, hagsmuna- og réttindamál, jafnréttismál, stúdentablaðið og síðast en alls ekki síst er Stúdentaráð rödd stúdenta. Starf Stúdentaráðs hefur borið árangur og það má sjá það með því að líta yfir farinn veg.Stúdentagarðar er ein helsta búbótin sem Stúdentaráð hefur barist fyrir í gegnum árin. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1934 og voru þá 43 íbúðir byggðar. Nú eru íbúðirnar hins vegar orðnar um 1100 og er Stúdentaráð hvergi hætt enda þörfin enn til staðar. Við höldum því áfram að berjast fyrir enn fleiri íbúðum.Fyrir tíma LÍN var starfrækur lánasjóður stúdenta við Háskóla Íslands. En hann var stofnaður árið 1921 af Stúdentaráði. Árið 1952 var starfsemi sjóðsins loks tryggð með ríkisframlögum að beiðni Stúdentaráðs enda hafði starfsemin orðið umfangsmeiri með hverju árinu. Loks tók LÍN við starfsemi sjóðsins með breyttu fyrirkomulagi.Árið 1968 var Félagsstofnun stúdenta sett á stofn af Stúdentaráði og Háskólaráði. Félagsstofnun stúdenta tók bæði við bóksölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hafa þær tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjarvörur á góðum kjörum í fjölda ára.Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn opnaði fyrir almenningi árið 1994. Var um að ræða sameiningu Landsbókasafns og Háskólasafns í nýjum húsakynnum, Þjóðarbókhlöðunni, sem Stúdentaráð átti þátt í að fjármagna. Svona mætti lengi telja. Þetta eru aðeins nokkur atriði af mörgum sem Stúdentaráð hefur barist fyrir og komið í framkvæmd í gegnum tíðina. Eins og sjá má hefur Stúdentaráð staðið fyrir umbótum í menntakerfinu sem námsmenn í dag líta á sem sjálfsagðan hlut. Stúdentaráð hefur það að markmiði að standa fyrir framþróun menntakerfisins, nauðsynlegri þróun sem komandi kynslóðir munu ekki geta lifað án. Nú í ár er okkar helsta markmið að auka framlög til háskólanna en eftir samfelldan sjö ára niðurskurð er kominn tími til þess að byggja upp aftur. Aðeins með því að auka framlög til Háskóla Íslands verðum við áfram í fremstu röð.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar