Fer Ferrari frá Ítalíu? Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 14:54 Höfuðstöðvar Ferrari í Maranello á Ítalíu. Hjá ítalska sportbílaframleiðandanum Ferrari er verið að velta því fyrir sér að flytja höfuðstöðvar sínar frá Ítalíu og fylgja með því í fótspor fyrrum eiganda síns, Fiat sem nýverið flutti höfuðstöðvar sínar til London. Yrði þetta gert af skattalegum forsendum, eins og hjá Fiat. Fyrirtækjaskattur á Ítalíu er 31,4%, en 20% í Bretlandi. Ef af flutningi yrði myndi það ekki breyta neinu um að bæði þróun og framleiðsla Ferrari bíla færi fram í Maranello, suður af Mílanó á Ítalíu. Lokaákvörðun um flutning höfuðstöðva Ferrari verður tekin á fyrstu mánuðum næsta árs. Ef Ferrari færi frá Ítalíu yrði það enn eitt áfallið fyrir þjóðina, sem er að berjast við að komast í gegnum efnahagslægðina frá 2008, en tekst það illa. Hagkerfi Ítalíu hefur verið í mikilli lægð síðustu 14 ár og samdráttur hefur orðið í 10 ársfjórðungum af síðustu 11. Atvinnuleysi er nærri því hæsta sem þar hefur orðið frá upphafi og margir Ítalir hafa flúið þetta ástand til annarra landa og voru þeir 126.000 á síðasta ári. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent
Hjá ítalska sportbílaframleiðandanum Ferrari er verið að velta því fyrir sér að flytja höfuðstöðvar sínar frá Ítalíu og fylgja með því í fótspor fyrrum eiganda síns, Fiat sem nýverið flutti höfuðstöðvar sínar til London. Yrði þetta gert af skattalegum forsendum, eins og hjá Fiat. Fyrirtækjaskattur á Ítalíu er 31,4%, en 20% í Bretlandi. Ef af flutningi yrði myndi það ekki breyta neinu um að bæði þróun og framleiðsla Ferrari bíla færi fram í Maranello, suður af Mílanó á Ítalíu. Lokaákvörðun um flutning höfuðstöðva Ferrari verður tekin á fyrstu mánuðum næsta árs. Ef Ferrari færi frá Ítalíu yrði það enn eitt áfallið fyrir þjóðina, sem er að berjast við að komast í gegnum efnahagslægðina frá 2008, en tekst það illa. Hagkerfi Ítalíu hefur verið í mikilli lægð síðustu 14 ár og samdráttur hefur orðið í 10 ársfjórðungum af síðustu 11. Atvinnuleysi er nærri því hæsta sem þar hefur orðið frá upphafi og margir Ítalir hafa flúið þetta ástand til annarra landa og voru þeir 126.000 á síðasta ári.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent