Ný tækifæri til krabba-meinsrannsókna Jakob Jóhannsson skrifar 4. febrúar 2014 06:00 Ár hvert 4. febrúar er alþjóðadagur krabbameins, og þann dag eru tekin fyrir tiltekin viðfangsefni á þessu sviði og þeim gerð skil með mismunandi hætti í fjölmörgum löndum. Í ár er lögð áhersla á að vinna gegn ýmsum bábiljum og vanþekkingu, en það að auka þekkingu er sannreynd leið til að ná betri árangri í forvörnum og meðferð krabbameins. Krabbameinsfélag Íslands vinnur að þekkingaröflun, þekkingarsköpun og þekkingarmiðlun. Eitt af markmiðum félagsins samkvæmt lögum þess frá upphafi er að efla krabbameinsrannsóknir, m.a. með söfnun og vísindalegri úrvinnslu upplýsinga og með rekstri vísindasjóðs. Undanfarin ár (eftir hrun) hefur ekki verið veitt styrkjum úr tveimur sjóðum í umsjón félagsins, Kristínarsjóði og Ingibjargarsjóði, en Krabbameinsfélagið hefur veitt rannsóknarstyrki t.a.m. með framlögum úr Mottumars. Jafnframt hefur á hverju ári verið lagt fjármagn til rannsókna, m.a. á vegum Krabbameinsskrárinnar. Krabbameinsfélagið hefur á undanförnum árum lýst því yfir að hluti söfnunarfjár muni renna til rannsókna á krabbameini. Stuðningur almennings og fyrirtækja við verkefni félagsins hefur nú gert kleift að stofna öflugan vísindasjóð, sem veiti styrki til íslenskra krabbameinsrannsókna sem munar um. Undirbúningur er hafinn að stofnun sjóðsins. Nýtur félagið ráðgjafar margra sérfróðra einstaklinga við það verk, til að tryggja að lögformlega sé að verki staðið og að sjóðurinn verði eins skilvirkur og unnt er þegar hafist er handa við styrkveitingar. Stofnskrá verður lögð fram á næstu mánuðum og styrkir auglýstir til umsóknar á grundvelli hennar. Leitað verður til fyrirtækja um stofnframlög til viðbótar við framlag félagsins. Það er stjórn Krabbameinsfélagsins mikið ánægjuefni að kynna þessa ákvörðun á alþjóðadegi krabbameins og færa jafnframt miklar þakkir öllum þeim, sem styrkt hafa félagið með margvíslegum hætti á undanförnum árum. Sá stuðningur verður nú til að efla rannsóknir á sviði krabbameina hér á landi, en án velvildar almennings í landinu og trausts gætu þessi áform ekki orðið að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ár hvert 4. febrúar er alþjóðadagur krabbameins, og þann dag eru tekin fyrir tiltekin viðfangsefni á þessu sviði og þeim gerð skil með mismunandi hætti í fjölmörgum löndum. Í ár er lögð áhersla á að vinna gegn ýmsum bábiljum og vanþekkingu, en það að auka þekkingu er sannreynd leið til að ná betri árangri í forvörnum og meðferð krabbameins. Krabbameinsfélag Íslands vinnur að þekkingaröflun, þekkingarsköpun og þekkingarmiðlun. Eitt af markmiðum félagsins samkvæmt lögum þess frá upphafi er að efla krabbameinsrannsóknir, m.a. með söfnun og vísindalegri úrvinnslu upplýsinga og með rekstri vísindasjóðs. Undanfarin ár (eftir hrun) hefur ekki verið veitt styrkjum úr tveimur sjóðum í umsjón félagsins, Kristínarsjóði og Ingibjargarsjóði, en Krabbameinsfélagið hefur veitt rannsóknarstyrki t.a.m. með framlögum úr Mottumars. Jafnframt hefur á hverju ári verið lagt fjármagn til rannsókna, m.a. á vegum Krabbameinsskrárinnar. Krabbameinsfélagið hefur á undanförnum árum lýst því yfir að hluti söfnunarfjár muni renna til rannsókna á krabbameini. Stuðningur almennings og fyrirtækja við verkefni félagsins hefur nú gert kleift að stofna öflugan vísindasjóð, sem veiti styrki til íslenskra krabbameinsrannsókna sem munar um. Undirbúningur er hafinn að stofnun sjóðsins. Nýtur félagið ráðgjafar margra sérfróðra einstaklinga við það verk, til að tryggja að lögformlega sé að verki staðið og að sjóðurinn verði eins skilvirkur og unnt er þegar hafist er handa við styrkveitingar. Stofnskrá verður lögð fram á næstu mánuðum og styrkir auglýstir til umsóknar á grundvelli hennar. Leitað verður til fyrirtækja um stofnframlög til viðbótar við framlag félagsins. Það er stjórn Krabbameinsfélagsins mikið ánægjuefni að kynna þessa ákvörðun á alþjóðadegi krabbameins og færa jafnframt miklar þakkir öllum þeim, sem styrkt hafa félagið með margvíslegum hætti á undanförnum árum. Sá stuðningur verður nú til að efla rannsóknir á sviði krabbameina hér á landi, en án velvildar almennings í landinu og trausts gætu þessi áform ekki orðið að veruleika.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar