Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2014 20:15 Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Óvíst er hvort þetta seinkar framkvæmdum sem áformað er að hefjist síðar í vetur. Landsvirkjun er þegar byrjuð á framkvæmdum á Þeistareykjum vegna virkjunar sem sjá á kísilverinu á Bakka fyrir raforku. Nú segist ESA hafa efasemdir um að tekjur af orkusölu dugi fyrir virkjunarkostnaði og að Landsnet fái upp í kostnað við að flytja raforkuna þangað. En er Landsvirkjun að selja orkuna undir kostnaðarverði?Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.„Nei. Við teljum svo ekki vera,“ svarar Hörður Arnarson forstjóri. „Samningurinn er einn hagstæðasti samningur sem Landsvirkjun hefur gert. Þannig að við munum svara ESA og vonandi sýna fram á það að í samningnum felist ekki ríkisaðstoð.“ Hörður telur á að skýra þurfi út gagnvart ESA ólíka uppbyggingu jarðvarmavirkjunar miðað við vatnsaflsvirkjun, sem og óvenju skamman orkusamning. Ekki er nema vika síðan ráðamenn PCC voru á Bakka með verktökum til að undirbúa framkvæmdir en fyrir norðan sögðust þeir stefna að því að lokaákvörðun um verkefnið yrði tekin fljótlega eftir áramót, í lok janúar eða í byrjun febrúar. En tefst það? „Það er of snemmt að segja. Við vorum bara að fá þennan úrskurð í dag og þurfum að skoða hann. En við vonum að þetta muni ekki valda verulegum töfum,“ segir Hörður Arnarson.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC. Tengdar fréttir Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. 1. október 2014 18:45 Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. 12. mars 2014 12:42 Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Óvíst er hvort þetta seinkar framkvæmdum sem áformað er að hefjist síðar í vetur. Landsvirkjun er þegar byrjuð á framkvæmdum á Þeistareykjum vegna virkjunar sem sjá á kísilverinu á Bakka fyrir raforku. Nú segist ESA hafa efasemdir um að tekjur af orkusölu dugi fyrir virkjunarkostnaði og að Landsnet fái upp í kostnað við að flytja raforkuna þangað. En er Landsvirkjun að selja orkuna undir kostnaðarverði?Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.„Nei. Við teljum svo ekki vera,“ svarar Hörður Arnarson forstjóri. „Samningurinn er einn hagstæðasti samningur sem Landsvirkjun hefur gert. Þannig að við munum svara ESA og vonandi sýna fram á það að í samningnum felist ekki ríkisaðstoð.“ Hörður telur á að skýra þurfi út gagnvart ESA ólíka uppbyggingu jarðvarmavirkjunar miðað við vatnsaflsvirkjun, sem og óvenju skamman orkusamning. Ekki er nema vika síðan ráðamenn PCC voru á Bakka með verktökum til að undirbúa framkvæmdir en fyrir norðan sögðust þeir stefna að því að lokaákvörðun um verkefnið yrði tekin fljótlega eftir áramót, í lok janúar eða í byrjun febrúar. En tefst það? „Það er of snemmt að segja. Við vorum bara að fá þennan úrskurð í dag og þurfum að skoða hann. En við vonum að þetta muni ekki valda verulegum töfum,“ segir Hörður Arnarson.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.
Tengdar fréttir Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. 1. október 2014 18:45 Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. 12. mars 2014 12:42 Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. 1. október 2014 18:45
Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. 12. mars 2014 12:42
Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30
Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26
Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15