Katrín krefst upplýsinga um leiðréttinguna Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2014 20:50 Annarri lengstu umræðu sögunnar um fjárlög lauk á Alþingi upp úr miðnætti síðastliðna nótt. Formaður Vinstri grænna gagnrýndi harðlega á þingi í dag að fjármálaráðherra ætli ekki að svara fyrirspurnum um endanlegan kostnað á bakvið leiðréttinguna svo kölluðu. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs hafði staðið í tæpar fjörtíu klukkustundir þegar henni lauk upp úr miðnætti síðast liðna nótt, en þá var nokkurra klukkustunda atkvæðagreiðsla um frumvarpið og breytingartillögur við það sem hófst síðdegis í dag. Lengsta umræða um fjárlög sem verið hefur var í annarri umræðu fyrir síðustu fjárlög fyrri ríkisstjórnar í desember 2012 en hún stóð í 50 klukkustundir með atkvæðagreiðslum. Ljóst er að Alþingi fer ekki í jólafrí á föstudag eins og áætlun þess gerir ráð fyrir og er nú reiknað með að því ljúki um miðja næstu viku. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gagnrýndi fjármálaráðherra harðlega á Alþingi í dag fyrir að svara ekki fyrirspurnum frá henni og fleirum varðandi útreikninga að baki skuldaleiðréttingunni. En hún lagði fyrirspurnina fram eftir glærukynningu forsætis- og fjármálaráðherra á framkvæmd skuldaleiðréttingarinnar í Hörpu. „Þar sem ég óskaði nánari upplýsinga um ýmis þau atriði sem þar var tæpt á en þó ekki útskýrt. Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir að þegar 80 milljörðum er úthlutað af almannafé að þar liggi ítarlegir útreikningar að baki,“ sagði Katrín. Hún hafi sent inn fyrirspurn í fimmtán liðum, m.a. um aldursdreifingu, búsetu og fleira sem hægt hefði verið að svara með fyrirvörum að ekki lægju fyrir útreikningar um alla. En í stað þess að svara fyrirspurn hennar og öðrum um sama efni boði fjármálaráðherra skýrslu einhvern tíma í vor þegar endanlegir útreikningar liggi fyrir. „Þetta, virðulegur forseti, eru ekki boðleg vinnubrögð og þetta gerir okkur þingmönnum að sinna okkar eftirlitshlutverki. Ef ráðherrar komast upp með, hæstvirtir, að senda svona óboðleg svör frá sér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Annarri lengstu umræðu sögunnar um fjárlög lauk á Alþingi upp úr miðnætti síðastliðna nótt. Formaður Vinstri grænna gagnrýndi harðlega á þingi í dag að fjármálaráðherra ætli ekki að svara fyrirspurnum um endanlegan kostnað á bakvið leiðréttinguna svo kölluðu. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs hafði staðið í tæpar fjörtíu klukkustundir þegar henni lauk upp úr miðnætti síðast liðna nótt, en þá var nokkurra klukkustunda atkvæðagreiðsla um frumvarpið og breytingartillögur við það sem hófst síðdegis í dag. Lengsta umræða um fjárlög sem verið hefur var í annarri umræðu fyrir síðustu fjárlög fyrri ríkisstjórnar í desember 2012 en hún stóð í 50 klukkustundir með atkvæðagreiðslum. Ljóst er að Alþingi fer ekki í jólafrí á föstudag eins og áætlun þess gerir ráð fyrir og er nú reiknað með að því ljúki um miðja næstu viku. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gagnrýndi fjármálaráðherra harðlega á Alþingi í dag fyrir að svara ekki fyrirspurnum frá henni og fleirum varðandi útreikninga að baki skuldaleiðréttingunni. En hún lagði fyrirspurnina fram eftir glærukynningu forsætis- og fjármálaráðherra á framkvæmd skuldaleiðréttingarinnar í Hörpu. „Þar sem ég óskaði nánari upplýsinga um ýmis þau atriði sem þar var tæpt á en þó ekki útskýrt. Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir að þegar 80 milljörðum er úthlutað af almannafé að þar liggi ítarlegir útreikningar að baki,“ sagði Katrín. Hún hafi sent inn fyrirspurn í fimmtán liðum, m.a. um aldursdreifingu, búsetu og fleira sem hægt hefði verið að svara með fyrirvörum að ekki lægju fyrir útreikningar um alla. En í stað þess að svara fyrirspurn hennar og öðrum um sama efni boði fjármálaráðherra skýrslu einhvern tíma í vor þegar endanlegir útreikningar liggi fyrir. „Þetta, virðulegur forseti, eru ekki boðleg vinnubrögð og þetta gerir okkur þingmönnum að sinna okkar eftirlitshlutverki. Ef ráðherrar komast upp með, hæstvirtir, að senda svona óboðleg svör frá sér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira