Þorbjörn um Óla Stef: Ekki heppilegasti tíminn Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2014 13:51 Þorbjörn Jensson gerðist tímabundið aðstoðarþjálfari Vals fyrir tveimur árum. vísir/valli Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals í Olís-deild karla í handbolta, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum eins og greint var frá fyrr í dag.Óskar Bjarni Óskarsson, sem stýrði Val til Íslandsmeistaratitils árið 2007, og Jón Kristjánsson, margfaldur Íslandsmeistari sem leikmaður liðsins, stýra liðinu fram að áramótum þegar Ólafur á að snúa aftur.Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, tekur brátt við formannsstöðunni hjá handknattleiksdeild Vals, en hann vildi í samtali við Vísi ekki gangast við því að þetta væru skrítnar kringumstæður. „Ég lít ekki á þetta þannig. Eins og segir í fréttatilkynningunni þá þarf Óli að snúa sér að því að byggja upp sitt fyrirtæki,“ segir Þorbjörn. „Við sem erum í kringum boltann hjá Val sáum að við gátum leyst þetta á farsælan hátt með Óskari Bjarna og Jóni fyrst hann var á lausu. Þetta hefði vissulega verið erfiðara ef við hefðum ekki haft mann eins og Jón í takinu.“ „Flest lið eru búin að ráða þjálfara og þannig allir búnir að festa sig. Þetta var bara frábært tækifæri til að gefa Óla þetta frí. Við erum nú allir miklir fagmenn sem vinnum að þessu í kringum Val og töldum okkur geta leyst þetta vel.“ Þorbjörn er þrautreyndur þjálfari, en hann gerði Val margsinnis að Íslandsmeisturum og þá stýrði hann íslenska landsliðinu í fimmta sæti á HM í Kumamoto árið 1997. Aðspurður út frá þjálfunarfræðunum hvort þetta sé góður kostur segir Þorbjörn: „Ég get alveg viðurkennt að þetta er ekki heppilegasti tíminn, en það má alltaf að segja að það sé óheppilegt þegar það þarf að gera eitthvað svona. Þetta eru bara aðstæðurnar sem við stóðum frammi fyrir.“ Þorbjörn segir að Ólafur stefni að því að koma aftur um áramótin, en er einhver varaáætlun ef Ólafur biður um lengra frí? „Við áváðum bara að taka á þessum hlutum núna. Nú líða þessir mánuðir fram að áramótum og Óli verður auðvitað alltaf til staðar. Hann er ekki að fara neitt. Ég er alveg slakur yfir þessu. Við tökum bara nýja ákvörðun þegar að henni kemur,“ segir Þorbjörn Jensson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn án Óla Stef til áramóta Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. 12. september 2014 13:18 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals í Olís-deild karla í handbolta, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum eins og greint var frá fyrr í dag.Óskar Bjarni Óskarsson, sem stýrði Val til Íslandsmeistaratitils árið 2007, og Jón Kristjánsson, margfaldur Íslandsmeistari sem leikmaður liðsins, stýra liðinu fram að áramótum þegar Ólafur á að snúa aftur.Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, tekur brátt við formannsstöðunni hjá handknattleiksdeild Vals, en hann vildi í samtali við Vísi ekki gangast við því að þetta væru skrítnar kringumstæður. „Ég lít ekki á þetta þannig. Eins og segir í fréttatilkynningunni þá þarf Óli að snúa sér að því að byggja upp sitt fyrirtæki,“ segir Þorbjörn. „Við sem erum í kringum boltann hjá Val sáum að við gátum leyst þetta á farsælan hátt með Óskari Bjarna og Jóni fyrst hann var á lausu. Þetta hefði vissulega verið erfiðara ef við hefðum ekki haft mann eins og Jón í takinu.“ „Flest lið eru búin að ráða þjálfara og þannig allir búnir að festa sig. Þetta var bara frábært tækifæri til að gefa Óla þetta frí. Við erum nú allir miklir fagmenn sem vinnum að þessu í kringum Val og töldum okkur geta leyst þetta vel.“ Þorbjörn er þrautreyndur þjálfari, en hann gerði Val margsinnis að Íslandsmeisturum og þá stýrði hann íslenska landsliðinu í fimmta sæti á HM í Kumamoto árið 1997. Aðspurður út frá þjálfunarfræðunum hvort þetta sé góður kostur segir Þorbjörn: „Ég get alveg viðurkennt að þetta er ekki heppilegasti tíminn, en það má alltaf að segja að það sé óheppilegt þegar það þarf að gera eitthvað svona. Þetta eru bara aðstæðurnar sem við stóðum frammi fyrir.“ Þorbjörn segir að Ólafur stefni að því að koma aftur um áramótin, en er einhver varaáætlun ef Ólafur biður um lengra frí? „Við áváðum bara að taka á þessum hlutum núna. Nú líða þessir mánuðir fram að áramótum og Óli verður auðvitað alltaf til staðar. Hann er ekki að fara neitt. Ég er alveg slakur yfir þessu. Við tökum bara nýja ákvörðun þegar að henni kemur,“ segir Þorbjörn Jensson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn án Óla Stef til áramóta Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. 12. september 2014 13:18 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Valsmenn án Óla Stef til áramóta Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. 12. september 2014 13:18
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita