Þetta gerðist hjá Jóni Arnóri fyrir átta árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2014 19:45 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Daníel Jón Arnór Stefánsson, besti leikmaður íslenska körfuboltaliðsins, verður eins og allir vita fjarri góðu gamnni þegar íslenska liðið mætir Bretum í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Jón Arnór er búin að spila 22 leiki Íslands í Evrópukeppni frá 2008 til 2013 og skoraði í þeim 379 stig eða 17,2 stig að meðaltali í leik. Leikurinn við Bretland á sunnudaginn verður því fyrsti leikur íslenska landsliðsins í Evrópukeppni sem Jón Arnór missir af í sjö ár. Jón Arnór er að leita að nýjum samningi og má ekki við því að meiðast. Hann er að verða 32 ára gamall og telur að meiðsli í þessum landsleikjum gæti kostað hann síðasta góða samninginn. Jón Arnór er brenndur af því að meiðast með íslenska landsliðinu en það gerðist í leik á móti Lúxemborg í Keflavík fyrir tæpum átta árum. Ljósmyndarinn Gunnar Freyr Steinsson náði því á mynd þegar Jón Arnór snéri illa upp á ökklann í byrjun leiks en Jón Arnór var þá nýbúinn að semja við spænska liðið Valencia. Hann brotnaði ekki en tognaði mjög illa. Það er hægt að sjá þessa mögnuðu mynd hér fyrir neðan. Jón Arnór var lengi að ná sér góðum af meiðslunum og fór frá Valencia á miðju tímabili. Jón samdi við ítalska liðið Lottomatica Roma og snéri ekki aftur til Spánar fyrr en þremur árum síðar. Jón Arnór var ekki með landsliðinu haustið 2007 en hefur síðan gefið kost á sér í öll stóru verkefni liðsins þar til nú. Jón Arnór var með samning við CB Granada frá 2009 til 2011 og lék síðustu þrjú tímabil með CAI Zaragoza.Jón Arnór meiðist hér illa á ökkla í landsleik 13. september 2006.Mynd/Myndasíða KKÍ/Gunnar Freyr Steinsson Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór er brenndur síðan haustið 2006 Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM en fær fullan stuðning frá leikmönnum og þjálfurum landsliðsins. 8. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015. 7. ágúst 2014 16:15 Jón Arnór: Ég á bara tvö til þrjú ár eftir og þurfti að taka þessa ákvörðun Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM þar sem liðið mætir Bosníu og Bretlandi í baráttunni um sæti á EM. Jón Arnór er samningslaus og tekur ekki áhættuna að að meiðast í þessum landsleikjum og missa af möguleikanum á því að finna sér nýjan samning. 7. ágúst 2014 18:21 Jón Arnór: Rétt ákvörðun þó að hún sé mjög erfið Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM sem hefst með heimaleik við Bretland um næstu helgi og Valtýr Björn Valtýsson ræddi við kappann í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fékk að vita af hverju besti leikmaður landsliðsins getur ekki spilað þessa leiki. 7. ágúst 2014 18:45 Landsliðsmenn í körfubolta setja á sig svuntu á milli leikja Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij opna á næstu vikum kjöt- og fiskbúð í miðbæ Reykjavíkur og ætla setja á sig svuntu á milli leikja. 7. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, besti leikmaður íslenska körfuboltaliðsins, verður eins og allir vita fjarri góðu gamnni þegar íslenska liðið mætir Bretum í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Jón Arnór er búin að spila 22 leiki Íslands í Evrópukeppni frá 2008 til 2013 og skoraði í þeim 379 stig eða 17,2 stig að meðaltali í leik. Leikurinn við Bretland á sunnudaginn verður því fyrsti leikur íslenska landsliðsins í Evrópukeppni sem Jón Arnór missir af í sjö ár. Jón Arnór er að leita að nýjum samningi og má ekki við því að meiðast. Hann er að verða 32 ára gamall og telur að meiðsli í þessum landsleikjum gæti kostað hann síðasta góða samninginn. Jón Arnór er brenndur af því að meiðast með íslenska landsliðinu en það gerðist í leik á móti Lúxemborg í Keflavík fyrir tæpum átta árum. Ljósmyndarinn Gunnar Freyr Steinsson náði því á mynd þegar Jón Arnór snéri illa upp á ökklann í byrjun leiks en Jón Arnór var þá nýbúinn að semja við spænska liðið Valencia. Hann brotnaði ekki en tognaði mjög illa. Það er hægt að sjá þessa mögnuðu mynd hér fyrir neðan. Jón Arnór var lengi að ná sér góðum af meiðslunum og fór frá Valencia á miðju tímabili. Jón samdi við ítalska liðið Lottomatica Roma og snéri ekki aftur til Spánar fyrr en þremur árum síðar. Jón Arnór var ekki með landsliðinu haustið 2007 en hefur síðan gefið kost á sér í öll stóru verkefni liðsins þar til nú. Jón Arnór var með samning við CB Granada frá 2009 til 2011 og lék síðustu þrjú tímabil með CAI Zaragoza.Jón Arnór meiðist hér illa á ökkla í landsleik 13. september 2006.Mynd/Myndasíða KKÍ/Gunnar Freyr Steinsson
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór er brenndur síðan haustið 2006 Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM en fær fullan stuðning frá leikmönnum og þjálfurum landsliðsins. 8. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015. 7. ágúst 2014 16:15 Jón Arnór: Ég á bara tvö til þrjú ár eftir og þurfti að taka þessa ákvörðun Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM þar sem liðið mætir Bosníu og Bretlandi í baráttunni um sæti á EM. Jón Arnór er samningslaus og tekur ekki áhættuna að að meiðast í þessum landsleikjum og missa af möguleikanum á því að finna sér nýjan samning. 7. ágúst 2014 18:21 Jón Arnór: Rétt ákvörðun þó að hún sé mjög erfið Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM sem hefst með heimaleik við Bretland um næstu helgi og Valtýr Björn Valtýsson ræddi við kappann í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fékk að vita af hverju besti leikmaður landsliðsins getur ekki spilað þessa leiki. 7. ágúst 2014 18:45 Landsliðsmenn í körfubolta setja á sig svuntu á milli leikja Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij opna á næstu vikum kjöt- og fiskbúð í miðbæ Reykjavíkur og ætla setja á sig svuntu á milli leikja. 7. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira
Jón Arnór er brenndur síðan haustið 2006 Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM en fær fullan stuðning frá leikmönnum og þjálfurum landsliðsins. 8. ágúst 2014 07:00
Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015. 7. ágúst 2014 16:15
Jón Arnór: Ég á bara tvö til þrjú ár eftir og þurfti að taka þessa ákvörðun Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM þar sem liðið mætir Bosníu og Bretlandi í baráttunni um sæti á EM. Jón Arnór er samningslaus og tekur ekki áhættuna að að meiðast í þessum landsleikjum og missa af möguleikanum á því að finna sér nýjan samning. 7. ágúst 2014 18:21
Jón Arnór: Rétt ákvörðun þó að hún sé mjög erfið Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM sem hefst með heimaleik við Bretland um næstu helgi og Valtýr Björn Valtýsson ræddi við kappann í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fékk að vita af hverju besti leikmaður landsliðsins getur ekki spilað þessa leiki. 7. ágúst 2014 18:45
Landsliðsmenn í körfubolta setja á sig svuntu á milli leikja Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij opna á næstu vikum kjöt- og fiskbúð í miðbæ Reykjavíkur og ætla setja á sig svuntu á milli leikja. 7. ágúst 2014 14:00