Spamalot sýnt í Stjórnarráðinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudaginn söngleikinn Spamalot sem kemur úr smiðju Monty Python-grínaranna. Þeir voru reyndar upp á sitt besta á áttunda áratugnum og sá húmor sem birtist í íslenskri gerð verksins er ansi úr sér genginn og slappur. Engin tilraun er gerð til að nýta tækifærið og skjóta á íslensk stjórnvöld, enda sjá þau svo sem fyllilega um það sjálf að vera aðhlátursefni og kannski engin ástæða til að listamenn reyni að bæta þar um betur. Spamalot minnti þó, hvort sem það var óvart eður ei, töluvert á ástandið á Íslandi í dag. Hinn að því er virðist grunnhyggni Artúr konungur safnar um sig hirð riddara, sem stíga ekki í vitið frekar en hann sjálfur en fyllast sjálfumgleði og hroka við að verða liðsmenn þessa frægasta riddarahóps sögunnar. Saman leggur svo hópurinn upp í leitina að hinum heilaga gral. Hrokinn og ofurtrú á eigið ágæti er leiðarstef hópsins, sem auðvitað verður til þess að þeir reka sig á veggi hvar sem þeir koma, klúðra öllu með heimsku og klaufaskap og ekki nokkrum manni dettur í hug að bera virðingu fyrir þeim. Sigmundur Davíð virðist hafa haft sama stef að leiðarljósi þegar hann valdi sér samstarfsmenn í ríkisstjórnarflokk Framsóknarflokksins; því sjálfumglaðari, grunnhyggnari og verr upplýstir þeim mun betri kandídatar í framvarðasveit flokksins. Vigdís Hauksdóttir er reyndar ekki ráðherra en af einhverjum ástæðum virðist hún veljast oftar en aðrir flokksmenn til að hafa orð fyrir stefnu flokksins með skelfilegum afleiðingum.Fleiprið og rangfærslurnar sem hún lét út úr sér í sjónvarpsþættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær hljómuðu eins og einhver illviljaður háðfugl hefði skrifað fyrir hana handrit sem gerði hana sem allra heimskulegasta: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands, það er ekkert land“, „Það er hungursneyð í Evrópu“ og fleiri fjólur runnu frá henni viðstöðulaust, án þess að nokkur leiðrétti hana. Utanríkisráðherrann okkar bullar út í eitt og sendir frá sér beinlínis hættulegar yfirlýsingar um önnur ríki, og þó einkum ríkjasambandið ESB, sem enga stoð eiga sér í veruleikanum og lýsa skelfilegu þekkingarleysi. Forsætisráðherra sjálfur sýnir ítrekað af sér fádæma hroka og yfirgang og kvartar svo hástöfum yfir því að fólk skuli „leggja hann í einelti“ í stað þess að kunna að meta hann. Vissulega er þetta klassískt efni í farsa en þetta er ekki fyndið – væri ekki einu sinni fyndið á sviði – og það versta er að sýningin er rétt byrjuð. Það eru þrjú ár í hléið. Ætlar þjóðin virkilega að sitja prúð undir þessari sýningu til enda og standa kannski upp og klappa í lokin? Hvað er orðið um baráttuandann úr búsáhaldabyltingunni? Það má labba út af miðri leiksýningu og láta þau boð út ganga að þetta sé ekki sýning sem sé þess virði að sjá. Gildir ekki sama regla um farsa ríkisstjórna?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudaginn söngleikinn Spamalot sem kemur úr smiðju Monty Python-grínaranna. Þeir voru reyndar upp á sitt besta á áttunda áratugnum og sá húmor sem birtist í íslenskri gerð verksins er ansi úr sér genginn og slappur. Engin tilraun er gerð til að nýta tækifærið og skjóta á íslensk stjórnvöld, enda sjá þau svo sem fyllilega um það sjálf að vera aðhlátursefni og kannski engin ástæða til að listamenn reyni að bæta þar um betur. Spamalot minnti þó, hvort sem það var óvart eður ei, töluvert á ástandið á Íslandi í dag. Hinn að því er virðist grunnhyggni Artúr konungur safnar um sig hirð riddara, sem stíga ekki í vitið frekar en hann sjálfur en fyllast sjálfumgleði og hroka við að verða liðsmenn þessa frægasta riddarahóps sögunnar. Saman leggur svo hópurinn upp í leitina að hinum heilaga gral. Hrokinn og ofurtrú á eigið ágæti er leiðarstef hópsins, sem auðvitað verður til þess að þeir reka sig á veggi hvar sem þeir koma, klúðra öllu með heimsku og klaufaskap og ekki nokkrum manni dettur í hug að bera virðingu fyrir þeim. Sigmundur Davíð virðist hafa haft sama stef að leiðarljósi þegar hann valdi sér samstarfsmenn í ríkisstjórnarflokk Framsóknarflokksins; því sjálfumglaðari, grunnhyggnari og verr upplýstir þeim mun betri kandídatar í framvarðasveit flokksins. Vigdís Hauksdóttir er reyndar ekki ráðherra en af einhverjum ástæðum virðist hún veljast oftar en aðrir flokksmenn til að hafa orð fyrir stefnu flokksins með skelfilegum afleiðingum.Fleiprið og rangfærslurnar sem hún lét út úr sér í sjónvarpsþættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær hljómuðu eins og einhver illviljaður háðfugl hefði skrifað fyrir hana handrit sem gerði hana sem allra heimskulegasta: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands, það er ekkert land“, „Það er hungursneyð í Evrópu“ og fleiri fjólur runnu frá henni viðstöðulaust, án þess að nokkur leiðrétti hana. Utanríkisráðherrann okkar bullar út í eitt og sendir frá sér beinlínis hættulegar yfirlýsingar um önnur ríki, og þó einkum ríkjasambandið ESB, sem enga stoð eiga sér í veruleikanum og lýsa skelfilegu þekkingarleysi. Forsætisráðherra sjálfur sýnir ítrekað af sér fádæma hroka og yfirgang og kvartar svo hástöfum yfir því að fólk skuli „leggja hann í einelti“ í stað þess að kunna að meta hann. Vissulega er þetta klassískt efni í farsa en þetta er ekki fyndið – væri ekki einu sinni fyndið á sviði – og það versta er að sýningin er rétt byrjuð. Það eru þrjú ár í hléið. Ætlar þjóðin virkilega að sitja prúð undir þessari sýningu til enda og standa kannski upp og klappa í lokin? Hvað er orðið um baráttuandann úr búsáhaldabyltingunni? Það má labba út af miðri leiksýningu og láta þau boð út ganga að þetta sé ekki sýning sem sé þess virði að sjá. Gildir ekki sama regla um farsa ríkisstjórna?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun