Verklaus ríkisstjórn – sagan endurtekur sig Helgi Magnússon skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Á síðari hluta síðasta kjörtímabils var gjarnan talað um „Verklausa vinstristjórn“. Ekki veit ég hver byrjaði með þetta slagorð, hvort það var einhver úr stjórnarandstöðunni eða þá hvatvís fjölmiðlamaður af ÍNN, Morgunblaðinu eða DV. Það skiptir ekki meginmáli en þeir sem héldu þessu á lofti bentu á fjölmörg mál sem þáverandi ríkisstjórn hafði ætlað að koma í framkvæmd en kom ekki í framkvæmd. Svo kom til stjórnarskipta í maí á síðasta ári og þá trúðu margir því að veður myndu skjótt skipast í lofti og að nú tækju menn til hendi og færu að hrinda hratt og örugglega ýmsu í framkvæmd sem almenningur og atvinnulífið höfðu beðið eftir. Ég er einn af þeim sem trúðu á hraðar breytingar til hins betra. Í þeim anda birti ég grein í Fréttablaðinu þann 8. júní sl. undir fyrirsögninni ENDURREISNARSTJÓRNIN ER KOMIN Á SLYSSTAÐ. Þar hélt ég því fram að ferill síðustu ríkisstjórnar hefði verið slys og að nú væri björgunarliðið komið á slysstað og myndi láta hendur standa fram úr ermum.Hvernig hefur tíminn nýst? Nú eru liðnir 9 mánuðir frá því nýja stjórnin tók við. Ef hún megnar að sitja til loka kjörtímabilsins – sem gæti gerst en er hreint ekki víst – þá er hún búin með fimmtung af tíma sínum. Og þá er óhætt að spyrja: Hvernig hefur þessi tími nýst, hverju hefur hún komið í verk – eru breytt og rösklegri vinnubrögð að birtast landsmönnum? Stutta svarið er: Tíminn hefur ekki nýst vel og ríkisstjórnin hefur ekki komið miklu í verk. Það er sorgleg staðreynd eftir allt sem á undan var gengið. Skoðum nokkur mikilvæg mál sem stjórnarflokkarnir lofuðu úrlausnum á í kosningabaráttunni sl. vor: - Hefur ríkisstjórnin lækkað skatta að ráði? NEI, ekki þannig að teljandi sé. T.d. var tryggingagjaldið lækkað um 0,1% sem er brot af því sem lofað var. - Hefur hún hrint í framkvæmd aukinni nýtingu orkuauðlindanna? Nei. - Hefur hún hoggið á hnútinn sem hefur hamlað gegn fjárfestingum og uppbyggingu álvers í Helguvík? NEI. - Hefur hún ýtt af stað myndarlegu átaki á sviði samgönguframkvæmda? NEI. - Hefur hún afnumið gjaldeyrishöft? NEI. - Hefur hún komið með lausnir á málefnum þrotabúa föllnu bankanna? NEI. - Hefur hún leiðrétt skuldir heimilanna, sem var stóra kosningaloforðið hjá öðrum flokkanna. NEI – en hún hefur sett í gang vinnu við útfærslu málsins, komið því í nefnd. - Hefur hún afnumið verðtrygginguna sem var annað af helstu loforðum sama flokks. NEI. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur í reynd slegið þá hugmynd út af borðinu. - Hefur hún beitt sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum að yrði á fyrri hluta núverandi kjörtímabilsins? NEI – Þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir grímulausum svikum við kjósendur í því efni, þrátt fyrir ótvíræð kosningaloforð. - Hefur ríkisstjórnin náð tökum á ríkisfjármálunum? Hún heldur því fram vegna lítilsháttar afgangs á fjárlögum. En reynslan sýnir að niðurstaðan verður yfirleitt mun lakari og ætla má að halli verði á fjárlögum þessa árs þegar raunveruleikinn lítur dagsins ljós. - Hefur ríkisstjórnin lækkað veiðileyfagjald og létt þannig álögum af útgerðinni? JÁ. Það gerði hún strax á sumarþingi 2013 enda þótti mikið liggja við að bæta hag útgerðarmanna á meðan hagsmunir annarra atvinnugreina og almennings máttu bíða! Niðurstaðan af þessu er því miður sú að núverandi ríkisstjórn er eftir 20% af kjörtímabilinu engu betri en sú fyrri: VERKLAUS RÍKISSTJÓRN þegar kemur að meginhagsmunamálum almennings og atvinnulífs, með þeirri undantekningu að litið hefur verið til með sjávarútveginum. Við sem gagnrýndum fyrri ríkisstjórn og kusum þá flokka sem mynda núverandi ríkisstjórn út á kosningaloforð sem nú hafa verið svikin, hljótum að spyrja: Til hvers var barist?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Á síðari hluta síðasta kjörtímabils var gjarnan talað um „Verklausa vinstristjórn“. Ekki veit ég hver byrjaði með þetta slagorð, hvort það var einhver úr stjórnarandstöðunni eða þá hvatvís fjölmiðlamaður af ÍNN, Morgunblaðinu eða DV. Það skiptir ekki meginmáli en þeir sem héldu þessu á lofti bentu á fjölmörg mál sem þáverandi ríkisstjórn hafði ætlað að koma í framkvæmd en kom ekki í framkvæmd. Svo kom til stjórnarskipta í maí á síðasta ári og þá trúðu margir því að veður myndu skjótt skipast í lofti og að nú tækju menn til hendi og færu að hrinda hratt og örugglega ýmsu í framkvæmd sem almenningur og atvinnulífið höfðu beðið eftir. Ég er einn af þeim sem trúðu á hraðar breytingar til hins betra. Í þeim anda birti ég grein í Fréttablaðinu þann 8. júní sl. undir fyrirsögninni ENDURREISNARSTJÓRNIN ER KOMIN Á SLYSSTAÐ. Þar hélt ég því fram að ferill síðustu ríkisstjórnar hefði verið slys og að nú væri björgunarliðið komið á slysstað og myndi láta hendur standa fram úr ermum.Hvernig hefur tíminn nýst? Nú eru liðnir 9 mánuðir frá því nýja stjórnin tók við. Ef hún megnar að sitja til loka kjörtímabilsins – sem gæti gerst en er hreint ekki víst – þá er hún búin með fimmtung af tíma sínum. Og þá er óhætt að spyrja: Hvernig hefur þessi tími nýst, hverju hefur hún komið í verk – eru breytt og rösklegri vinnubrögð að birtast landsmönnum? Stutta svarið er: Tíminn hefur ekki nýst vel og ríkisstjórnin hefur ekki komið miklu í verk. Það er sorgleg staðreynd eftir allt sem á undan var gengið. Skoðum nokkur mikilvæg mál sem stjórnarflokkarnir lofuðu úrlausnum á í kosningabaráttunni sl. vor: - Hefur ríkisstjórnin lækkað skatta að ráði? NEI, ekki þannig að teljandi sé. T.d. var tryggingagjaldið lækkað um 0,1% sem er brot af því sem lofað var. - Hefur hún hrint í framkvæmd aukinni nýtingu orkuauðlindanna? Nei. - Hefur hún hoggið á hnútinn sem hefur hamlað gegn fjárfestingum og uppbyggingu álvers í Helguvík? NEI. - Hefur hún ýtt af stað myndarlegu átaki á sviði samgönguframkvæmda? NEI. - Hefur hún afnumið gjaldeyrishöft? NEI. - Hefur hún komið með lausnir á málefnum þrotabúa föllnu bankanna? NEI. - Hefur hún leiðrétt skuldir heimilanna, sem var stóra kosningaloforðið hjá öðrum flokkanna. NEI – en hún hefur sett í gang vinnu við útfærslu málsins, komið því í nefnd. - Hefur hún afnumið verðtrygginguna sem var annað af helstu loforðum sama flokks. NEI. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur í reynd slegið þá hugmynd út af borðinu. - Hefur hún beitt sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum að yrði á fyrri hluta núverandi kjörtímabilsins? NEI – Þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir grímulausum svikum við kjósendur í því efni, þrátt fyrir ótvíræð kosningaloforð. - Hefur ríkisstjórnin náð tökum á ríkisfjármálunum? Hún heldur því fram vegna lítilsháttar afgangs á fjárlögum. En reynslan sýnir að niðurstaðan verður yfirleitt mun lakari og ætla má að halli verði á fjárlögum þessa árs þegar raunveruleikinn lítur dagsins ljós. - Hefur ríkisstjórnin lækkað veiðileyfagjald og létt þannig álögum af útgerðinni? JÁ. Það gerði hún strax á sumarþingi 2013 enda þótti mikið liggja við að bæta hag útgerðarmanna á meðan hagsmunir annarra atvinnugreina og almennings máttu bíða! Niðurstaðan af þessu er því miður sú að núverandi ríkisstjórn er eftir 20% af kjörtímabilinu engu betri en sú fyrri: VERKLAUS RÍKISSTJÓRN þegar kemur að meginhagsmunamálum almennings og atvinnulífs, með þeirri undantekningu að litið hefur verið til með sjávarútveginum. Við sem gagnrýndum fyrri ríkisstjórn og kusum þá flokka sem mynda núverandi ríkisstjórn út á kosningaloforð sem nú hafa verið svikin, hljótum að spyrja: Til hvers var barist?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun