Tölvuleikjafíkn unglinga Reynar Kári Bjarnason skrifar 17. apríl 2014 07:00 Veruleiki unglinga nú um stundir er um margt frábrugðinn því sem fyrri kynslóðir bjuggu við. Tækninýjungar veita fólki aðgang að upplýsingum og samskiptum sem áður voru óhugsandi. Samskipti ungs fólks fara í auknum mæli fram í gegnum tölvur og afþreying í gegnum sýndarveruleika. Neikvæðar hliðar þessara framfara hafa því miður komið í ljós hér á landi sem annars staðar. Ungt fólk hefur þróað með sér tölvuleikjafíkn og misst stjórn á lífi sínu. Skilgreina má fíkn sem þráláta neyslu sem tekur yfir líf einstaklingsins og ágerist þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar. Þegar kemur að tölvuleikjanotkun má í mörgum tilfellum færa rök fyrir því að einstaklingurinn sé haldinn fíkn þegar ásókn í tölvuleiki er orðin það mikil að hún er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf hans. Afleiðingar of mikillar tölvuleikjanotkunar geta verið félagslegar, sálrænar og heilsufarslegar. Þeir sem spila mikið einangra sig gjarnan frá vinum sínum, fara ekki út úr húsi, lenda í átökum við fjölskyldumeðlimi, sinna ekki skyldum sínum og mæta illa í skóla eða vinnu. Þegar einstaklingurinn er ekki í tölvunni er hann stöðugt með hugann við hana og verður eirðarlaus og pirraður. Þessi óþægindi hverfa ekki fyrr en hann kemst aftur að tölvunni.Brýnt að fá aðstoð Algengir fylgikvillar eru skapofsaköst, kvíði og þunglyndi. Önnur einkenni ofnotkunar á tölvuleikjum geta verið brenglað tímaskyn og vanræksla grunnþarfa eins og næringar og hreinlætis. Á sama hátt og áfengisfíklar reynir tölvufíkillinn að fela neysluna og ljúga til um tölvunotkunina. Sá hópur sem líklegastur er til að ánetjast tölvuleikjum eru unglingsdrengir. Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Kröfur umhverfisins til einstaklingsins aukast, líkaminn breytist, sjálfsmyndin mótast og unglingurinn reynir að skilgreina sjálfan sig og átta sig á því hvaða hópum hann á samleið með og hvert hann vill stefna í lífinu. Á unglingsárunum prófar fólk sig áfram í samskiptum og skoðar hegðun annarra. Unglingar eyða auknum tíma með félögum á kostnað samskipta við foreldra sína. Félagsleg samskipti skipta því miklu máli á þessu tímaskeiði og eru mikilvægt skref í þroskaferli einstaklingsins. Þeir sem ánetjast tölvuleikjum á þessum árum fara á mis við þessa félagsmótun. Í stað þess að finna tilgang með lífinu er þessum mestu mótunarárum eytt fyrir framan tölvuskjá til að svala tölvuleikjafíkn. Þegar einstaklingur hefur misst tökin á tölvunotkuninni er mikilvægt að leita til sálfræðinga sem geta aðstoðað hann við að ná stjórn á hegðun sinni og hugsunum. Ef foreldra grunar að unglingurinn þeirra sé búinn að missa stjórn á tölvuleikjanotkuninni og greina breytingar á hegðun hans og lundarfari er brýnt að grípa inn í og fá aðstoð sem fyrst. Tölvuleikjafíkn er samfélagslegt mein sem getur haft varanleg áhrif á líf og heilsu ungmenna ef ekkert er aðhafst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Veruleiki unglinga nú um stundir er um margt frábrugðinn því sem fyrri kynslóðir bjuggu við. Tækninýjungar veita fólki aðgang að upplýsingum og samskiptum sem áður voru óhugsandi. Samskipti ungs fólks fara í auknum mæli fram í gegnum tölvur og afþreying í gegnum sýndarveruleika. Neikvæðar hliðar þessara framfara hafa því miður komið í ljós hér á landi sem annars staðar. Ungt fólk hefur þróað með sér tölvuleikjafíkn og misst stjórn á lífi sínu. Skilgreina má fíkn sem þráláta neyslu sem tekur yfir líf einstaklingsins og ágerist þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar. Þegar kemur að tölvuleikjanotkun má í mörgum tilfellum færa rök fyrir því að einstaklingurinn sé haldinn fíkn þegar ásókn í tölvuleiki er orðin það mikil að hún er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf hans. Afleiðingar of mikillar tölvuleikjanotkunar geta verið félagslegar, sálrænar og heilsufarslegar. Þeir sem spila mikið einangra sig gjarnan frá vinum sínum, fara ekki út úr húsi, lenda í átökum við fjölskyldumeðlimi, sinna ekki skyldum sínum og mæta illa í skóla eða vinnu. Þegar einstaklingurinn er ekki í tölvunni er hann stöðugt með hugann við hana og verður eirðarlaus og pirraður. Þessi óþægindi hverfa ekki fyrr en hann kemst aftur að tölvunni.Brýnt að fá aðstoð Algengir fylgikvillar eru skapofsaköst, kvíði og þunglyndi. Önnur einkenni ofnotkunar á tölvuleikjum geta verið brenglað tímaskyn og vanræksla grunnþarfa eins og næringar og hreinlætis. Á sama hátt og áfengisfíklar reynir tölvufíkillinn að fela neysluna og ljúga til um tölvunotkunina. Sá hópur sem líklegastur er til að ánetjast tölvuleikjum eru unglingsdrengir. Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Kröfur umhverfisins til einstaklingsins aukast, líkaminn breytist, sjálfsmyndin mótast og unglingurinn reynir að skilgreina sjálfan sig og átta sig á því hvaða hópum hann á samleið með og hvert hann vill stefna í lífinu. Á unglingsárunum prófar fólk sig áfram í samskiptum og skoðar hegðun annarra. Unglingar eyða auknum tíma með félögum á kostnað samskipta við foreldra sína. Félagsleg samskipti skipta því miklu máli á þessu tímaskeiði og eru mikilvægt skref í þroskaferli einstaklingsins. Þeir sem ánetjast tölvuleikjum á þessum árum fara á mis við þessa félagsmótun. Í stað þess að finna tilgang með lífinu er þessum mestu mótunarárum eytt fyrir framan tölvuskjá til að svala tölvuleikjafíkn. Þegar einstaklingur hefur misst tökin á tölvunotkuninni er mikilvægt að leita til sálfræðinga sem geta aðstoðað hann við að ná stjórn á hegðun sinni og hugsunum. Ef foreldra grunar að unglingurinn þeirra sé búinn að missa stjórn á tölvuleikjanotkuninni og greina breytingar á hegðun hans og lundarfari er brýnt að grípa inn í og fá aðstoð sem fyrst. Tölvuleikjafíkn er samfélagslegt mein sem getur haft varanleg áhrif á líf og heilsu ungmenna ef ekkert er aðhafst.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun