Tölvuleikjafíkn unglinga Reynar Kári Bjarnason skrifar 17. apríl 2014 07:00 Veruleiki unglinga nú um stundir er um margt frábrugðinn því sem fyrri kynslóðir bjuggu við. Tækninýjungar veita fólki aðgang að upplýsingum og samskiptum sem áður voru óhugsandi. Samskipti ungs fólks fara í auknum mæli fram í gegnum tölvur og afþreying í gegnum sýndarveruleika. Neikvæðar hliðar þessara framfara hafa því miður komið í ljós hér á landi sem annars staðar. Ungt fólk hefur þróað með sér tölvuleikjafíkn og misst stjórn á lífi sínu. Skilgreina má fíkn sem þráláta neyslu sem tekur yfir líf einstaklingsins og ágerist þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar. Þegar kemur að tölvuleikjanotkun má í mörgum tilfellum færa rök fyrir því að einstaklingurinn sé haldinn fíkn þegar ásókn í tölvuleiki er orðin það mikil að hún er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf hans. Afleiðingar of mikillar tölvuleikjanotkunar geta verið félagslegar, sálrænar og heilsufarslegar. Þeir sem spila mikið einangra sig gjarnan frá vinum sínum, fara ekki út úr húsi, lenda í átökum við fjölskyldumeðlimi, sinna ekki skyldum sínum og mæta illa í skóla eða vinnu. Þegar einstaklingurinn er ekki í tölvunni er hann stöðugt með hugann við hana og verður eirðarlaus og pirraður. Þessi óþægindi hverfa ekki fyrr en hann kemst aftur að tölvunni.Brýnt að fá aðstoð Algengir fylgikvillar eru skapofsaköst, kvíði og þunglyndi. Önnur einkenni ofnotkunar á tölvuleikjum geta verið brenglað tímaskyn og vanræksla grunnþarfa eins og næringar og hreinlætis. Á sama hátt og áfengisfíklar reynir tölvufíkillinn að fela neysluna og ljúga til um tölvunotkunina. Sá hópur sem líklegastur er til að ánetjast tölvuleikjum eru unglingsdrengir. Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Kröfur umhverfisins til einstaklingsins aukast, líkaminn breytist, sjálfsmyndin mótast og unglingurinn reynir að skilgreina sjálfan sig og átta sig á því hvaða hópum hann á samleið með og hvert hann vill stefna í lífinu. Á unglingsárunum prófar fólk sig áfram í samskiptum og skoðar hegðun annarra. Unglingar eyða auknum tíma með félögum á kostnað samskipta við foreldra sína. Félagsleg samskipti skipta því miklu máli á þessu tímaskeiði og eru mikilvægt skref í þroskaferli einstaklingsins. Þeir sem ánetjast tölvuleikjum á þessum árum fara á mis við þessa félagsmótun. Í stað þess að finna tilgang með lífinu er þessum mestu mótunarárum eytt fyrir framan tölvuskjá til að svala tölvuleikjafíkn. Þegar einstaklingur hefur misst tökin á tölvunotkuninni er mikilvægt að leita til sálfræðinga sem geta aðstoðað hann við að ná stjórn á hegðun sinni og hugsunum. Ef foreldra grunar að unglingurinn þeirra sé búinn að missa stjórn á tölvuleikjanotkuninni og greina breytingar á hegðun hans og lundarfari er brýnt að grípa inn í og fá aðstoð sem fyrst. Tölvuleikjafíkn er samfélagslegt mein sem getur haft varanleg áhrif á líf og heilsu ungmenna ef ekkert er aðhafst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Veruleiki unglinga nú um stundir er um margt frábrugðinn því sem fyrri kynslóðir bjuggu við. Tækninýjungar veita fólki aðgang að upplýsingum og samskiptum sem áður voru óhugsandi. Samskipti ungs fólks fara í auknum mæli fram í gegnum tölvur og afþreying í gegnum sýndarveruleika. Neikvæðar hliðar þessara framfara hafa því miður komið í ljós hér á landi sem annars staðar. Ungt fólk hefur þróað með sér tölvuleikjafíkn og misst stjórn á lífi sínu. Skilgreina má fíkn sem þráláta neyslu sem tekur yfir líf einstaklingsins og ágerist þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar. Þegar kemur að tölvuleikjanotkun má í mörgum tilfellum færa rök fyrir því að einstaklingurinn sé haldinn fíkn þegar ásókn í tölvuleiki er orðin það mikil að hún er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf hans. Afleiðingar of mikillar tölvuleikjanotkunar geta verið félagslegar, sálrænar og heilsufarslegar. Þeir sem spila mikið einangra sig gjarnan frá vinum sínum, fara ekki út úr húsi, lenda í átökum við fjölskyldumeðlimi, sinna ekki skyldum sínum og mæta illa í skóla eða vinnu. Þegar einstaklingurinn er ekki í tölvunni er hann stöðugt með hugann við hana og verður eirðarlaus og pirraður. Þessi óþægindi hverfa ekki fyrr en hann kemst aftur að tölvunni.Brýnt að fá aðstoð Algengir fylgikvillar eru skapofsaköst, kvíði og þunglyndi. Önnur einkenni ofnotkunar á tölvuleikjum geta verið brenglað tímaskyn og vanræksla grunnþarfa eins og næringar og hreinlætis. Á sama hátt og áfengisfíklar reynir tölvufíkillinn að fela neysluna og ljúga til um tölvunotkunina. Sá hópur sem líklegastur er til að ánetjast tölvuleikjum eru unglingsdrengir. Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Kröfur umhverfisins til einstaklingsins aukast, líkaminn breytist, sjálfsmyndin mótast og unglingurinn reynir að skilgreina sjálfan sig og átta sig á því hvaða hópum hann á samleið með og hvert hann vill stefna í lífinu. Á unglingsárunum prófar fólk sig áfram í samskiptum og skoðar hegðun annarra. Unglingar eyða auknum tíma með félögum á kostnað samskipta við foreldra sína. Félagsleg samskipti skipta því miklu máli á þessu tímaskeiði og eru mikilvægt skref í þroskaferli einstaklingsins. Þeir sem ánetjast tölvuleikjum á þessum árum fara á mis við þessa félagsmótun. Í stað þess að finna tilgang með lífinu er þessum mestu mótunarárum eytt fyrir framan tölvuskjá til að svala tölvuleikjafíkn. Þegar einstaklingur hefur misst tökin á tölvunotkuninni er mikilvægt að leita til sálfræðinga sem geta aðstoðað hann við að ná stjórn á hegðun sinni og hugsunum. Ef foreldra grunar að unglingurinn þeirra sé búinn að missa stjórn á tölvuleikjanotkuninni og greina breytingar á hegðun hans og lundarfari er brýnt að grípa inn í og fá aðstoð sem fyrst. Tölvuleikjafíkn er samfélagslegt mein sem getur haft varanleg áhrif á líf og heilsu ungmenna ef ekkert er aðhafst.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar