Tölvuleikjafíkn unglinga Reynar Kári Bjarnason skrifar 17. apríl 2014 07:00 Veruleiki unglinga nú um stundir er um margt frábrugðinn því sem fyrri kynslóðir bjuggu við. Tækninýjungar veita fólki aðgang að upplýsingum og samskiptum sem áður voru óhugsandi. Samskipti ungs fólks fara í auknum mæli fram í gegnum tölvur og afþreying í gegnum sýndarveruleika. Neikvæðar hliðar þessara framfara hafa því miður komið í ljós hér á landi sem annars staðar. Ungt fólk hefur þróað með sér tölvuleikjafíkn og misst stjórn á lífi sínu. Skilgreina má fíkn sem þráláta neyslu sem tekur yfir líf einstaklingsins og ágerist þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar. Þegar kemur að tölvuleikjanotkun má í mörgum tilfellum færa rök fyrir því að einstaklingurinn sé haldinn fíkn þegar ásókn í tölvuleiki er orðin það mikil að hún er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf hans. Afleiðingar of mikillar tölvuleikjanotkunar geta verið félagslegar, sálrænar og heilsufarslegar. Þeir sem spila mikið einangra sig gjarnan frá vinum sínum, fara ekki út úr húsi, lenda í átökum við fjölskyldumeðlimi, sinna ekki skyldum sínum og mæta illa í skóla eða vinnu. Þegar einstaklingurinn er ekki í tölvunni er hann stöðugt með hugann við hana og verður eirðarlaus og pirraður. Þessi óþægindi hverfa ekki fyrr en hann kemst aftur að tölvunni.Brýnt að fá aðstoð Algengir fylgikvillar eru skapofsaköst, kvíði og þunglyndi. Önnur einkenni ofnotkunar á tölvuleikjum geta verið brenglað tímaskyn og vanræksla grunnþarfa eins og næringar og hreinlætis. Á sama hátt og áfengisfíklar reynir tölvufíkillinn að fela neysluna og ljúga til um tölvunotkunina. Sá hópur sem líklegastur er til að ánetjast tölvuleikjum eru unglingsdrengir. Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Kröfur umhverfisins til einstaklingsins aukast, líkaminn breytist, sjálfsmyndin mótast og unglingurinn reynir að skilgreina sjálfan sig og átta sig á því hvaða hópum hann á samleið með og hvert hann vill stefna í lífinu. Á unglingsárunum prófar fólk sig áfram í samskiptum og skoðar hegðun annarra. Unglingar eyða auknum tíma með félögum á kostnað samskipta við foreldra sína. Félagsleg samskipti skipta því miklu máli á þessu tímaskeiði og eru mikilvægt skref í þroskaferli einstaklingsins. Þeir sem ánetjast tölvuleikjum á þessum árum fara á mis við þessa félagsmótun. Í stað þess að finna tilgang með lífinu er þessum mestu mótunarárum eytt fyrir framan tölvuskjá til að svala tölvuleikjafíkn. Þegar einstaklingur hefur misst tökin á tölvunotkuninni er mikilvægt að leita til sálfræðinga sem geta aðstoðað hann við að ná stjórn á hegðun sinni og hugsunum. Ef foreldra grunar að unglingurinn þeirra sé búinn að missa stjórn á tölvuleikjanotkuninni og greina breytingar á hegðun hans og lundarfari er brýnt að grípa inn í og fá aðstoð sem fyrst. Tölvuleikjafíkn er samfélagslegt mein sem getur haft varanleg áhrif á líf og heilsu ungmenna ef ekkert er aðhafst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Veruleiki unglinga nú um stundir er um margt frábrugðinn því sem fyrri kynslóðir bjuggu við. Tækninýjungar veita fólki aðgang að upplýsingum og samskiptum sem áður voru óhugsandi. Samskipti ungs fólks fara í auknum mæli fram í gegnum tölvur og afþreying í gegnum sýndarveruleika. Neikvæðar hliðar þessara framfara hafa því miður komið í ljós hér á landi sem annars staðar. Ungt fólk hefur þróað með sér tölvuleikjafíkn og misst stjórn á lífi sínu. Skilgreina má fíkn sem þráláta neyslu sem tekur yfir líf einstaklingsins og ágerist þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar. Þegar kemur að tölvuleikjanotkun má í mörgum tilfellum færa rök fyrir því að einstaklingurinn sé haldinn fíkn þegar ásókn í tölvuleiki er orðin það mikil að hún er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf hans. Afleiðingar of mikillar tölvuleikjanotkunar geta verið félagslegar, sálrænar og heilsufarslegar. Þeir sem spila mikið einangra sig gjarnan frá vinum sínum, fara ekki út úr húsi, lenda í átökum við fjölskyldumeðlimi, sinna ekki skyldum sínum og mæta illa í skóla eða vinnu. Þegar einstaklingurinn er ekki í tölvunni er hann stöðugt með hugann við hana og verður eirðarlaus og pirraður. Þessi óþægindi hverfa ekki fyrr en hann kemst aftur að tölvunni.Brýnt að fá aðstoð Algengir fylgikvillar eru skapofsaköst, kvíði og þunglyndi. Önnur einkenni ofnotkunar á tölvuleikjum geta verið brenglað tímaskyn og vanræksla grunnþarfa eins og næringar og hreinlætis. Á sama hátt og áfengisfíklar reynir tölvufíkillinn að fela neysluna og ljúga til um tölvunotkunina. Sá hópur sem líklegastur er til að ánetjast tölvuleikjum eru unglingsdrengir. Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Kröfur umhverfisins til einstaklingsins aukast, líkaminn breytist, sjálfsmyndin mótast og unglingurinn reynir að skilgreina sjálfan sig og átta sig á því hvaða hópum hann á samleið með og hvert hann vill stefna í lífinu. Á unglingsárunum prófar fólk sig áfram í samskiptum og skoðar hegðun annarra. Unglingar eyða auknum tíma með félögum á kostnað samskipta við foreldra sína. Félagsleg samskipti skipta því miklu máli á þessu tímaskeiði og eru mikilvægt skref í þroskaferli einstaklingsins. Þeir sem ánetjast tölvuleikjum á þessum árum fara á mis við þessa félagsmótun. Í stað þess að finna tilgang með lífinu er þessum mestu mótunarárum eytt fyrir framan tölvuskjá til að svala tölvuleikjafíkn. Þegar einstaklingur hefur misst tökin á tölvunotkuninni er mikilvægt að leita til sálfræðinga sem geta aðstoðað hann við að ná stjórn á hegðun sinni og hugsunum. Ef foreldra grunar að unglingurinn þeirra sé búinn að missa stjórn á tölvuleikjanotkuninni og greina breytingar á hegðun hans og lundarfari er brýnt að grípa inn í og fá aðstoð sem fyrst. Tölvuleikjafíkn er samfélagslegt mein sem getur haft varanleg áhrif á líf og heilsu ungmenna ef ekkert er aðhafst.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar