Skynjar mikinn áhuga á eignum ÍLS Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2014 12:00 Hluti af þeim eignum sem Íbúðalánasjóður er með til sölu er við Eskivelli í Hafnarfirði. Fréttablaðið/ernir Forsvarsmenn tveggja af þremur stærstu lífeyrissjóðunum hafa ekki velt fyrir sér kaupum á þeim eignasöfnum sem Íbúðalánasjóður hefur boðið til sölu. Formlegt söluferli var hafið þann 17. október, en áður hafði Íbúðalánasjóður boðað til fundar þar sem eignirnar voru kynntar. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði rennur út 6. nóvember. Eignirnar eru samtals um 400 talsins og eru staðsettar víða á landinu. Flestar eignirnar eru í Reykjanesbæ, eða um 151 talsins. Næstflestar eru í Fjarðabyggð eða 71 og svo á Fljótsdalshéraði. „Ekki ennþá,“ segir Þórhallur Jósepsson, upplýsingafulltrúi Lífeyrissjóðs verslunarmanna, aðspurður hvort sjóðurinn hafi skoðað kaup á þessum eigum. Ekkert liggi þó fyrir um það hvað sjóðurinn muni gera á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur lífeyrissjóðurinn Gildi ekki heldur sýnt eignunum áhuga enn sem komið er. Ekki náðist í Hauk Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, við vinnslu fréttarinnar.Sigurður ErlingssonSigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir þó að viðbrögð við þessum auglýstu eignum hafi farið langt fram úr vonum Íbúðalánasjóðs. Hann bendir á að margir hafi sótt kynningarfundinn og margir sótt gögn sem Íbúðalánasjóður útbjó um eignirnar. Hann bendir jafnframt á að söluferlið muni standa yfir allt fram í janúar. „Það er allavega töluverður áhugi,“ segir Sigurður. Þetta séu aðallega eignasterkari aðilar, sjóðir og aðilar tengdir sjóðum en líka félög sem reki leigufélög. „Þetta er breiður hópur samt sem áður,“ segir hann. Sigurður segist ekki hafa kannað hvaða eignir fái mestu athyglina. „Þó maður hallist að því að þetta sé svona meira Reykjavík og önnur nærliggjandi sveitarfélög,“ segir Sigurður. Umræddar eignir eru boðnar til sölu í sjö eignasöfnum. Í lýsingu á eignunum segir að við val í hvert eignasafn hafi verið horft til þess að eignirnar henti til útleigu og valdar hafi verið íbúðir í kjörnum sem voru í útleigu. Það sé forsenda sölunnar að íbúðirnar verði seldar aðilum sem munu eiga þær áfram til útleigu. Þannig verður sérstaklega litið til þess við val á kaupendum, hverjar fyrirætlanir þeirra séu. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Forsvarsmenn tveggja af þremur stærstu lífeyrissjóðunum hafa ekki velt fyrir sér kaupum á þeim eignasöfnum sem Íbúðalánasjóður hefur boðið til sölu. Formlegt söluferli var hafið þann 17. október, en áður hafði Íbúðalánasjóður boðað til fundar þar sem eignirnar voru kynntar. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði rennur út 6. nóvember. Eignirnar eru samtals um 400 talsins og eru staðsettar víða á landinu. Flestar eignirnar eru í Reykjanesbæ, eða um 151 talsins. Næstflestar eru í Fjarðabyggð eða 71 og svo á Fljótsdalshéraði. „Ekki ennþá,“ segir Þórhallur Jósepsson, upplýsingafulltrúi Lífeyrissjóðs verslunarmanna, aðspurður hvort sjóðurinn hafi skoðað kaup á þessum eigum. Ekkert liggi þó fyrir um það hvað sjóðurinn muni gera á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur lífeyrissjóðurinn Gildi ekki heldur sýnt eignunum áhuga enn sem komið er. Ekki náðist í Hauk Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, við vinnslu fréttarinnar.Sigurður ErlingssonSigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir þó að viðbrögð við þessum auglýstu eignum hafi farið langt fram úr vonum Íbúðalánasjóðs. Hann bendir á að margir hafi sótt kynningarfundinn og margir sótt gögn sem Íbúðalánasjóður útbjó um eignirnar. Hann bendir jafnframt á að söluferlið muni standa yfir allt fram í janúar. „Það er allavega töluverður áhugi,“ segir Sigurður. Þetta séu aðallega eignasterkari aðilar, sjóðir og aðilar tengdir sjóðum en líka félög sem reki leigufélög. „Þetta er breiður hópur samt sem áður,“ segir hann. Sigurður segist ekki hafa kannað hvaða eignir fái mestu athyglina. „Þó maður hallist að því að þetta sé svona meira Reykjavík og önnur nærliggjandi sveitarfélög,“ segir Sigurður. Umræddar eignir eru boðnar til sölu í sjö eignasöfnum. Í lýsingu á eignunum segir að við val í hvert eignasafn hafi verið horft til þess að eignirnar henti til útleigu og valdar hafi verið íbúðir í kjörnum sem voru í útleigu. Það sé forsenda sölunnar að íbúðirnar verði seldar aðilum sem munu eiga þær áfram til útleigu. Þannig verður sérstaklega litið til þess við val á kaupendum, hverjar fyrirætlanir þeirra séu.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira