Ryan Moore varði titilinn í Kuala Lumpur 3. nóvember 2014 11:28 Moore með bikarinn í gær. AP Ryan Moore elskar greinilega að spila í Malasíu en í gær varð hann fyrsti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni til þess að verja titil síðan að Tiger Woods sigraði á Arnold Palmer Invitational árin 2012 og 2013. Moore sigraði á CIMB Classic sem fram fór á hinum fallega Kuala Lumpur velli en hann lék hringina fjóra á alls 17 höggum undir pari, þremur höggum betur heldur en Gary Woodland, Kevin Na og Sergio Garcia sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri Moore voru púttin en hann sýndi sannkallaðar stáltaugar á flötunum á lokahringnum sem hann lék á fimm höggum undir pari. „Ég var svo sannarlega í stuði alla helgina og á lokahringnum var ég alltaf að segja við sjálfan mig að sigurinn væri að færast nær,“ sagði Moore við fréttamenn eftir lokahringinn en sigurinn var hans fjórði á PGA-mótaröðinni á ferlinum. „Þessi golfvöllur hentar mér mjög vel og vonandi er þetta bara byrjunin á góðu tímabili fyrir mig.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni er HSBC meistaramótið á Sheshan vellinum í Kína en það er einnig hluti af heimsmótaröðinni í golfi og ættu því margir af bestu kylfingum heims að mæta til leiks. Það hefst á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ryan Moore elskar greinilega að spila í Malasíu en í gær varð hann fyrsti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni til þess að verja titil síðan að Tiger Woods sigraði á Arnold Palmer Invitational árin 2012 og 2013. Moore sigraði á CIMB Classic sem fram fór á hinum fallega Kuala Lumpur velli en hann lék hringina fjóra á alls 17 höggum undir pari, þremur höggum betur heldur en Gary Woodland, Kevin Na og Sergio Garcia sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri Moore voru púttin en hann sýndi sannkallaðar stáltaugar á flötunum á lokahringnum sem hann lék á fimm höggum undir pari. „Ég var svo sannarlega í stuði alla helgina og á lokahringnum var ég alltaf að segja við sjálfan mig að sigurinn væri að færast nær,“ sagði Moore við fréttamenn eftir lokahringinn en sigurinn var hans fjórði á PGA-mótaröðinni á ferlinum. „Þessi golfvöllur hentar mér mjög vel og vonandi er þetta bara byrjunin á góðu tímabili fyrir mig.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni er HSBC meistaramótið á Sheshan vellinum í Kína en það er einnig hluti af heimsmótaröðinni í golfi og ættu því margir af bestu kylfingum heims að mæta til leiks. Það hefst á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira