Um hirðfífl Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 7. janúar 2014 06:00 Eitthvað virðist jólasteikin hafa farið þversum ofan í kokið á Sighvati Björgvinssyni, fv. ráðherra og „jafnaðarmanni“. Í kostulegri grein sem hann skrifar í áramótablað Fréttablaðsins fer hann hamförum í skömmum og lítilsvirðingu gagnvart formönnum stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands sem voru ekki tilbúnir að setja nafn sitt undir þann gjörning sem skrifað var undir eftir næturbrölt forsvarsmanna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins þann 21. desember. Hann leyfir sér að kalla menn lýðskrumara og reyndar skrumara líka í grein sem hann nefnir „Um lýðskrumara“. Það fór vel á því að skrifað væri undir samninginn í svartasta skammdeginu enda verkafólk sjaldan eða aldrei séð það svartara í kjaramálum. Á meðan þessar samningaviðræður fóru fram voru fyrirtæki víða um land að verðlauna sína starfsmenn með góðum launahækkunum þvert á markmið nýju kjarasamninganna. Sem dæmi má nefna Samherja sem greiddi hverjum og einum starfsmanni fyrirtækisins í landi allt að hálfa milljón í launaauka á árinu 2013. Fór þetta alveg fram hjá „jafnaðarmanninum“. Menn eru greinilega of uppteknir við skrif þessa dagana til að hlusta á daglegar fréttir. Það verður hins vegar að virða Sighvati „jafnaðarmanni“ það til vorkunnar að hann virðist ekkert inni í þessum málum og skrifar því af mikilli vanþekkingu svo ekki sé meira sagt. Hefur hann lesið yfir kjaramálaályktun þings Starfsgreinasambandsins sem fram fór á Akureyri í október? Þar stendur m.a.: „Þing Starfsgreinasambandsins fordæmir skattabreytingar sem færa tekjuhæstu hópum samfélagsins umtalsverða skattalækkun á meðan skattbyrði láglaunahópa helst óbreytt og krefst þess að því svigrúmi sem er til skattalækkana verði ráðstafað til þeirra sem minnst hafa milli handanna… Þing Starfsgreinasambandsins vill brjóta á bak aftur þá láglaunastefnu sem hefur ríkt hér á landi á undanförnum árum og áratugum.“ Svokallaðir lýðskrumarar hafa unnið eftir þessari samþykkt þingsins enda kjörnir til þess meðan aðrir formenn stukku frá borði. Það eina rétta í greininni hjá Sighvati er að samningsrétturinn er hjá hverju félagi. En eftirfarandi fullyrðing er úr lausu lofti gripin: „Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín.“ Er von að spurt sé, er ekki allt í lagi? Formenn stéttarfélaga hafa ekki þennan rétt. Þeir verða að sjálfsögðu að sækja umboð til sinna félagsmanna. Ég neita að trúa því að maður eins og Sighvatur sé ekki betur inni í þessum málum en þetta. Sighvatur hafðu skömm fyrir svona fullyrðingar. Það má vel vera að gáfnafar mitt og annarra formanna sem skrifuðu ekki undir kjarasamninginn sé af skornum skammti þrátt fyrir að við höfum sloppið ágætlega frá námi. Sighvatur orðar það svo „smekklega“ að við höfum ekki getu til að svara spurningum fjölmiðlamanna af skynsömu viti, ekki nokkra minnstu getu, skrifar „jafnaðarmaðurinn“ og hallar sér aftur í leðurstólnum á góðum öruggum lífeyri frá ríkinu. Um leið póstar hann greininni og ASÍ birtir hana strax á Facebook-síðu sambandsins. Nokkuð sérstakt en hverju trúir maður ekki upp á talsmenn ASÍ sem eru í nauðvörn þessa dagana. Í leiðinni skammast „jafnaðarmaðurinn“ út í Egil Helgason sem ásamt valinkunnum Íslendingum hefur skrifað málefnalegar greinar um gjörninginn án þess að valta yfir mann og annan með rógburði í neðanbeltisgreinum eins og „jafnaðarmaðurinn“. Sighvatur, eru þessar fullyrðingar dæmi um lýðskrumara? Formenn sem barist hafa fyrir því að jafna lífeyrisréttindi landsmanna. Formenn sem barist hafa fyrir því að skattalækkanir ríkistjórnarinnar næðu ekki bara til millitekjufólks og hátekjufólks heldur einnig til lágtekjufólks. Formenn sem barist hafa fyrir því að lægstu mánaðarlaun á Íslandi verði ekki lægri en kr. 225.000. Það er lágmarkstekjur fyrir fullt starf á mánuði. Formenn sem barist hafa gegn ójöfnuði og vaxandi fátækt á Íslandi. Sem birtist meðal annars í því að fólk hefur ekki lengur efni á því að sækja sér læknisþjónustu, versla í matinn eða kosta börnin sín í framhaldsnám. Þú vilt kannski meina að lágtekjufólkið sé hluti af sjálfhverfu kynslóðinni sem þér hefur orðið svo tíðrætt um? Lágtekjufólkið sem getur keypt sér 79 lítra af mjólk fyrir hækkunina á mánuði meðan þeir sem tala mest fyrir samþykkt samninganna og leiða Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins geta keypt sér allt að 667 lítra af mjólk fyrir hækkunina sem þeim er ætluð. Þessir menn telja sér trú um að hafa gert vel við tekjulægsta fólkið. Sighvatur, getur verið að þetta séu lýðskrumararnir sem þú áttir við? Til fróðleiks fyrir Sighvat má geta þess að einn af þessum svokölluðum lýðskrumurum og skrifar þessa grein er formaður í rúmlega tvöþúsund manna stéttarfélagi í Þingeyjarsýslum. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið m.a. af Starfsgreinasambandi Íslands nýtur Framsýn – stéttarfélag Þingeyinga mestrar virðingar meðal félagsmanna innan aðildarfélaga sambandsins sem telur um 50 þúsund félagsmenn. Niðurstaða könnunarinnar er að 97% félagsmanna Framsýnar bera traust til félagsins og 3% tóku ekki afstöðu til starfsemi félagsins. Miðað við þín skrif eru Þingeyingar upp til hópa lýðskrumarar, hverjir aðrir en sjálfhverfir lýðskrumarar kjósa sér lýðskrumara, eða skrumara til formennsku. En skyldi Sighvatur „jafnaðarmaður“ hafa heyrt talað um hirðfífl, spyr sá sem ekki veit? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Eitthvað virðist jólasteikin hafa farið þversum ofan í kokið á Sighvati Björgvinssyni, fv. ráðherra og „jafnaðarmanni“. Í kostulegri grein sem hann skrifar í áramótablað Fréttablaðsins fer hann hamförum í skömmum og lítilsvirðingu gagnvart formönnum stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands sem voru ekki tilbúnir að setja nafn sitt undir þann gjörning sem skrifað var undir eftir næturbrölt forsvarsmanna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins þann 21. desember. Hann leyfir sér að kalla menn lýðskrumara og reyndar skrumara líka í grein sem hann nefnir „Um lýðskrumara“. Það fór vel á því að skrifað væri undir samninginn í svartasta skammdeginu enda verkafólk sjaldan eða aldrei séð það svartara í kjaramálum. Á meðan þessar samningaviðræður fóru fram voru fyrirtæki víða um land að verðlauna sína starfsmenn með góðum launahækkunum þvert á markmið nýju kjarasamninganna. Sem dæmi má nefna Samherja sem greiddi hverjum og einum starfsmanni fyrirtækisins í landi allt að hálfa milljón í launaauka á árinu 2013. Fór þetta alveg fram hjá „jafnaðarmanninum“. Menn eru greinilega of uppteknir við skrif þessa dagana til að hlusta á daglegar fréttir. Það verður hins vegar að virða Sighvati „jafnaðarmanni“ það til vorkunnar að hann virðist ekkert inni í þessum málum og skrifar því af mikilli vanþekkingu svo ekki sé meira sagt. Hefur hann lesið yfir kjaramálaályktun þings Starfsgreinasambandsins sem fram fór á Akureyri í október? Þar stendur m.a.: „Þing Starfsgreinasambandsins fordæmir skattabreytingar sem færa tekjuhæstu hópum samfélagsins umtalsverða skattalækkun á meðan skattbyrði láglaunahópa helst óbreytt og krefst þess að því svigrúmi sem er til skattalækkana verði ráðstafað til þeirra sem minnst hafa milli handanna… Þing Starfsgreinasambandsins vill brjóta á bak aftur þá láglaunastefnu sem hefur ríkt hér á landi á undanförnum árum og áratugum.“ Svokallaðir lýðskrumarar hafa unnið eftir þessari samþykkt þingsins enda kjörnir til þess meðan aðrir formenn stukku frá borði. Það eina rétta í greininni hjá Sighvati er að samningsrétturinn er hjá hverju félagi. En eftirfarandi fullyrðing er úr lausu lofti gripin: „Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín.“ Er von að spurt sé, er ekki allt í lagi? Formenn stéttarfélaga hafa ekki þennan rétt. Þeir verða að sjálfsögðu að sækja umboð til sinna félagsmanna. Ég neita að trúa því að maður eins og Sighvatur sé ekki betur inni í þessum málum en þetta. Sighvatur hafðu skömm fyrir svona fullyrðingar. Það má vel vera að gáfnafar mitt og annarra formanna sem skrifuðu ekki undir kjarasamninginn sé af skornum skammti þrátt fyrir að við höfum sloppið ágætlega frá námi. Sighvatur orðar það svo „smekklega“ að við höfum ekki getu til að svara spurningum fjölmiðlamanna af skynsömu viti, ekki nokkra minnstu getu, skrifar „jafnaðarmaðurinn“ og hallar sér aftur í leðurstólnum á góðum öruggum lífeyri frá ríkinu. Um leið póstar hann greininni og ASÍ birtir hana strax á Facebook-síðu sambandsins. Nokkuð sérstakt en hverju trúir maður ekki upp á talsmenn ASÍ sem eru í nauðvörn þessa dagana. Í leiðinni skammast „jafnaðarmaðurinn“ út í Egil Helgason sem ásamt valinkunnum Íslendingum hefur skrifað málefnalegar greinar um gjörninginn án þess að valta yfir mann og annan með rógburði í neðanbeltisgreinum eins og „jafnaðarmaðurinn“. Sighvatur, eru þessar fullyrðingar dæmi um lýðskrumara? Formenn sem barist hafa fyrir því að jafna lífeyrisréttindi landsmanna. Formenn sem barist hafa fyrir því að skattalækkanir ríkistjórnarinnar næðu ekki bara til millitekjufólks og hátekjufólks heldur einnig til lágtekjufólks. Formenn sem barist hafa fyrir því að lægstu mánaðarlaun á Íslandi verði ekki lægri en kr. 225.000. Það er lágmarkstekjur fyrir fullt starf á mánuði. Formenn sem barist hafa gegn ójöfnuði og vaxandi fátækt á Íslandi. Sem birtist meðal annars í því að fólk hefur ekki lengur efni á því að sækja sér læknisþjónustu, versla í matinn eða kosta börnin sín í framhaldsnám. Þú vilt kannski meina að lágtekjufólkið sé hluti af sjálfhverfu kynslóðinni sem þér hefur orðið svo tíðrætt um? Lágtekjufólkið sem getur keypt sér 79 lítra af mjólk fyrir hækkunina á mánuði meðan þeir sem tala mest fyrir samþykkt samninganna og leiða Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins geta keypt sér allt að 667 lítra af mjólk fyrir hækkunina sem þeim er ætluð. Þessir menn telja sér trú um að hafa gert vel við tekjulægsta fólkið. Sighvatur, getur verið að þetta séu lýðskrumararnir sem þú áttir við? Til fróðleiks fyrir Sighvat má geta þess að einn af þessum svokölluðum lýðskrumurum og skrifar þessa grein er formaður í rúmlega tvöþúsund manna stéttarfélagi í Þingeyjarsýslum. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið m.a. af Starfsgreinasambandi Íslands nýtur Framsýn – stéttarfélag Þingeyinga mestrar virðingar meðal félagsmanna innan aðildarfélaga sambandsins sem telur um 50 þúsund félagsmenn. Niðurstaða könnunarinnar er að 97% félagsmanna Framsýnar bera traust til félagsins og 3% tóku ekki afstöðu til starfsemi félagsins. Miðað við þín skrif eru Þingeyingar upp til hópa lýðskrumarar, hverjir aðrir en sjálfhverfir lýðskrumarar kjósa sér lýðskrumara, eða skrumara til formennsku. En skyldi Sighvatur „jafnaðarmaður“ hafa heyrt talað um hirðfífl, spyr sá sem ekki veit?
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun