Sigmundur Davíð kallar eftir raunhæfum tillögum að nauðasamningum Þorbjörn Þórðason skrifar 18. maí 2014 21:54 Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa fengið nauðasamningsdrög fyrir slitabú Kaupþings og Glitnis en það sé nauðsynlegt svo hægt sé að meta heildstætt undanþágur frá höftum. Formaður slitastjórnar Glitnis furðar sig á þessu því frumvarp til nauðasamnings hafi verið sent fyrir einu og hálfu ári síðan. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði á Alþingi í síðustu viku að varasamt væri fyrir stjórnvöld að veita undanþágu um háar fjárhæðir fyrir einn aðila frá gjaldeyrishöftum og skapa þannig fordæmi sem þau gætu ekki staðið við í framtíðinni. Fjármálaráðherra hefur talað fyrir heildstæðri lausn fyrir öll slitabúin í þessum efnum, þ.e. slitabú Landsbankans (LBI), Kaupþing og Glitni. LBI getur ekki klárað að greiða forgangskröfuhöfum vegna Icesave fyrr en þessi undanþága verður veitt og hún er skilyrði fyrir lengingu í skuldabréfunum sem nýi Landsbankinn skuldar slitabúi þess gamla, þ.e. LBI.Fjármálaráðherra sagði í þinginu að meta ætti undanþágur frá höftum heildstætt og stjórnvöld ættu ekki að veita undanþágur sem skapaði fordæmi sem þau gætu ekki efnt síðar í framtíðinni. Hvenær fáum við fréttir af þessu? Hvenær liggur þetta heildstæða plan fyrir varðandi undanþágur slitabúanna frá höftum? „Ég er alveg sammála þessu mati fjármálaráðherra og það er stefna ríkisstjórnarinnar að menn hafi heildstæða lausn á öllu vandamálinu áður en farið er að veita heimildir sem þessar. Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu að undanförnu við að kortleggja þetta og nú liggur það allt fyrir. Þannig að aðstæður til þess að meta þetta eru mjög góðar en enn bíða menn eftir því að það komi tillögur að nauðasamningum hjá hinum föllnu bönkunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. En liggja þær ekki fyrir? „Nei, þær hafa ekki verið kynntar fyrir stjórnvöldum, ef að búið er að gera einhvers konar tillögur að nauðasamningum.“En undanþágubeiðnirnar hjá Seðlabankanum snerust einmitt um nauðasamningana. Bjarni Benediktsson talaði um heildstæða lausn fyrir alla. Það liggja fyrir nauðasamningsdrög hjá Kaupþingi og Glitni, er þá stjórnvöldum nokkuð að vanbúnaði að koma með þetta heildstæða plan varðandi undanþágurnar?„Við höfum ekki séð þessi nauðasamningsdrög. Það væri vissulega áhugavert að sjá þau ef þau eru til staðar því að það er alveg ljóst að menn þurfa að sjá fyrir sér heildarniðurstöðu áður en hægt er að veita heimildir til þess að fara út fyrir höftin.“Þannig að Kaupþing og Glitnir þurfa að sýna nauðasamningsdrögin svo stjórnvöld geti tekið ákvörðun? „Það væri mjög erfitt að taka stórar ákvarðanir án þess að sjá fyrir sér að það yrði ásættanleg niðurstaða varðandi hin slitabúin líka,“ segir Sigmundur Davíð.Fá engar upplýsingar um kröfur og skilyrði Forsætisráðherra er hugsanlega að vísa til þess, þótt hann hafi ekki sagt það í viðtalinu, að nauðasamningar sem uppfylla skilyrði stjórnvalda hafi ekki verið kynntir. Það er hins vegar ekkert skrýtið því slitabúin vita ekkert hvaða skilyrði og kröfur stjórnvöld gera af þeirri einföldu ástæðu að hvorki Seðlabankinn né ráðherrar í ríkisstjórninni vilja ræða þetta mál efnislega við slitabúin. Ef það er á hinn veginn þannig að ríkisstjórnin hafi enga nauðasamninga séð, eða drög að þeim, þá þýðir það að Seðlabankinn hefur ekki séð ástæðu til að kynna þetta fyrir ríkisstjórninni á því eina og hálfa ári sem liðið er frá því að Kaupþing og Glitnir lögðu fram frumvörp að nauðasamningum hjá Seðlabankanum. Seðlabankinn sendi slitastjórn Glitnis bréf og óskaði eftir viðbótarupplýsingum. Því bréfi var svarað í nóvember í fyrra. Því erindi slitasatjórnar Glitnis hefur Seðlabankinn ekki svarað.Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar GlitnisSegir ummæli forsætisráðherra koma sér á óvart Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis segir ummæli forsætisráðherra koma sér mikið á óvart. „Frumvarp að nauðasamningi var sent til Seðlabankans í nóvember 2012. Þetta frumvarp er löngu farið til stjórnvalda og það veldur talsverðum vonbrigðum og undrun að það sé ekki búið að yfirfara það. Það hafa enn engin svör borist frá stjórnvöldum, en maður álítur það jákvætt að stjórnvöld séu núna tilbúin að ræða útfærslu og heildarlausn og Glitnir er tilbúinn fyrir löngu í slíkar viðræður,“ segir Steinunn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst stendur þó ekki til að hefja neinar viðræður við slitabúin heldur verður beðið eftir því að þau sjálf komi með tillögur sem ógna ekki greiðslujöfnuði landsins. Slitabúin sjálf hafa auðvitað engar upplýsingar um hvað slíkar tillögur þurfa að fela í sér því þau fá ekki upplýsingar um það hjá stjórnvöldum. Tengdar fréttir Fjármálaráðherra þarf að staðfesta samning Landsbankans Landsbankinn og slitastjórn gamla Landsbankans náðu í gær samkomulagi um breytingar á skuldabréfum að verðmæti 226 milljarða króna. Ekki tímabært að segja hvort samþykki verði gefið, segir fjármálaráðherra. 9. maí 2014 07:00 Eignir LBI erlendis og hafa engin áhrif á greiðslujöfnuð Stærstur hluti allra gjaldeyriseigna slitabús Landsbankans er vistaður á bankareikningum erlendis og undanþága vegna útgreiðslu þeirra hefur ekki nein áhrif á greiðslujöfnuð landsins. 13. maí 2014 19:00 Lánalenging Landsbanka skref í rétta átt Forstöðumaður efnahagssviðs SA segir að samningur milli gamla og nýja Landsbankans færi okkur nær því að losa höftin. Undanþágur frá gjaldeyrislögum eru skilyrði en seðlabankastjóri segir of snemmt að álykta um hvort þær verði veittar. 10. maí 2014 12:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa fengið nauðasamningsdrög fyrir slitabú Kaupþings og Glitnis en það sé nauðsynlegt svo hægt sé að meta heildstætt undanþágur frá höftum. Formaður slitastjórnar Glitnis furðar sig á þessu því frumvarp til nauðasamnings hafi verið sent fyrir einu og hálfu ári síðan. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði á Alþingi í síðustu viku að varasamt væri fyrir stjórnvöld að veita undanþágu um háar fjárhæðir fyrir einn aðila frá gjaldeyrishöftum og skapa þannig fordæmi sem þau gætu ekki staðið við í framtíðinni. Fjármálaráðherra hefur talað fyrir heildstæðri lausn fyrir öll slitabúin í þessum efnum, þ.e. slitabú Landsbankans (LBI), Kaupþing og Glitni. LBI getur ekki klárað að greiða forgangskröfuhöfum vegna Icesave fyrr en þessi undanþága verður veitt og hún er skilyrði fyrir lengingu í skuldabréfunum sem nýi Landsbankinn skuldar slitabúi þess gamla, þ.e. LBI.Fjármálaráðherra sagði í þinginu að meta ætti undanþágur frá höftum heildstætt og stjórnvöld ættu ekki að veita undanþágur sem skapaði fordæmi sem þau gætu ekki efnt síðar í framtíðinni. Hvenær fáum við fréttir af þessu? Hvenær liggur þetta heildstæða plan fyrir varðandi undanþágur slitabúanna frá höftum? „Ég er alveg sammála þessu mati fjármálaráðherra og það er stefna ríkisstjórnarinnar að menn hafi heildstæða lausn á öllu vandamálinu áður en farið er að veita heimildir sem þessar. Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu að undanförnu við að kortleggja þetta og nú liggur það allt fyrir. Þannig að aðstæður til þess að meta þetta eru mjög góðar en enn bíða menn eftir því að það komi tillögur að nauðasamningum hjá hinum föllnu bönkunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. En liggja þær ekki fyrir? „Nei, þær hafa ekki verið kynntar fyrir stjórnvöldum, ef að búið er að gera einhvers konar tillögur að nauðasamningum.“En undanþágubeiðnirnar hjá Seðlabankanum snerust einmitt um nauðasamningana. Bjarni Benediktsson talaði um heildstæða lausn fyrir alla. Það liggja fyrir nauðasamningsdrög hjá Kaupþingi og Glitni, er þá stjórnvöldum nokkuð að vanbúnaði að koma með þetta heildstæða plan varðandi undanþágurnar?„Við höfum ekki séð þessi nauðasamningsdrög. Það væri vissulega áhugavert að sjá þau ef þau eru til staðar því að það er alveg ljóst að menn þurfa að sjá fyrir sér heildarniðurstöðu áður en hægt er að veita heimildir til þess að fara út fyrir höftin.“Þannig að Kaupþing og Glitnir þurfa að sýna nauðasamningsdrögin svo stjórnvöld geti tekið ákvörðun? „Það væri mjög erfitt að taka stórar ákvarðanir án þess að sjá fyrir sér að það yrði ásættanleg niðurstaða varðandi hin slitabúin líka,“ segir Sigmundur Davíð.Fá engar upplýsingar um kröfur og skilyrði Forsætisráðherra er hugsanlega að vísa til þess, þótt hann hafi ekki sagt það í viðtalinu, að nauðasamningar sem uppfylla skilyrði stjórnvalda hafi ekki verið kynntir. Það er hins vegar ekkert skrýtið því slitabúin vita ekkert hvaða skilyrði og kröfur stjórnvöld gera af þeirri einföldu ástæðu að hvorki Seðlabankinn né ráðherrar í ríkisstjórninni vilja ræða þetta mál efnislega við slitabúin. Ef það er á hinn veginn þannig að ríkisstjórnin hafi enga nauðasamninga séð, eða drög að þeim, þá þýðir það að Seðlabankinn hefur ekki séð ástæðu til að kynna þetta fyrir ríkisstjórninni á því eina og hálfa ári sem liðið er frá því að Kaupþing og Glitnir lögðu fram frumvörp að nauðasamningum hjá Seðlabankanum. Seðlabankinn sendi slitastjórn Glitnis bréf og óskaði eftir viðbótarupplýsingum. Því bréfi var svarað í nóvember í fyrra. Því erindi slitasatjórnar Glitnis hefur Seðlabankinn ekki svarað.Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar GlitnisSegir ummæli forsætisráðherra koma sér á óvart Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis segir ummæli forsætisráðherra koma sér mikið á óvart. „Frumvarp að nauðasamningi var sent til Seðlabankans í nóvember 2012. Þetta frumvarp er löngu farið til stjórnvalda og það veldur talsverðum vonbrigðum og undrun að það sé ekki búið að yfirfara það. Það hafa enn engin svör borist frá stjórnvöldum, en maður álítur það jákvætt að stjórnvöld séu núna tilbúin að ræða útfærslu og heildarlausn og Glitnir er tilbúinn fyrir löngu í slíkar viðræður,“ segir Steinunn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst stendur þó ekki til að hefja neinar viðræður við slitabúin heldur verður beðið eftir því að þau sjálf komi með tillögur sem ógna ekki greiðslujöfnuði landsins. Slitabúin sjálf hafa auðvitað engar upplýsingar um hvað slíkar tillögur þurfa að fela í sér því þau fá ekki upplýsingar um það hjá stjórnvöldum.
Tengdar fréttir Fjármálaráðherra þarf að staðfesta samning Landsbankans Landsbankinn og slitastjórn gamla Landsbankans náðu í gær samkomulagi um breytingar á skuldabréfum að verðmæti 226 milljarða króna. Ekki tímabært að segja hvort samþykki verði gefið, segir fjármálaráðherra. 9. maí 2014 07:00 Eignir LBI erlendis og hafa engin áhrif á greiðslujöfnuð Stærstur hluti allra gjaldeyriseigna slitabús Landsbankans er vistaður á bankareikningum erlendis og undanþága vegna útgreiðslu þeirra hefur ekki nein áhrif á greiðslujöfnuð landsins. 13. maí 2014 19:00 Lánalenging Landsbanka skref í rétta átt Forstöðumaður efnahagssviðs SA segir að samningur milli gamla og nýja Landsbankans færi okkur nær því að losa höftin. Undanþágur frá gjaldeyrislögum eru skilyrði en seðlabankastjóri segir of snemmt að álykta um hvort þær verði veittar. 10. maí 2014 12:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Fjármálaráðherra þarf að staðfesta samning Landsbankans Landsbankinn og slitastjórn gamla Landsbankans náðu í gær samkomulagi um breytingar á skuldabréfum að verðmæti 226 milljarða króna. Ekki tímabært að segja hvort samþykki verði gefið, segir fjármálaráðherra. 9. maí 2014 07:00
Eignir LBI erlendis og hafa engin áhrif á greiðslujöfnuð Stærstur hluti allra gjaldeyriseigna slitabús Landsbankans er vistaður á bankareikningum erlendis og undanþága vegna útgreiðslu þeirra hefur ekki nein áhrif á greiðslujöfnuð landsins. 13. maí 2014 19:00
Lánalenging Landsbanka skref í rétta átt Forstöðumaður efnahagssviðs SA segir að samningur milli gamla og nýja Landsbankans færi okkur nær því að losa höftin. Undanþágur frá gjaldeyrislögum eru skilyrði en seðlabankastjóri segir of snemmt að álykta um hvort þær verði veittar. 10. maí 2014 12:00